Mótmæla frestun þingfundar 23. október 2005 17:50 Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu þessu enda hafi þær ætlað að ganga út úr þinginu klukkan tvö eins og markmið dagsins gerir ráð fyrir en með þessu sé sú aðgerð eyðilögð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist alltaf hafa litið á þetta sem vinnustöðvun en ekki frí og þegar konur gangi út af sínum vinnustöðum séu þær að leggja niður vinnu en ekki sé verið að veita þeim frí. Hún hefði því kosið að þing starfaði áfram á mánudaginn og þingkonur söfnuðust saman og gengju saman fylktu liði upp á Skólavörðuholt og yrðu þannig sýnilegar sem hluti af hinni breiðu kvennahreyfingu. Tilkynning frá borgarstjóranum í Reykjavík vekur athygli í þessu sambandi en borgarstjóri kemur úr röðum Samfylkingarinnar. Þar er því beint til stjórnenda á vinnustöðum borgarinnar að bregðast jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður vinnu í þeim tilgangi að taka þátt í aðgerðunum. Borgarstjóri hvetur konur, sem vilja taka þátt í göngunni, til að komast að samkomulagi við samstarfsmenn og stjórnendur um tilhögun. Ingibjörg Sólrún segir að aðalatriðið sé það að konur verði mjög sýnilegar og áhrif þeirra í efnahagslífinu og hagkerfinu verði mjög sýnileg þannig að öllum verði ljóst að hjól þess snúast ekki án fullrar þátttöku kvenna og þess vegna eigi konur að fá full laun til jafns við karla fyrir sín störf. Aðspurð um tilmæli borgarstjóra í þessu ljósi segist Ingibjörg ekki hafa skoðað þau og lesið. Hún hafi alltaf litið svo á að konur væru að leggja niður störf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu þessu enda hafi þær ætlað að ganga út úr þinginu klukkan tvö eins og markmið dagsins gerir ráð fyrir en með þessu sé sú aðgerð eyðilögð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist alltaf hafa litið á þetta sem vinnustöðvun en ekki frí og þegar konur gangi út af sínum vinnustöðum séu þær að leggja niður vinnu en ekki sé verið að veita þeim frí. Hún hefði því kosið að þing starfaði áfram á mánudaginn og þingkonur söfnuðust saman og gengju saman fylktu liði upp á Skólavörðuholt og yrðu þannig sýnilegar sem hluti af hinni breiðu kvennahreyfingu. Tilkynning frá borgarstjóranum í Reykjavík vekur athygli í þessu sambandi en borgarstjóri kemur úr röðum Samfylkingarinnar. Þar er því beint til stjórnenda á vinnustöðum borgarinnar að bregðast jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður vinnu í þeim tilgangi að taka þátt í aðgerðunum. Borgarstjóri hvetur konur, sem vilja taka þátt í göngunni, til að komast að samkomulagi við samstarfsmenn og stjórnendur um tilhögun. Ingibjörg Sólrún segir að aðalatriðið sé það að konur verði mjög sýnilegar og áhrif þeirra í efnahagslífinu og hagkerfinu verði mjög sýnileg þannig að öllum verði ljóst að hjól þess snúast ekki án fullrar þátttöku kvenna og þess vegna eigi konur að fá full laun til jafns við karla fyrir sín störf. Aðspurð um tilmæli borgarstjóra í þessu ljósi segist Ingibjörg ekki hafa skoðað þau og lesið. Hún hafi alltaf litið svo á að konur væru að leggja niður störf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira