Innlent

Fasteignamat sumarhúsa hækkar

MYND/EJ
Verið er að hækka fasteignamat á sumarbústöðum verulega frá fyrra ári og dæmi eru um að matsverð á fermetra í sumarbústað úr timbri á vinsælum stað sé orðið jafn hátt og fermetraverð í vesturbæ Reykjavíkur, að sögn Sveins Guðmundssonar, lögmanns Landssambands sumarhúsaeigenda. Hann nefnir sem dæmi að fermetraverð fyrir sumarhús í Bláskógarbyggð sem sé um 50 fermetrar sé rúmlega 120 þúsund. Sérbýli í Vesturbænum fáist á sama verði fyrir hvern fermetra. Þetta sé raunin þrátt fyrir að byggingarefnið sé steinn í borginni en tré í sumarbústaðabyggðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×