Gamli sáttmáli víst gamall 29. júní 2005 00:01 Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli. Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Laxagengd á niðurleið vegna of lítillar veiði Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur. Gamli sáttmáli er skjal sem skipar sérstakan sess í sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hann er nokkurs konar skilmálaskrá milli Íslendinga og Noregskonungs. Sáttmálinn var grundvallarplagg í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og beitti Jón Sigurðsson honum óspart. Gamli sáttmáli er til í tveimur gerðum, sú eldri frá árinu 1262 en hin seinni frá árinu 1302, að því er talið hefur verið hingað til. Hann hefur hins vegar bara varðveist í uppskrift frá 15. og 16. öld. Patricia Pires Boulhosa, brasilískur sagnfræðingur, heldur því fram í doktorsritgerð við Cambridge að Gamli sáttmáli sé um 200 árum yngri en haldið var fram og spunameistarar 15. aldar hafi skrifað hann til að koma sér undan einokunarverslun við konung því þeir hafi viljað hefja viðskipti við Englendinga. Í því sambandi vísar hún til efnahagsástandins á þessum tveimur mismunandi tímum. Helgi Þorláksson prófessor segir kenningu hennar tímabæra, djarfa og þarfa. Hún gangi skrefinu lengra með því að velta því fyrir sér að textarnir séu „tilbúnir“ á þessum tíma. Hún vilji hins vegar ekki nota orðið „falsanir“ því þeir geti byggt á minningum eða óljósum hugmyndum en mótist ekki í rituðu máli fyrr en á umræddum tíma. Meðal annars er kveðið á um í Gamla sáttmála að konungur sendi árlega sex skip til Íslands og Patricia telur með vísan til efnahagsástandsins að aldur sáttmálans passi ekki, en Helgi telur það alveg ganga. Noregskonungur kom á einokunarverslun á 14. öld en 1419 skrifuðu Íslendingar honum bréf og minna á að ekki hafi verið staðið við skipin sex. Spurningin sé hvort það sé þá sannfærandi, að sögn Helga, að sá hópur, sem samanstóð af hirðsstjóra, lögmönnum og lögréttumönnum, búi það til. Hann segir að það sé líka til bréf frá konungi frá 1431 þar sem hann segir að það sé regla að sex skip fari frá Noregi til Íslands og önnur sex komi. Helgi segir óþarfa að endurskrifa skólabækur, a.m.k. strax. Það blasi hins vegar við að menn fari að skoða Gamla sáttmála í ljósi þessara hugmynda Patriciu. Doktorsritgerð Patriciu verður gefin út í haust og þá má búast við að fræðingar láti til sín taka í þessu gamla og nýja máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Laxagengd á niðurleið vegna of lítillar veiði Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira