Innlent

Þykir ritstjórnarstefnan ógeðfelld

Flugfélagið Iceland Express hættir frá og með deginum í dag að selja blöðin DV og Hér og nú í sínum vélum. "Við sem stöndum að félaginu teljum ritstjórnarstefnu blaðanna ógeðfellda og viljum ekki tengja okkur við þau. Við erum með 160 manns í vélunum og okkur finnst það ekki vera gott fyrir okkur sem vörumerki að tengja okkur við svona lagað. Við getum notað plássið sem fer undir blöðin til að selja aðra vöru," segir Birgir Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Express.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×