Innlent

Feðraorlof breytir fjölskyldulífi

Feðraorlof er að gjörbreyta fjölskyldulífi á Íslandi og í Danmörku, segir í fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Þar er fullyrt að á síðasta ári hafi nærri allir íslenskir feður tekið sér feðraorlof með nýfæddum börnum, og að jafnræði sé fyrir vikið að myndast með kynjunum þegar kemur að umönnun ungabarna. Algengt sé að sjá feður með barnavagna í gönguferðum og að rannsóknir sýni að konur sem eiga maka sem tekur þátt í uppeldi barna séu líklegri til að eignast fleiri börn. Á vefsíðu BBC lýsa fjölmargir hlustendur og lesendur skoðunum sínum og virðast þar allir öfunda Norðurlöndin af feðraorlofinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×