Innlent

Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. Meðal þess sem forsetahjónin heimsækja eru Hrafnista, leik- og grunnskólar og Byggðasafn Hafnarfjarðar og þá mun forsetinn setja Hansadaga í verslunarmiðstöðinni Firði. Dagskrá heimsóknar forsetahjóna til Hafnarfjarðar lýkur svo með fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu um kvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×