Amenningsgarður á þaki Magasíns 31. júlí 2005 00:01 Íslenskir eigendur Magasíns í Danmörku hafa blásið nýju lífi í hugmyndir um almenningsgarð á þaki verslunarinnar. Á þrjú þúsund fermetra þakinu á að verða hægt að skella sér á skíði, í sólbað eða í bíó. Sagan hófst fyrir tveimur árum þegar styrktarstjóðurinn Realdania hélt samkeppni um nýtingu rýmis í þéttbyggðri Kaupmannahöfn. Meðal verðlaunatillagna var hugmynd tveggja danskra arkitekta um útivistarsvæði fyrir almenning, á þaki Magasin du Nord verslunarinnar. Sjóðurinn ætlaði sjálfur að sjá um helming fjármögnunar, móti sveitarfélaginu og versluninni. Heildarkostnaður var þá áætlaður því sem nemur tæplega þrjú hundruð milljónum íslenskra króna. Dagblaðið Berlingske Tidende skrifar í dag að hugmyndin hafi svo til legið í dvala þar til íslenskir eigendur keyptu Magasín nýlega. Blaðið segir arkitektana tvo eygja nýja von þar sem tilkoma íslenska auðkýfingsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi fært verkefnið nær því að verða að veruleika. Fjármálastjóri Magasíns staðfestir við blaðið að íslensku eigendurnir séu hrifnir af hugmyndinni þótt ekki hafi enn verið tekin endanleg ákvörðun um framkvæmdina. Eitt af því sem þurfi að skoða sérstaklega séu öryggismál vegna aðgangs að garðinum utan afgreiðslutíma verslunarinnar. Arkitektinn Bjarke Ingels segir að útivistarsvæðið geti markað Kaupmannahöfn sérstöðu. Hann segir það þekkjast víða um heim að þök bygginga séu nýtt á þennan hátt og nefnir sem dæmi Galleri Lafayette í París. Þakið á Magasín eru þrjú þúsund fermetrar og hugmyndin að þar verði útibíó, kaffihús, brekka sem nýtist til sleða og skíðabruns á vetrum, boltasvæði og aðstaða til sólbaða. Verkefnið kallast „Háa torg“ en hæsti punktur verður þrjátíu og fimm metrum frá götu. Byggingafulltrúi Kaupmannahafnar segir hugmyndina frumlega og að hún passi inn í fyrirliggjandi skipulag sem hafi verið samþykkt fyrir svæðið í fyrra. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Íslenskir eigendur Magasíns í Danmörku hafa blásið nýju lífi í hugmyndir um almenningsgarð á þaki verslunarinnar. Á þrjú þúsund fermetra þakinu á að verða hægt að skella sér á skíði, í sólbað eða í bíó. Sagan hófst fyrir tveimur árum þegar styrktarstjóðurinn Realdania hélt samkeppni um nýtingu rýmis í þéttbyggðri Kaupmannahöfn. Meðal verðlaunatillagna var hugmynd tveggja danskra arkitekta um útivistarsvæði fyrir almenning, á þaki Magasin du Nord verslunarinnar. Sjóðurinn ætlaði sjálfur að sjá um helming fjármögnunar, móti sveitarfélaginu og versluninni. Heildarkostnaður var þá áætlaður því sem nemur tæplega þrjú hundruð milljónum íslenskra króna. Dagblaðið Berlingske Tidende skrifar í dag að hugmyndin hafi svo til legið í dvala þar til íslenskir eigendur keyptu Magasín nýlega. Blaðið segir arkitektana tvo eygja nýja von þar sem tilkoma íslenska auðkýfingsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi fært verkefnið nær því að verða að veruleika. Fjármálastjóri Magasíns staðfestir við blaðið að íslensku eigendurnir séu hrifnir af hugmyndinni þótt ekki hafi enn verið tekin endanleg ákvörðun um framkvæmdina. Eitt af því sem þurfi að skoða sérstaklega séu öryggismál vegna aðgangs að garðinum utan afgreiðslutíma verslunarinnar. Arkitektinn Bjarke Ingels segir að útivistarsvæðið geti markað Kaupmannahöfn sérstöðu. Hann segir það þekkjast víða um heim að þök bygginga séu nýtt á þennan hátt og nefnir sem dæmi Galleri Lafayette í París. Þakið á Magasín eru þrjú þúsund fermetrar og hugmyndin að þar verði útibíó, kaffihús, brekka sem nýtist til sleða og skíðabruns á vetrum, boltasvæði og aðstaða til sólbaða. Verkefnið kallast „Háa torg“ en hæsti punktur verður þrjátíu og fimm metrum frá götu. Byggingafulltrúi Kaupmannahafnar segir hugmyndina frumlega og að hún passi inn í fyrirliggjandi skipulag sem hafi verið samþykkt fyrir svæðið í fyrra.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira