Fleiri fréttir

Ellefu fíkniefnamál á Akureyri

Ellefu fíkniefnamál hafa komið upp á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri á síðasta sólarhring þar sem í hverju tilfelli var um lítilræði af fíkniefnum að ræða. Þá voru fimm fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir en töluvert var um slagsmál í bænum í nótt.

Mikið fyllerí í borginni

Lögreglan í Reykjavík stóð í ströngu í nótt þrátt fyrir að fjölmargir höfuðborgarbúar séu á faraldsfæti annars staðar á landinu um helgina. Að sögn lögreglu var mikið fyllerí í miðborginni í nótt og mikið um útköll vegna drukkins fólks.

Halldór á Íslendingaslóðum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gladdi í gær íbúa bæjarins Mountain í Norður-Dakóta ríki með nærveru sinni. Hann var þar í opinberri heimsókn. Hann fagnaði því með íbúum bæjarins, sem eru um hundrað, að 131 ár er liðið frá því að Íslendingar hófu undirbúning að aðskilnaði frá Danmörku.

30 grömm fundust við húsleit

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í morgun karlmann á nítjánda ári. Hann hafði verið grunaður um fíkniefnasölu um hríð og var í morgun gerð húsleit hjá honum. Þar fundust þrjátíu grömm af eiturlyfjum: amfetamíni, kókaíni og hassi.

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá. Sverrir Elefsen hjá vatnamælingum Orkustofnunar segir allt útlit fyrir að hlaupvatn sé að koma fram við Sveinstind.

Ekki mikla vatnavexti að sjá

Ekki er mikla vatnavexti að sjá ennþá í Skaftárhlaupinu sem hófst í morgun, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar. Rennslið í ánni er nú um 270 rúmmetrar á sekúndu.

Má búast við öllu

Töluverðir vatnavextir eru nú í Skaftá en hlaup hófst í ánni í morgun. Svipað mikið er í Skáftárkötlum og í stóru hlaupunum árið 2000 og 2002 og því má búast við öllu, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar.

Átján fíkniefnamál í Eyjum

Átján fíkniefnamál hafa komið upp í Eyjum og hefur lögregla haldlagt mest af amfetamíni en einnig hafa fundist e-töflur og LSD auk kannabisefna.

Í hvað fara peningarnir?

Hver einasti Íslendingur á aldrinum 16-70 ára sem er með meira en um átta hundruð þúsund krónur í árstekjur þarf að greiða 5.378 krónur í framkvæmdasjóð aldraðra um mánaðamótin. Reynslan af svona eyrnamerktum sköttum er misjöfn, svo spurt er: í hvað fara þessir peningar?

Athugasemdir teknar til greina

Forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa segir athugasemdir sérstakrar rannsóknarnefndar um flugslysið í Skerjafirði réttmætar og að þær hafi flestar þegar verið teknar til greina. Samgönguráðherra vill ekki segja orð um málið fyrr en á vinnudegi.

Varnarliðsmenn skemmi leigubílana

Leigubílstjórar á Suðurnesjum íhuga að hætta að þjónusta varnarliðsmenn á kvöldin og um helgar. Það hefur færst í aukana að þeir beri á sér ýmis vopn þegar þeir fara út að skemmta sér. Dæmi eru um að leigubílar séu skemmdir og lausum munum stolið.

Amenningsgarður á þaki Magasíns

Íslenskir eigendur Magasíns í Danmörku hafa blásið nýju lífi í hugmyndir um almenningsgarð á þaki verslunarinnar. Á þrjú þúsund fermetra þakinu á að verða hægt að skella sér á skíði, í sólbað eða í bíó.

Líklegt að Skaftárhlaup hefjist

Allt er með kyrrum kjörum við Skaftá en Matthew Robert á Veðurstofu Íslands segir þó vísbendingar um að Skaftárhlaup hefjist. Vart hefur orðið óróa á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli og Skrokköldu sem þykja vísbendingar um að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir jöklinum.

Krani fór á hliðina á Sultartanga

Kranastjóri við Sultartanga á fótum sínum fjör að launa í gærkvöld þegar krani sem notaður var til að reisa stagmastur fór á hliðina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er verið að leggja nýja línu við Sultartanga og höfðu fjögur möstur verið reist daginn áður. Þegar vinna hófst í gærmorgun gáfu undirstöður hliðartjakka undan við fyrsta mastrið.

Tólf fíkniefnamál í Eyjum

Eftir fyrsta sólarhringinn á Þjóðhátíð hafa komið upp tólf fíkniefnamál í Vestmannaeyjum. Í flestum tilfellum er um neysluskammta að ræða og hafa bæði fundist kannabisefni og amfetamín. 

Fjölmennasta hátíðin á Akureyri

Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti.

Hefði verið kyrrsett annars staðar

Hin sérstaka rannsóknarnefnd sem skoðað hefur alla þætti flugslyssins í Skerjafirði tekur undir margar athugasemdir aðstandenda þeirra sem fórust og gerir fjölmargar tillögur um bætta starfshætti Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa. Danski sérfræðingurinn í nefndinni telur að samkvæmt íslenskum lögum hefði ekki verið hægt að kyrrsetja vélina, en það hefði verið gert í mörgum öðrum löndum.

Hlaup hugsanlega hafið

Vísbendingar eru um að Skaftárhlaup hefjist á næstu dögum. Ríkissjónvarpið sagði hlaup hafið fyrir nokkrum mínútum en Veðurstofan vill ekki staðfesta það. Hún sagðist þó fyrr í dag vilja vara ferðalanga á þessum slóðum við.

Ógerlegt að taka RÚV af markaðinum

Markús Örn Antonsson telur nær ógerlegt að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Páll Magnússon, verðandi útvarpsstjóri, sagði í Íslandi í dag í gær og Kastljósi Ríkissjónvarpsins að hann teldi eðlilegt að skoða að stofnunin yrði ekki á þeim markaði. Markús hefur undirbúið áramótaávarpið fyrir arftaka sinn.

Brúðarkjólar keyptir á Netinu

Tilvonandi brúðir eru farnar að nýta sér Netið í auknum mæli til að kaupa ódýrari brúðarkjóla. Algengt leiguverð er 25 til 40 þúsund krónur en hægt er að kaupa kjóla á Netinu fyrir 10 til 15 þúsund krónur hingað komna. Eigendur kjólaleiga óttast þó ekki samkeppnina.

Eldfimar upplýsingar í könnun

Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga.

Götum borgarinnar lokað í hádeginu

Vörubílstjórar sem hyggjast loka fyrir umferð úr höfuðborginni í dag ætla ekki að láta sér segjast þrátt fyrir eindregin tilmæli lögreglu. "Við gætum farið af stað í kringum hádegið," sagði Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, í gærkvöldi. "Ég á von á því að fjörutíu til fimmtíu bílar taki þátt, en sjáum til hvort þeir mæta allir þegar á hólminn er komið."

Hættuástand við aðgerðir bílstjóra

Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum.

Þyrlan leitaði báts

Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina.

Töluverð umferð úr bænum

Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því.

Eldur í einbýlishúsi á Selfossi

Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun.

Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa

Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu.

Páll næsti útvarpsstjóri RÚV

Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið.

Páll skipaður útvarpsstjóri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið.

Fengu ekki endurgreiðslu skattsins

Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð.

Lögreglan gerir allt sem hún getur

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan muni gera allt til þess að umferðin geti gengið snurðulaust fyrir sig, þrátt fyrir að atvinnubílstjórar ætli að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Áherslubreytingar hjá RÚV

Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segist þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir svo mikilvægri og virðulegri stofnun og að hann hlakki til að takast á við starfið. Hann segir áherslubreytingar örugglega munu eiga sér stað.

Ódrekkandi vatn í Höfnum

Ferskvatnið í Höfnum á Reykjanesi er svo vont að íbúarnir fara langar leiðir til þess að sækja sér neysluvatn á brúsa. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni næstu tvö til þrjú árin.

Vörubílstjórar gera sig klára

Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði.

Reyndi að stytta sér aldur

Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands.

Magnús skattakóngur í Eyjum

Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna.

Lóan komin og farin

Lóan er komin, búin að kveða burt snjóinn, farin aftur - og hvað þá? Sandlóan Signý kom hingað í vor, verpti við flugvöllinn í Holti í Önundarfirði, ól upp unga sína og tók að því búnu flugið til Frakklands þar sem til hennar sást fyrir nokkrum dögum.

Strollan af stað

Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er.

Bílalestin hægir á ferðalöngum

Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust.

Óánægja með lóðaúthlutun

Óánægja er með úthlutun lóða í nýju hverfi í Kópavogi. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra sem úthlutað fengu lóð eru þekktir eða efnaðir einstaklingar eða tengjast bæjarmálum eða bæjarfulltrúum í Kópavogi. </font /></b />

Sameinast um löggæslu

Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum.

Mótmælaakstrinum lokið

Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni.

Hvorki slys né óhöpp

"Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær.

Mótmæli töfðu umferð

Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg.

Sjá næstu 50 fréttir