Meiri svikastarfsemi á sumrin 28. júní 2005 00:01 Á sumrin lifnar yfir svikastarfsemi sem beinist að því að svíkja út fé af fyrirtækjum. Svo virðist sem þeim sem stunda þessa iðju treysti því að auðveldara sé að villa um fyrir sumarafleysingafólki heldur en starfsmönnum sem hafa meiri reynslu. Þetta kemur fram á vef Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem stunda svik og pretti af þessu tagi beita sífellt nýjum aðferðum svo erfitt er að varast þá. SVÞ fá fjölmargar ábendingar og beiðnir um aðstoð þegar fyrirtæki hafa lent í klóm fyrirtækja sem stunda fjárplógsstarfsemi. Algengast er að kvartað sé undan skráningarfyrirtækinu European City Guide. Starfsemi European City Guide snýst um að fá fyrirtæki til að samþykkja skráningu í gagnabanka, að því er virðist án endurgjalds, en í smáu letri sem fylgir skilmálum kemur fram að greiða þurfi miklar fúlgur fyrir skráninguna. Reikningar frá fyrirtækinu sem fylgja í kjölfarið koma því óþægilega á óvart. Ef reikningar eru ekki greiddir er skuldurum hótað hörðum innheimtuaðgerðum og ærnum viðbótarkostnaði. SVÞ ráðleggja fyrirtækjum að greiða ekki slíka reikninga nema þau telji sig hafa efnt til skuldanna. Nú berast af því fréttir frá Svíþjóð að European City Guide og þeirra líkar séu farin að beita nýjum aðferðum við svikastarfsemina. Þannig er algengt að hringt sé frá fyrirtæki sem tilkynnir að það vinni fyrir viðskiptavin sem hafi óskað eftir að vera skráður á Netið með sama nafn og fyrirtækið sem hringt er í, en með öðru léni, t.d. www.nonnabud.com (í stað .is). Á meðan samtalinu stendur er fyrirtækinu boðið að kaupa sjálft umrætt netfang (með endingunni .com). Þeir sem samþykkja það komast að því síðar að þeir greiða margfalt hærra verð en ef þeir hefðu gert þetta að eigin frumkvæði. European City Guide er skráð á Spáni. Það er fyrirtækið Silver Stone Management einnig, sem sérhæfir sig í því að svíkja út fjármuni með því að bjóða mikla ávöxtun á peninga með lítilli fyrirhöfn og telja Íslendingum trú um að nú sé tækifærið til að hagnast á sterkri stöðu krónunnar. SVÞ hafa fengið kvörtun frá aðila sem lagði inn þúsundir bandaríkjadala á bankareikning fyrirtækisins í von um skjótfengan gróða en peningarnir hurfu fljótt og ekki hefur enn náðst í fulltrúa fyrirtækisins, sem áður var svo vinsamlegur og hjálpfúsir í símhringingum og bréfasendingum. Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Á sumrin lifnar yfir svikastarfsemi sem beinist að því að svíkja út fé af fyrirtækjum. Svo virðist sem þeim sem stunda þessa iðju treysti því að auðveldara sé að villa um fyrir sumarafleysingafólki heldur en starfsmönnum sem hafa meiri reynslu. Þetta kemur fram á vef Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem stunda svik og pretti af þessu tagi beita sífellt nýjum aðferðum svo erfitt er að varast þá. SVÞ fá fjölmargar ábendingar og beiðnir um aðstoð þegar fyrirtæki hafa lent í klóm fyrirtækja sem stunda fjárplógsstarfsemi. Algengast er að kvartað sé undan skráningarfyrirtækinu European City Guide. Starfsemi European City Guide snýst um að fá fyrirtæki til að samþykkja skráningu í gagnabanka, að því er virðist án endurgjalds, en í smáu letri sem fylgir skilmálum kemur fram að greiða þurfi miklar fúlgur fyrir skráninguna. Reikningar frá fyrirtækinu sem fylgja í kjölfarið koma því óþægilega á óvart. Ef reikningar eru ekki greiddir er skuldurum hótað hörðum innheimtuaðgerðum og ærnum viðbótarkostnaði. SVÞ ráðleggja fyrirtækjum að greiða ekki slíka reikninga nema þau telji sig hafa efnt til skuldanna. Nú berast af því fréttir frá Svíþjóð að European City Guide og þeirra líkar séu farin að beita nýjum aðferðum við svikastarfsemina. Þannig er algengt að hringt sé frá fyrirtæki sem tilkynnir að það vinni fyrir viðskiptavin sem hafi óskað eftir að vera skráður á Netið með sama nafn og fyrirtækið sem hringt er í, en með öðru léni, t.d. www.nonnabud.com (í stað .is). Á meðan samtalinu stendur er fyrirtækinu boðið að kaupa sjálft umrætt netfang (með endingunni .com). Þeir sem samþykkja það komast að því síðar að þeir greiða margfalt hærra verð en ef þeir hefðu gert þetta að eigin frumkvæði. European City Guide er skráð á Spáni. Það er fyrirtækið Silver Stone Management einnig, sem sérhæfir sig í því að svíkja út fjármuni með því að bjóða mikla ávöxtun á peninga með lítilli fyrirhöfn og telja Íslendingum trú um að nú sé tækifærið til að hagnast á sterkri stöðu krónunnar. SVÞ hafa fengið kvörtun frá aðila sem lagði inn þúsundir bandaríkjadala á bankareikning fyrirtækisins í von um skjótfengan gróða en peningarnir hurfu fljótt og ekki hefur enn náðst í fulltrúa fyrirtækisins, sem áður var svo vinsamlegur og hjálpfúsir í símhringingum og bréfasendingum.
Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira