Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar 23. október 2005 17:57 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Tilefni spurningarinnar var andstaða Geirs H. Haarde utan-ríkis-ráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við þá niðurstöðu nefndarinnar að einn og sami aðili geti átt allt að 25 prósenta hlut í fjölmiðli. Þau hafa bæði lýst því að þetta hlutfall ætti að vera lægra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að engin sátt hefði verið rofin. Stjórnmálaflokkar yrðu að hafa svigrúm til að marka sína stefnu eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði gert. „Ég tel að niðurstöður þessarar nefndar séu mjög góðar og hef lýst því yfir áður að ég geng út frá því að áfram verði byggt á starfi þessarar nefndar. Menntamálaráðherra hefur gert það jafnframt. Þannig að ég vænti þess að það starf haldi áfram á þeim grundvelli og við varðveitum þá sátt sem þar hefur verið," sagði Halldór. Stjórnarandstöðuþingmenn kváðust skilja orð forsætisráðherra svo að byggt yrði á þeim grundvelli sem sátt hefði orðið um í nefndinni. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði til andstöðu Davíðs Oddssonar við niðurstöður fjölmiðlaskýrslunnar: „Þá snerust tveir vindhanar í rétta átt. Og þeir voru hæstvirtur utanríkisráðherra Geir H. Haarde, nýorðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, og hæstvirtur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra hinnar sögulegu sáttargjörðar. Þá snerust þau 180 gráður vegna þess að ennþá stjórnar Sjálfstæðisflokknum Davíð Oddsson." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ítrekaði að sér þætti umrætt eignarhlutfall of hátt en allt yrði gert til þess að halda sögulegri sátt í málinu. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fjölmiðlanefndin setti ekki lög. Alþingi hefði síðasta orðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Tilefni spurningarinnar var andstaða Geirs H. Haarde utan-ríkis-ráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við þá niðurstöðu nefndarinnar að einn og sami aðili geti átt allt að 25 prósenta hlut í fjölmiðli. Þau hafa bæði lýst því að þetta hlutfall ætti að vera lægra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að engin sátt hefði verið rofin. Stjórnmálaflokkar yrðu að hafa svigrúm til að marka sína stefnu eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði gert. „Ég tel að niðurstöður þessarar nefndar séu mjög góðar og hef lýst því yfir áður að ég geng út frá því að áfram verði byggt á starfi þessarar nefndar. Menntamálaráðherra hefur gert það jafnframt. Þannig að ég vænti þess að það starf haldi áfram á þeim grundvelli og við varðveitum þá sátt sem þar hefur verið," sagði Halldór. Stjórnarandstöðuþingmenn kváðust skilja orð forsætisráðherra svo að byggt yrði á þeim grundvelli sem sátt hefði orðið um í nefndinni. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði til andstöðu Davíðs Oddssonar við niðurstöður fjölmiðlaskýrslunnar: „Þá snerust tveir vindhanar í rétta átt. Og þeir voru hæstvirtur utanríkisráðherra Geir H. Haarde, nýorðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, og hæstvirtur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra hinnar sögulegu sáttargjörðar. Þá snerust þau 180 gráður vegna þess að ennþá stjórnar Sjálfstæðisflokknum Davíð Oddsson." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ítrekaði að sér þætti umrætt eignarhlutfall of hátt en allt yrði gert til þess að halda sögulegri sátt í málinu. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fjölmiðlanefndin setti ekki lög. Alþingi hefði síðasta orðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira