Innlent

Vilja samræma opnunartíma

Kaupmenn við Laugaveg í Reykjavík vilja langflestir samræma opnunartíma verslana í miðbænum samkvæmt könnun sem Þróunarfélag miðborgarinnar framkvæmdi nýlega. Var meirihluti þeirra, alls 119 af þeim 177 sem þátt tóku, sammála að hafa verslanir opnar á sama tíma virka daga frá klukkan tíu til sex um daginn. Öllu færri voru sammála um hentugan opnunartíma á laugardögum en flestir á því að hafa opið frá tíu til fjögur. Mikill meirihluti vildi hafa lokað á sunnudögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×