Fleiri fréttir

Guðni svarar dýralæknum

Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa."

Kvikmyndahús í Grafarvog

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna kvikmyndahúss sem Sambíóin hyggjast byggja við Egilshöll í Grafarvogi.

Margföld flutningsgeta farsíma

Bæði Síminn og Og Vodafone hyggjast taka upp nýja tækni í farsímakerfum sínum á þessu ári. Og Vodafone segir í Fréttatilkynningu að flutningshraðinn verði á bilinu 120-238 kílóbæt á sekúndu, en núverandi GPRS-kerfi bjóði upp á 52. 

R-lista viðræður í strand

Nefnd, sem rætt hefur samstarf R-listaflokkana á næsta kjörtímabili, ákvað á fundi í gær að slíta frekari viðræðum og fela flokksfélögunum að taka endanlega ákvörðun um framtíð samstarfsins. Dagur B. Eggertsson ætlar ekki að bjóða sig fram hætti R-listinn við framboð.

Slökkvilið Hveragerðis æfir sig

Þeir sem ekið hafa fram hjá Hveragerði síðustu klukkutímana hafa nokkrir haft samband við Vísi og greint frá stórbruna efst í byggðinni, en eldur logar í gamla Garðyrkjuskólanum. Þó er engin hætta á ferð þar sem slökkvilið Hveragerðis er þar að æfingum.

Viðræðuslit alvaraleg tíðindi

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R-lista samstarfið á næsta kjörtímabili. "Nefndin sendi málið heim til flokkannna og það er þeirra að stíga næstu skref."

Áfall ef R-listi býður ekki fram

"Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum.

Líst ekki á stöðuna

"Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum."

Vill hækka fjármagnstekjuskatt

"Mér finnst vel koma til greina að hækka skatta á fjármagnstekjur um nokkur prósentustig en það þarf að fara gætilega með hversu mikið skatturinn verður hækkaður því hækkanir mega ekki ýta undir að fjármagn fari úr landi, " segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Merkja ekki tekjuaukningu

"Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fær hátt í 20 milljónir frá KEA

Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Andra Teitssyni, fyrrum framkvæmdastjóra KEA, hátt í tuttugu milljónir króna vegna starfsloka hans hjá félaginu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mánaðarlaun hans voru um 1,2 milljónir króna þegar hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku.

Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt

Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði.

Funda aftur á morgun

Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun.

Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði

Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni.

Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár

Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra.

Þjóðvegur lokaður undir miðnætti

Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna.

Kertum fleytt á Tjörninni í gær

Sextíu ár voru voru í gær liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japönsku borgina Nagasaki sem varð þúsundum að bana, rétt eins og sú sem gerð var á Hiroshima þremur dögum áður árið 1945. Íslendingar minntust atburðanna við Reykjavíkurtjörn í gærkvöld með því að fleyta þar kertum, sem er orðinn árlegur viðburður.

Viðræðum um R-lista haldið áfram

Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun.

Enn engin ákvörðun um mótmælendur

Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku.

Bíða eftir búnaði vegna boltans

Ný sjónvarpsstöð, Enski boltinn, fer í loftið nú á föstudaginn og enn bíður fjöldi manns eftir að fá þar til gerðan búnað afgreiddan hjá Símanum til að geta séð stöðina þrátt fyrir að hafa pantað áskrift fyrir talsverðum tíma. Síminn vonast til að allir sem pantað hafi þjónustuna verði komnir með aðgang að stöðinni fyrir helgi.

Slapp naumlega í eldsvoða

Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega.

Kona enn þungt haldin eftir slys

Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi.

10 þús. kvarta til Neytendasamtaka

Tæplega 10 þúsund kvartanir bárust Neytendasamtökunum á síðasta ári. Flestir kvarta vegna bifreiða, fasteigna eða tölvubúnaðar.

Rannsaka olíuþjófnað á Hvolsvelli

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú þjófnað á dísilolíu, sem er alveg ný tegund þjófnaðar og má líklega rekja til þess að dísilolían hækkaði um rúmlega hundrað prósent í verði og kostar nú álíka og bensín. Bensínþjófnaður hefur hins vegar lengi verið þekkt þjófnaðarafbrigði og leysti af hólmi snærisþjófnað fyrri alda. Þjófnaðurinn sem hér um ræðir snýst um 700 lítra af dísilolíu sem stolið var af geymi á vinnusvæði á Suðurlandi nýverið.

Fasteignamat sumarhúsa hækkar

Verið er að hækka fasteignamat á sumarbústöðum verulega frá fyrra ári og dæmi eru um að matsverð á fermetra í sumarbústað úr timbri á vinsælum stað sé orðið jafn hátt og fermetraverð í vesturbæ Reykjavíkur, að sögn Sveins Guðmundssonar, lögmanns Landssambands sumarhúsaeigenda.

Tékknesku forsetahjónin í heimsókn

Forseti Tékklands, Václav Klaus, og frú Livia Klausová, eiginkona hans, munu koma hingað til lands í opinbera heimsókn þann 21. ágúst næstkomandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk forsetans verða utanríkisráðherra Tékklands og nokkrir embættismenn með í för.

Hótel Óðinsvé og Brauðbær seld

Einkahlutafélagið Þórstorg hefur keypt Hótel Óðinsvé og Brauðbæ af Bjarna Árnasyni, oft kenndum við Brauðbæ, og Þóru Bjarnadóttur. Þórstorg er í eigu Lindu Jóhannsdóttur, Ellerts Finnbogasonar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar og fjárfestingafélagsins Gamma ehf og mun Ellert taka við starfi hótelstjóra.

Pallbíll á kaf í Jökulsá

Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land.

Dýralæknar gagnrýna Guðna

Dýralæknafélag Íslands gagnrýnir ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og mótmælir einnig ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að staðsetja stofnunina utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn stofnunarinnar þegar ákvörðunin var tekin.

Orlofsréttur ekki umsemjanlegur

Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra.

Lá við stórslysi í eldsvoða

Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag.

Atkvæðagreiðsla um samninga kærð

Framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. Kærandi telur að um tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni sé að ræða. Atkvæðagreiðslan sé því ógild og efna þurfi til nýrra kosninga. </font /></b />

Strætó býður upp á Skólakort

Strætó hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki upp á sérstakt Skólakort frá og með 15. ágúst nk. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er gert til að koma til móts við óskir og þarfir skólafólks og annarra, sem nota strætisvagnana reglulega, um hagkvæman og ódýran ferðakost og gildir það allan veturinn.

Blönduós vill ekki hlut í Vilkó

"Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss.

Þúsundir kvartana á síðasta ári

Kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna bárust tæplega tíu þúsund erindi á síðasta ári en erindin varða bæði almennar fyrirspurnir sem og kvartanir vegna þjónustu eða viðskipta.

Árni hæstur - Ingibjörg lægst

Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b />

Reynt til þrautar að ná saman

Viðræðunefnd um R-lista samstarf á næsta kjörtímabili kemur saman til framhaldsfundar klukkan fimm síðdegis í dag. Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um aðferðir við val á fulltrúum flokkanna í efstu sæti listans

Tíu lögregluþjónar kallaðir til

Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni.

Gagnrýna byggðaáætlun

"Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun."

Framsókn vill lægri fjármagnsskatt

"Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins.

Syntu í land

Fjórir erlendir menn syntu í land eftir að bifreið þeirra hafnaði utan vegar og ofan í Jökulsá á Fljótsdal við Hvammsmela í Fljótsdal laust eftir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri og voru við störf á virkjanasvæði í dalnum.

Safna fé fyrir þurfandi í Níger

Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári.

Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun

Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi.

Skorar á Bílddæling að gera upp

"Þeir eiga eftir að gera upp við okkur starfsfólkið fjórar vikur, reyndar var slumpað inn á reikningana sem átti að vera tveggja vikna laun en hinar tvær vikurnar eru með öllu óuppgerðar," segir Sólrún Aradóttir fyrrum starfsmaður Bílddælings útgerðarfyrirtækisins á Bíldudal sem lagði niður starfsemi sína í síðasta mánuði.

Bílddælingar dæla kalkþörungi

Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir