Fleiri fréttir Ekki varanlegir hnekkir Íslenskur listaverkamarkaður hefur ekki borið varanlega hnekki vegna fölsunarmála undanfarin ár og traust almennings á núlifandi listamönnum hefur aukist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nefndar um listaverkafalsanir sem skipuð var af menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 28.6.2005 00:01 Björgunarskip náði í bilaða skútu Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út um tvöleytið vegna skútu sem var með bilaða skrúfu. Björgin er á leið til hafnar með skútuna í togi, ferðin gengur vel og aðstæður eru góðar. Skútan er frönsk og í áhöfninni eru tveir. 28.6.2005 00:01 Breytingar á Bandaríkjaflugi Icelandair mun fljúga til New York allan næsta vetur en síðustu tvö árin hefur ekki verið flogið til borgarinnar yfir háveturinn. Hins vegar verður gert hlé á áætlunarflugi til Minneapolis frá 9. janúar til 13. mars 2006. 28.6.2005 00:01 Grænt ljós á tökur í Krýsuvík Í gær var samþykkt á fundi skipulags- og byggingaráðs í Hafnarfirði að leyfa tökur á myndinni Flags of our fathers í Krýsuvík. 28.6.2005 00:01 Hross skemmdu golfvöll Töluverðar skemmdir urðu af völdum hrossa á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum. Unnið hefur verið að lagfæringum, en tíma tekur að græða upp traðkið eftir hrossin. 28.6.2005 00:01 Fjársvikafyrirtæki hóta fólki Rukkarar erlendra fjársvikafyrirtækja hringja hiklaust í fólk heim að kvöldlagi og hóta því öllu illu ef það greiði ekki tiltekna "skuld." Fjölmargir forráðamenn íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir slíkum hótunum. Samtök verslunar og þjónustu hafa sent út viðvörun 28.6.2005 00:01 Vanfóðruð hross í Hafnarfirði Héraðsdýralæknir hafði í vikunni afskipti af þremur vanfóðruðum hestum, sem haldnir voru í hesthúsi á svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Var eigendum veitt tiltal og gert að sleppa þeim í haga, svo þeir kæmust á grös. 28.6.2005 00:01 Vel tekið í óperuhús í Kópavogi Bjarni Daníelsson óperustjóri Íslensku óperunnar tekur vel í hugmynd Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs um að reisa óperuhús í Kópavogi. 28.6.2005 00:01 Skeljungur hækkar Olíufélagið Skeljungur fylgdi í gær í kjölfar annarra olíufyrirtækja í landinu og hækkaði eldsneytisverð á stöðvum sínum til samræmis við Olís og Esso. 28.6.2005 00:01 Verðmunur á tjaldsvæðum Talsverður verðmunur er á tjaldstæðum víða um landið samkvæmt nýrri úttekt sem sýnir að á stöku stöðum greiðir fjölskylda tæpar fimm þúsund krónur fyrir gistingu í tjaldi. 28.6.2005 00:01 Hlutur hvors kyns 40% Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópvogi hefur samþykkt að efna til opins prófkjörs um val á frambjóðendum fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Prófkjörið verður einungis bindandi fyrir sex efstu sætin, ef lagaákvæðum flokksins um hlutfall kynja er fullnægt. Samkvæmt þeim skal hlutur hvors kyns ekki vera minni en 40%. 28.6.2005 00:01 Íslenskur aðstoðarframkvæmdastjóri Á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Liechtenstein sem lauk í gær var tekin ákvörðun um að ráða Lilju Viðarsdóttur sem aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA með aðsetur í Brussel til þriggja ára frá hausti 2006. 28.6.2005 00:01 Hafa litla trú á Genfarsamningunum Þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa heyrt um Genfarsamningana en Íslendingar eru samt meðal þeirra þjóða sem hafa hvað minnsta trú á því að samningarnir dugi til að vernda fólk á stríðstímum. Þetta er ein af niðurstöðum alþjóðlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Rauða krossinn. 28.6.2005 00:01 Líst vel á hugmynd um óperuhús Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur varpað fram þeirri hugmynd að óperuhús verði reist á menningartorfunni í Kópavogi og telur að hún geti orðið fullbúin innan örfárra ára, ef drifið verði í málinu. Gunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara líst vel á hugmyndina 28.6.2005 00:01 3 ár og milljón í skaðabætur Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir að nauðga fyrrverandi sambýliskonu sinni. Honum var jafnframt gert að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur. 28.6.2005 00:01 Ríkið gekk á bak orða sinna Komuverslun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur verið stækkuð um meira en helming, frá 460 fermetrum upp í rúma þúsund fermetra. Samtökum verslunar og þjónustu þykir utanríkisráðuneytið hafa gengið á bak orða sinna með því að samþykkja að stækka rekstur sem er í samkeppni við einkaaðila. 28.6.2005 00:01 Aukið fjármagn til umferðaröryggis Stórauknu fjármagni verður á næstu fjórum árum veitt til umferðaröryggismála samkvæmt samningi sem Umferðarstofa og Ríkislögreglustjóri undirrituðu á blaðamannafundi í gær. 28.6.2005 00:01 Ólína fór fram á rannsókn Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði hefur farið fram á það við menntamálaráðuneytið að fram fari opinber rannsókn á starfs- og stjórnunarháttum hennar við skólann. 28.6.2005 00:01 Páll afhentur Þristavinafélaginu Landgræðsla ríkisins hætti í dag rekstri flugvéla til landgræðslu og afhenti síðustu vél sína, Pál Sveinsson, til Þristavinafélagsins. Flugvélin hefur nú verið máluð í litum Icelandair en Þristavinafélagið hefur sett sér það markmið að halda henni áfram flughæfri. 28.6.2005 00:01 Ísland ætlar í öryggisráðið Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. 28.6.2005 00:01 Hlúð að verkum Samúels í Selárdal Viðgerð á listaverkum Samúels Jónsson í Selárdal hófst á síðasta ári og er fram haldið í sumar. Félag um endurreisn safns hans stendur að framkvæmdunum og hlaut nýlega tvo styrki til verksins. </font /></b /> 28.6.2005 00:01 Stjörnugjöf vega Nú í sumar verður byrjað á að meta vegi landsins og þeim gefnar stjörnur í einkunn eins og bílum og hótelum. Stjörnugjöfin er þegar hafin í um tíu löndum og hefur þegar skilað þeim árangri að vegir hafa verið bættir töluvert. 28.6.2005 00:01 Lægsta boð frá Selfossi Fyrirtækið Nesey á Selfossi átti lægsta boð í lagningu strengja fyrir Landsvirkjun milli Ufsar- og Kelduárslóns vegna Kárahnjúkavirkjunar, tæpar 14,5 milljónir króna, um 43 prósentum undir kostnaðaráætlun. 28.6.2005 00:01 Krefjast bóta vegna samráðs Á morgun verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur einu olíufélaganna vegna meints taps af ólöglegu verðsamráði þeirra. 28.6.2005 00:01 Dæmt fyrir hrottafengna nauðgun 42 ára gamall maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í gær fyrir hrottafengna nauðgun á fyrrum sambýliskonu sinni. Verknaðurinn stóð í um klukkustund í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu að kvöldi mánudagsins 12. júlí í fyrra. Hann þarf að auki að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur. 28.6.2005 00:01 Fléttulisti valinn í prófkjöri VG Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík ætlar að boða til prófkjörs 1. október þar sem valið verður fólk í sex efstu sæti á lista, hvort sem hreyfingin býður fram ein eða með Reykjavíkurlistanum. 28.6.2005 00:01 Neitar sök og vill ekki tjá sig Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um fíkniefnasölu og kynferðismök við stúlku undir 14 ára aldri. Maðurinn var handtekinn á miðvikudaginn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag, en það rennur út á morgun. 28.6.2005 00:01 RJF hópur fær liðsauka í BNA Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í stofufangelsi í Bandaríkjunum frá 1997 og á eftir tvö ár af tíu ára fangelsisdómi, fái að koma til Íslands á næstu vikum. Þriggja manna sendinefnd RJF hópsins, sem berst fyrir frelsun Arons, heldur um miðjan næsta mánuð til Texas. 28.6.2005 00:01 Dró skútu til hafnar Björgunarskipið Björg á Rifi sótti um miðjan dag í gær franska skútu sem flækt hafði netadræsu í skrúfu hjá sér. Að sögn Landsbjargar var veður gott og sóttist björgunin vel, en skútuna hafði rekið nokkuð nærri landi þegar að var komið. 28.6.2005 00:01 Nokkrir teknir í átaki lögreglu Tíu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tíu bílar voru óskoðaðir og fimm ökumenn voru án ökuskírteinis á fyrsta degi umferðareftirlitsátaks samgönguráðuneytis og lögreglu í Skagafirði í dag. 28.6.2005 00:01 Framsókn í miklum vanda Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. 28.6.2005 00:01 Prófkjör hjá Framsókn Framsóknarmenn í Kópavogi efna til opins prófkjörs til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninga næsta vor. 28.6.2005 00:01 Stefna enn á öryggisráðið Engin breyting hefur orðið á stefnu stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 28.6.2005 00:01 Hafa litla trú á Genfarsamningnum Einungis þrettán prósent Íslendinga telja að Genfarsamningarnir veiti fólki vernd á stríðstímum, einungis Norðmenn hafa minni trú á þeirri vernd sem sáttmálinn veitir. Afganar hafa mesta trú á samningunum, 74 prósent telja hann veita fólki vernd á stríðstímum. 28.6.2005 00:01 Veikindin erfiðust Forstöðumenn ríkisstofnana telja sig helst þurfa að leita sérfræðiaðstoðar til skýringar á kjarasamningum þegar kemur að launagreiðslum vegna veikindaleyfa starfsmanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerði meðal forstöðumanna. 28.6.2005 00:01 Skuldahali fellur á ríkið Ríkissjóður greiðir upp tugmilljóna skuld Tækniháskóla Íslands þegar hann sameinast Háskólanum í Reykjavík um næstu mánaðamót. Þetta bætist við samtals 225 milljóna króna framlag ríkisins til skólans síðustu þrjú ár sem ætlað hefur verið til að greiða niður skuldir hans. 28.6.2005 00:01 Allt falt á Netinu Álfelgur undir bílinn, keramik-brennsluofn og iguana-eðla er meðal þess sem hægt er að kaupa í gegnum Netið þessa dagana. Margir af þessum auglýsingavefjum eru til þess gerðir að koma saman kaupendum og seljendum og því er lítið um að skattur eða önnur gjöld séu greidd af sölulaunum. 28.6.2005 00:01 Undrast áhugaleysi Íslendinga Álverið á Reyðarfirði þarf á næstunni að gera þjónustusamninga fyrir milljarða króna á ári. Talsmenn Alcoa Fjarðaáls undrast að erlend fyrirtæki sýna þessum risaviðskiptum mun meiri áhuga en íslensk. 28.6.2005 00:01 Eru DNA niðurstöður ótraustar? Ungur maður sem sagður var faðir barns sem fæddist í september 1995, og gekkst undir DNA rannsókn sem staðfesti faðernið, var ekki faðir barnsins eins og kom fram í ítarlegri DNA rannsókn sem framkvæmd var átta árum síðar. Maðurinn hafði greitt meðlög með barninu í tæp tíu ár þegar rétt faðerni var staðfest. Fékk þó ekki endurgreitt nema helming greiddra meðlaga. Rétt faðerni hefði ekki komist upp ef móðir barnsins hefði ekki samþykkt og sagt frá niðurstöðum seinni rannsóknarinnar. 28.6.2005 00:01 Sjómaður skarst í andliti Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði var kallað út klukkan hálffimm í nótt til að sækja slasaðan skipverja af bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum sem var við veiðar við Suðurströndina. Maðurinn hafði skorist í andliti og þurfti að komast undir læknishendur. 27.6.2005 00:01 Bílvelta í Norðurárdal Ökumaður bíls slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Norðurárdal í gærkvöldi. Tildrög voru þau að hann hafði misst bílinn út af malbikinu öðru megin og sveigði hann langt inn á veginn aftur, en þá kom bíll á móti þannig að hann sveigði aftur út af til þess að koma í veg fyrir árekstur. Við það valt bíllinn. 27.6.2005 00:01 Óttast tekjumissi fyrir norðan Íbúar Raufarhafnar og sérstaklega Siglufjarðar hafa áhyggjur af tekjumissi ef ekkert verður úr sumarloðnuveiðum eins og útlit er fyrir. Leiðangur nokkura loðnuskipa og hafrannsóknaskips í leit að loðnu að undanförnu bar engan árangur, m.a. vegna hafíss á leitarsvæðinu, en enginn kvóti verður gefinn út án þess að eitthvað finnist. 27.6.2005 00:01 Tveir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo ökumenn í nótt eftir að þeir höfðu mælst á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, Annar mældist á 124 kílómetra hraða og hinn á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er í báðum tilvikum 60 kílómetrar. 27.6.2005 00:01 75 ára afmæli SUS á Þingvöllum Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ætlar í dag að ávarpa hátíðarstjórnarfund SUS sem haldinn verður á Þingvöllum. Tilefni fundarins er sjötíu og fimm ára afmæli SUS en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júlí árið 1930. 27.6.2005 00:01 9 1/2 tíma seinkun á flugi Um níu og hálfs klukkutíma seinkun verður á flugvél Icelandair frá Boston sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálfsjö í morgun. Rót seinkunarinnar liggur í bilun sem varð á laugardagskvöldið í vél sem var á leiðinni til Boston frá Reykjavík. 27.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki varanlegir hnekkir Íslenskur listaverkamarkaður hefur ekki borið varanlega hnekki vegna fölsunarmála undanfarin ár og traust almennings á núlifandi listamönnum hefur aukist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nefndar um listaverkafalsanir sem skipuð var af menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 28.6.2005 00:01
Björgunarskip náði í bilaða skútu Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út um tvöleytið vegna skútu sem var með bilaða skrúfu. Björgin er á leið til hafnar með skútuna í togi, ferðin gengur vel og aðstæður eru góðar. Skútan er frönsk og í áhöfninni eru tveir. 28.6.2005 00:01
Breytingar á Bandaríkjaflugi Icelandair mun fljúga til New York allan næsta vetur en síðustu tvö árin hefur ekki verið flogið til borgarinnar yfir háveturinn. Hins vegar verður gert hlé á áætlunarflugi til Minneapolis frá 9. janúar til 13. mars 2006. 28.6.2005 00:01
Grænt ljós á tökur í Krýsuvík Í gær var samþykkt á fundi skipulags- og byggingaráðs í Hafnarfirði að leyfa tökur á myndinni Flags of our fathers í Krýsuvík. 28.6.2005 00:01
Hross skemmdu golfvöll Töluverðar skemmdir urðu af völdum hrossa á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum. Unnið hefur verið að lagfæringum, en tíma tekur að græða upp traðkið eftir hrossin. 28.6.2005 00:01
Fjársvikafyrirtæki hóta fólki Rukkarar erlendra fjársvikafyrirtækja hringja hiklaust í fólk heim að kvöldlagi og hóta því öllu illu ef það greiði ekki tiltekna "skuld." Fjölmargir forráðamenn íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir slíkum hótunum. Samtök verslunar og þjónustu hafa sent út viðvörun 28.6.2005 00:01
Vanfóðruð hross í Hafnarfirði Héraðsdýralæknir hafði í vikunni afskipti af þremur vanfóðruðum hestum, sem haldnir voru í hesthúsi á svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Var eigendum veitt tiltal og gert að sleppa þeim í haga, svo þeir kæmust á grös. 28.6.2005 00:01
Vel tekið í óperuhús í Kópavogi Bjarni Daníelsson óperustjóri Íslensku óperunnar tekur vel í hugmynd Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs um að reisa óperuhús í Kópavogi. 28.6.2005 00:01
Skeljungur hækkar Olíufélagið Skeljungur fylgdi í gær í kjölfar annarra olíufyrirtækja í landinu og hækkaði eldsneytisverð á stöðvum sínum til samræmis við Olís og Esso. 28.6.2005 00:01
Verðmunur á tjaldsvæðum Talsverður verðmunur er á tjaldstæðum víða um landið samkvæmt nýrri úttekt sem sýnir að á stöku stöðum greiðir fjölskylda tæpar fimm þúsund krónur fyrir gistingu í tjaldi. 28.6.2005 00:01
Hlutur hvors kyns 40% Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópvogi hefur samþykkt að efna til opins prófkjörs um val á frambjóðendum fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Prófkjörið verður einungis bindandi fyrir sex efstu sætin, ef lagaákvæðum flokksins um hlutfall kynja er fullnægt. Samkvæmt þeim skal hlutur hvors kyns ekki vera minni en 40%. 28.6.2005 00:01
Íslenskur aðstoðarframkvæmdastjóri Á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Liechtenstein sem lauk í gær var tekin ákvörðun um að ráða Lilju Viðarsdóttur sem aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA með aðsetur í Brussel til þriggja ára frá hausti 2006. 28.6.2005 00:01
Hafa litla trú á Genfarsamningunum Þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa heyrt um Genfarsamningana en Íslendingar eru samt meðal þeirra þjóða sem hafa hvað minnsta trú á því að samningarnir dugi til að vernda fólk á stríðstímum. Þetta er ein af niðurstöðum alþjóðlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Rauða krossinn. 28.6.2005 00:01
Líst vel á hugmynd um óperuhús Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur varpað fram þeirri hugmynd að óperuhús verði reist á menningartorfunni í Kópavogi og telur að hún geti orðið fullbúin innan örfárra ára, ef drifið verði í málinu. Gunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara líst vel á hugmyndina 28.6.2005 00:01
3 ár og milljón í skaðabætur Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir að nauðga fyrrverandi sambýliskonu sinni. Honum var jafnframt gert að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur. 28.6.2005 00:01
Ríkið gekk á bak orða sinna Komuverslun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur verið stækkuð um meira en helming, frá 460 fermetrum upp í rúma þúsund fermetra. Samtökum verslunar og þjónustu þykir utanríkisráðuneytið hafa gengið á bak orða sinna með því að samþykkja að stækka rekstur sem er í samkeppni við einkaaðila. 28.6.2005 00:01
Aukið fjármagn til umferðaröryggis Stórauknu fjármagni verður á næstu fjórum árum veitt til umferðaröryggismála samkvæmt samningi sem Umferðarstofa og Ríkislögreglustjóri undirrituðu á blaðamannafundi í gær. 28.6.2005 00:01
Ólína fór fram á rannsókn Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði hefur farið fram á það við menntamálaráðuneytið að fram fari opinber rannsókn á starfs- og stjórnunarháttum hennar við skólann. 28.6.2005 00:01
Páll afhentur Þristavinafélaginu Landgræðsla ríkisins hætti í dag rekstri flugvéla til landgræðslu og afhenti síðustu vél sína, Pál Sveinsson, til Þristavinafélagsins. Flugvélin hefur nú verið máluð í litum Icelandair en Þristavinafélagið hefur sett sér það markmið að halda henni áfram flughæfri. 28.6.2005 00:01
Ísland ætlar í öryggisráðið Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár. 28.6.2005 00:01
Hlúð að verkum Samúels í Selárdal Viðgerð á listaverkum Samúels Jónsson í Selárdal hófst á síðasta ári og er fram haldið í sumar. Félag um endurreisn safns hans stendur að framkvæmdunum og hlaut nýlega tvo styrki til verksins. </font /></b /> 28.6.2005 00:01
Stjörnugjöf vega Nú í sumar verður byrjað á að meta vegi landsins og þeim gefnar stjörnur í einkunn eins og bílum og hótelum. Stjörnugjöfin er þegar hafin í um tíu löndum og hefur þegar skilað þeim árangri að vegir hafa verið bættir töluvert. 28.6.2005 00:01
Lægsta boð frá Selfossi Fyrirtækið Nesey á Selfossi átti lægsta boð í lagningu strengja fyrir Landsvirkjun milli Ufsar- og Kelduárslóns vegna Kárahnjúkavirkjunar, tæpar 14,5 milljónir króna, um 43 prósentum undir kostnaðaráætlun. 28.6.2005 00:01
Krefjast bóta vegna samráðs Á morgun verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur einu olíufélaganna vegna meints taps af ólöglegu verðsamráði þeirra. 28.6.2005 00:01
Dæmt fyrir hrottafengna nauðgun 42 ára gamall maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í gær fyrir hrottafengna nauðgun á fyrrum sambýliskonu sinni. Verknaðurinn stóð í um klukkustund í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu að kvöldi mánudagsins 12. júlí í fyrra. Hann þarf að auki að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur. 28.6.2005 00:01
Fléttulisti valinn í prófkjöri VG Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík ætlar að boða til prófkjörs 1. október þar sem valið verður fólk í sex efstu sæti á lista, hvort sem hreyfingin býður fram ein eða með Reykjavíkurlistanum. 28.6.2005 00:01
Neitar sök og vill ekki tjá sig Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um fíkniefnasölu og kynferðismök við stúlku undir 14 ára aldri. Maðurinn var handtekinn á miðvikudaginn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag, en það rennur út á morgun. 28.6.2005 00:01
RJF hópur fær liðsauka í BNA Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í stofufangelsi í Bandaríkjunum frá 1997 og á eftir tvö ár af tíu ára fangelsisdómi, fái að koma til Íslands á næstu vikum. Þriggja manna sendinefnd RJF hópsins, sem berst fyrir frelsun Arons, heldur um miðjan næsta mánuð til Texas. 28.6.2005 00:01
Dró skútu til hafnar Björgunarskipið Björg á Rifi sótti um miðjan dag í gær franska skútu sem flækt hafði netadræsu í skrúfu hjá sér. Að sögn Landsbjargar var veður gott og sóttist björgunin vel, en skútuna hafði rekið nokkuð nærri landi þegar að var komið. 28.6.2005 00:01
Nokkrir teknir í átaki lögreglu Tíu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tíu bílar voru óskoðaðir og fimm ökumenn voru án ökuskírteinis á fyrsta degi umferðareftirlitsátaks samgönguráðuneytis og lögreglu í Skagafirði í dag. 28.6.2005 00:01
Framsókn í miklum vanda Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. 28.6.2005 00:01
Prófkjör hjá Framsókn Framsóknarmenn í Kópavogi efna til opins prófkjörs til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninga næsta vor. 28.6.2005 00:01
Stefna enn á öryggisráðið Engin breyting hefur orðið á stefnu stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 28.6.2005 00:01
Hafa litla trú á Genfarsamningnum Einungis þrettán prósent Íslendinga telja að Genfarsamningarnir veiti fólki vernd á stríðstímum, einungis Norðmenn hafa minni trú á þeirri vernd sem sáttmálinn veitir. Afganar hafa mesta trú á samningunum, 74 prósent telja hann veita fólki vernd á stríðstímum. 28.6.2005 00:01
Veikindin erfiðust Forstöðumenn ríkisstofnana telja sig helst þurfa að leita sérfræðiaðstoðar til skýringar á kjarasamningum þegar kemur að launagreiðslum vegna veikindaleyfa starfsmanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerði meðal forstöðumanna. 28.6.2005 00:01
Skuldahali fellur á ríkið Ríkissjóður greiðir upp tugmilljóna skuld Tækniháskóla Íslands þegar hann sameinast Háskólanum í Reykjavík um næstu mánaðamót. Þetta bætist við samtals 225 milljóna króna framlag ríkisins til skólans síðustu þrjú ár sem ætlað hefur verið til að greiða niður skuldir hans. 28.6.2005 00:01
Allt falt á Netinu Álfelgur undir bílinn, keramik-brennsluofn og iguana-eðla er meðal þess sem hægt er að kaupa í gegnum Netið þessa dagana. Margir af þessum auglýsingavefjum eru til þess gerðir að koma saman kaupendum og seljendum og því er lítið um að skattur eða önnur gjöld séu greidd af sölulaunum. 28.6.2005 00:01
Undrast áhugaleysi Íslendinga Álverið á Reyðarfirði þarf á næstunni að gera þjónustusamninga fyrir milljarða króna á ári. Talsmenn Alcoa Fjarðaáls undrast að erlend fyrirtæki sýna þessum risaviðskiptum mun meiri áhuga en íslensk. 28.6.2005 00:01
Eru DNA niðurstöður ótraustar? Ungur maður sem sagður var faðir barns sem fæddist í september 1995, og gekkst undir DNA rannsókn sem staðfesti faðernið, var ekki faðir barnsins eins og kom fram í ítarlegri DNA rannsókn sem framkvæmd var átta árum síðar. Maðurinn hafði greitt meðlög með barninu í tæp tíu ár þegar rétt faðerni var staðfest. Fékk þó ekki endurgreitt nema helming greiddra meðlaga. Rétt faðerni hefði ekki komist upp ef móðir barnsins hefði ekki samþykkt og sagt frá niðurstöðum seinni rannsóknarinnar. 28.6.2005 00:01
Sjómaður skarst í andliti Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði var kallað út klukkan hálffimm í nótt til að sækja slasaðan skipverja af bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum sem var við veiðar við Suðurströndina. Maðurinn hafði skorist í andliti og þurfti að komast undir læknishendur. 27.6.2005 00:01
Bílvelta í Norðurárdal Ökumaður bíls slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Norðurárdal í gærkvöldi. Tildrög voru þau að hann hafði misst bílinn út af malbikinu öðru megin og sveigði hann langt inn á veginn aftur, en þá kom bíll á móti þannig að hann sveigði aftur út af til þess að koma í veg fyrir árekstur. Við það valt bíllinn. 27.6.2005 00:01
Óttast tekjumissi fyrir norðan Íbúar Raufarhafnar og sérstaklega Siglufjarðar hafa áhyggjur af tekjumissi ef ekkert verður úr sumarloðnuveiðum eins og útlit er fyrir. Leiðangur nokkura loðnuskipa og hafrannsóknaskips í leit að loðnu að undanförnu bar engan árangur, m.a. vegna hafíss á leitarsvæðinu, en enginn kvóti verður gefinn út án þess að eitthvað finnist. 27.6.2005 00:01
Tveir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo ökumenn í nótt eftir að þeir höfðu mælst á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, Annar mældist á 124 kílómetra hraða og hinn á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er í báðum tilvikum 60 kílómetrar. 27.6.2005 00:01
75 ára afmæli SUS á Þingvöllum Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ætlar í dag að ávarpa hátíðarstjórnarfund SUS sem haldinn verður á Þingvöllum. Tilefni fundarins er sjötíu og fimm ára afmæli SUS en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júlí árið 1930. 27.6.2005 00:01
9 1/2 tíma seinkun á flugi Um níu og hálfs klukkutíma seinkun verður á flugvél Icelandair frá Boston sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálfsjö í morgun. Rót seinkunarinnar liggur í bilun sem varð á laugardagskvöldið í vél sem var á leiðinni til Boston frá Reykjavík. 27.6.2005 00:01