Fleiri fréttir Eyjagos: Fyrsta húsið komið í ljós Fyrsta húsið í Brekkunni í austurbæ Vestmannaeyja sem fór undir gjósku í gosinu 1973 kom í ljós í dag. Uppgröftur húsanna hófst fyrir viku. 26.6.2005 00:01 Fengu leyfi fyrir tjaldbúðunum Skipuleggjendur mótmælabúða við Kárahnjúka hafa nú fengið leyfi heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir tjaldbúðunum að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, helsta hvatamanns aðgerðanna. Þá segist hann búast við að fá leyfi landeigenda í kvöld eða fyrrramálið en landið tilheyrir prestsjörðinni Valþjófsstað. 26.6.2005 00:01 Pyntingar á Austurvelli í dag Íslandsdeild Amnesty International bauð gestum og gangandi upp á pyntingar á Austurvelli í dag. Þar var verið að líkja eftir pyntingum sem fangar í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu verða fyrir af hálfu bandarískra hermanna. 26.6.2005 00:01 Settu sig í spor pyntaðra fanga Íslandsdeild Amnesty International mótmælti pyndingum á Austurvelli í gær. Vegfarandur gátu fengið að reyna á eigin skinni þá meðferð sem fangar í Guantanamo fá. 26.6.2005 00:01 Maður sem leitað var að fundinn Maðurinn sem lýst var eftir á Austurlandi í gær er kominn fram. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði fór hann ranga leið á leið frá Djúpavogi til Egilsstaða í fyrradag og lenti á torfærum vegslóða og festi bíl sinn. 25.6.2005 00:01 Pítsusendill rændur í austurborg Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Maður ógnaði sendlinum með hnífi og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Málið er í rannsókn og er ræningjans leitað. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir í miðborginni grunaðir um ölvun við akstur og einn aðili var tekinn með lítilræði af amfetamíni á sér á Laugaveginum í nótt. 25.6.2005 00:01 Handteknir eftir slagsmál Tveir menn voru vistaðir í fangaklefum lögreglunnar í Keflavík eftir átök við lögreglumenn utan við skemmtistað í bænum í nótt. Í Hafnarfirði voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Sömu sögu er að segja frá Akureyri þar sem nóttin var róleg. Þó var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur. 25.6.2005 00:01 Kuldakasti lokið fyrir norðan Langvarandi kuldakasti á Norður- og Austurlandi virðist vera lokið. Nú er komin sunnanátt með rigningu sunnan heiða en hlýindum og þurrviðri norðanladns og austan. Klukkan níu í morgun var hitinn kominn í þrettán stig á Akureyri, fjórtán á Hallormsstað en hlýjast var á Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa, fimmtán gráður. 25.6.2005 00:01 Gróðursett í tilefni afmælis SÍ 75 trjáplöntur verða gróðursettar nú fyrir hádegi í Vinaskógi í Þingvallasveit í tilefni 75 ára afmælis Skógræktarfélag Íslands. Athöfnin hófst klukkan 10.15 og lýkur laust fyrir klukkan tólf. Þangað er boðið ýmsum ráðamönnum þjóðarinnar er tengjast félaginu, aðilum er starfað hafa í skógræktarfélögunum eða veitt skógræktarfélögunum liðveislu á einn eða annan hátt. 25.6.2005 00:01 Kannar vísbendingar eftir rán Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Hann hafði verið pantaður að fjölbýlishúsi við Hvassaleiti. Í anddyri þess réðst maður vopnaður hnífi að sendlinum og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Ræningjans er leitað en lögreglan telur sig hafa ákveðnar vísbendingar sem verið er að kanna. 25.6.2005 00:01 Aldrei fleiri brautskráðir frá HÍ Fjölmennasta brautskráning í sögu Háskóla Íslands fer fram í Egilshöll í dag og hefst hún klukkan eitt. Þetta er jafnframt 24. og síðasta brautskráning í rektorstíð Páls Skúlasonar. 801 kandídat verður útskrifaður og en sá elsti verður áttræður í haust. Það er Magnús Sigurðsson sem útskrifast með B.A.-próf í íslensku. Þá má geta þess að fyrstu nemendur ljúka nú meistaranámi í fötlunarfræðum og í upplýsinga- og bókasafnsfræðum. 25.6.2005 00:01 Samkvæmistjald við Kárahnjúka Samkvæmistjald hefur nú verið sett upp í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þar eru auk þess komin upp þrjú svefntjöld. Allt hefur verið með friði og spekt og hafa tjaldbúar engar tilraunir gert til að fara inn á vinnusvæðið eða trufla verktaka, samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsaðila með framkvæmdunum. Á heimasíðu mótmælenda voru síðustu fréttir þær að tólf manns væru í tjaldbúðunum. 25.6.2005 00:01 Kosið um skipulagsmál á Nesinu Seltirningar kjósa í dag um skipulagsmál á Hrólfskálamel og Suðurströnd. Valið stendur á milli tveggja tillagna sem nefndar eru tillögur H og S. Samkvæmt tillögu H er gert ráð fyrir gervigrasvelli og blandaðri byggð á Hrólfskálamel, þar sem fyrirtæki er nú, en íbúðabyggð á Suðurströnd fyrir neðan Valhúsaskóla fyrir um 350 íbúa. Í tillögu S er þessu öfugt farið, þ.e. gert er ráð fyrir að gervigrasvelli fyrir neðan Valhúsaskóla en byggð á Hrólfskálamel fyrir um 240 íbúa. 25.6.2005 00:01 Skorti skilning á fjármálum HÍ Páll Skúlason, fráfarandi rektor Háskóla Íslands, sakaði fjármálaráðuneytið um skilningsskort á fjármálum Háskóla Íslands í síðustu brautskráningarræðu sinni í Egilshöll í dag. Páll sagði viðbrögð embættismanna ráðuneytisins við nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um háskólann benda til þess að þeir skildu ekki hvernig standa þyrfti að uppbygginu öflugs rannsóknarháskóla. 25.6.2005 00:01 Leitað vegna meintrar nauðgunar Karlmanns um fimmtugt er nú leitað eftir að kona um þrítugt kom á lögreglustöð í dag og kærði hann fyrir nauðgun. Atburðurinn á að hafa gerst í heimahúsi nálægt miðborg Reykjavíkur milli klukkan eitt og tvö í nótt en karlmaðurinn og konan þekktust. 25.6.2005 00:01 Vísar fullyrðingunum á bug Forstjóri Útlendingastofnunar vísar algerlega á bug fullyrðingum átta hælisleitenda sem saka íslensk stjórnvöld um seinagang í þeirra málum. Hún segir vinnslu mála af þessu tagi oft flókna og taka langan tíma þar sem rangar upplýsingar séu oft gefnar. 25.6.2005 00:01 Ólafur Ragnar í Utah Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er nú í opinberri heimsókn í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Í gær var hann við athöfn í bænum Spanish Fork til heiðurs 16 Íslendingum sem settust þar að fyrir um 150 árum síðan. Í bænum er minnismerki sem ber nöfn landnámsmannana og 410 afkomenda þeirra. 25.6.2005 00:01 Segir lögreglu hafa beitt harðræði Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt þrjá pilta á aldrinum fimmtán til sextán ára við verslun Select í Breiðholti grunaða um að hafa unnið skemmdarverk á húsum í nágrenninu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru piltarnir ölvaðir og einn þeirra með hamar innanklæða. 25.6.2005 00:01 4000 manns á Kirkjudögum Skólavörðuholtið iðaði af lífi í dag í tengslum við Kirkjudaga sem Þjóðkirkjan stendur fyrir. Talið er að um fjögur þúsund manns hafi tekið þátt í dagskránni í dag. Boðið var upp á málstofur, listsýningar og götuleikhús svo fátt eitt sé nefnt. 25.6.2005 00:01 Minni velta á húsnæðismarkaði Velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var rétt rúmlega 2,5 milljarðar og hefur ekki verið minni frá því í ágúst á síðasta ári. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 19,7 milljónir króna. Veltan dróst saman um meira en helming frá vikunni á undan en þá velti húsnæðismarkaður höfuðborgarsvæðisins um 5,6 milljörðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignamats ríkisins. 25.6.2005 00:01 Kínverskar konur á völturunum Kínversku valtarakonurnar hafa vakið óskipta athygli á Kárahnjúkum, enda eru konur innan við tíundi hluti starfsmanna. Einn æðsti stjórnandi á svæðinu er þó kona; verkfræðingur sem jafnframt er verðlaunaður barnabókahöfundur. 25.6.2005 00:01 Segir Ólínu leggja sig í einelti "Engar kvartanir höfðu borist, svo þetta er bara einelti sem heldur áfram," segir Ingibjörg Ingadóttir, enskukennari við Menntaskólann á Ísafirði, um þá ákvörðun Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara að fá óháðan aðila til að fara yfir vorpróf hennar. 25.6.2005 00:01 Sakar stjórnvöld um skilningsskort Páll Skúlason fráfarandi rektor Háskóla Íslands gagnrýndi skilningsskort fjármálaráðuneytis á uppbyggingu rannsóknaháskóla í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í Egilshöll í gær. Þetta var síðasta brautskráning Páls en jafnframt sú fjölmennasta í sögu Háskólans en 801 kandídat var brautskráður. 25.6.2005 00:01 Fóru hringinn á vetnishjóli Japanskir áhugamenn um nýtingu hreinnar orku luku í gær ferð sinni um landið á vetnisknúnu hjóli. "Þetta eru eiginlega ævintýramenn, þeir hafa meðal annars flogið yfir Bandaríkin á sólarknúinni flugvél. Þegar Íslendingar fóru að brölta í vetnisrannsóknum fannst þeim þetta kjörin hugmynd," segir Jón Björn Skúlason frá Íslenskri NýOrku. 25.6.2005 00:01 Seltirningar völdu S-tillögu Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. 25.6.2005 00:01 Fundu konu sem saknað hafði verið Björgunarsveitarmenn úr Húnavatnssýslu fundu fyrir stundu konu sem leitað hefur verið í grennd við Blönduós frá því um miðja nótt. Hún hafði fallið ofan í djúpan skurð og meitt sig þannig að hún komst ekki upp úr honum aftur. Hún var köld og hrakin þegar hún fannst og er nú verið að flytja hana á sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar. 24.6.2005 00:01 Göng undir Almannaskarð opnuð Vaskir verktakar við gerð jarðganga undir Almannaskarð, rétt austan við Höfn í Hornafirði, eru nú að ljúka frágangi við göngin sem formlega verða tekin í notkun í dag. Með vegskálum beggja vegna ganganna eru þau rúmlega 1100 metra löng og nýir vegkaflar beggja vegna eru samtals um fimm kílómetrar. 24.6.2005 00:01 Var ekki með haffærisskírteini Lögreglumenn biðu á bryggjunni þegar handfæra- og línubáturinn Eyjólfur Ólafsson GK kom til Sandgerðis í gærkvöldi eftir að mikil leit hafði verið gerð að bátnum í gær. Það var gert þar sem hann hvarf úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu og ekki náðist samband við hann um talstöð eða síma. Í ljós kom að báturinn hafði farið út fyrir leyfileg mörk, hann hafði ekki haffærisskírteini og hvorugur bátsverja hafði fullgilda lögskráningu á bátinn og voru því ótryggðir. 24.6.2005 00:01 Gæðavodki framleiddur í Borgarnesi Uppsetningu og frágangi á eimi til framleiðslu á sérstökum gæðavodka er nú að ljúka í blöndunarstöð Egils Skallagrímssonar í Borgarnesi. Til þessa hefur farið fram vínblöndun í stöðinni en nú á að framleiða vodka sem sérstaklega er miðaður við stóra, erlenda markaði. Á vef <em>Skessuhorns</em> er haft er eftir Kristmari Ólafssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að vonast sé til að vodkinn verði tilbúinn á markað í september. 24.6.2005 00:01 Rússi á leið heim eftir hnífaatvik Rússneski sjómaðurinn sem fékk hníf í kviðinn um borð í sjóræningjatogara skammt utan við 200 mílna mörkin á Reykjaneshrygg nýverið fer til Rússlands í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn á sínum tíma og gekkst hann undir aðgerð á Landsspítalanum. Undanfarið hefur hann svo dvalið á hóteli í borginni en umboðsmaður skipsins hér á landi keypti flugmiða og flýgur maðurinn því heim á leið í dag. 24.6.2005 00:01 Samið um þróunarsamvinnu Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Srí Lanka var undirritaður í Kólombó, höfuðborg landsins, í morgun. Samningurinn er gerður til fimm ára og nemur framlag Íslands til þróunarstarfs í landinu á þessu ári 75 milljónum króna. Þetta er fyrsta þróunarverkefni Íslands utan Afríku. 24.6.2005 00:01 Tilbúin langt á undan áætlun Vaskir verktakakar við gerð jarðganga undir Almannaskarð, rétt austan við Höfn í Hornafirði, eru nú í óða önn að sópa og snurfusa göngin, sem formlega verða tekin í notkun í dag, langt á undan áætlun. 24.6.2005 00:01 Lá hjálparvana í djúpum skurði Björgunarsveitarmenn úr Húnavatnssýslum fundu á níunda tímanum í morgun húsfreyju af sveitabæ í grennd við Blönduós, þar sem hún lá hjálparvana og hrakin ofan í djúpum skurði. 24.6.2005 00:01 Þungir dómar fyrir amfetamínsmygl Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni til landsins frá Hollandi. 24.6.2005 00:01 Fjölgar í tjaldbúðum fyrir austan Heldur hefur fjölgað í tjaldbúðum mótmælenda að Kárahnjúkum. Birgitta Jónsdóttir, skáld og einn mótmælendanna sem hyggjast halda upp eftir um mánaðamótin næstu, segir um tólf manns vera búna að koma sér fyrir í nokkrum tjöldum. Flytja þurfti búðirnar í gær að ósk Landsvirkjunar og eru þær nú vestan megin við Jöklu, á landi sem er í eigu Egilsstaða. 24.6.2005 00:01 86% Íslendinga nota Netið daglega Hlutfall heimila með nettengingu er hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. 88 prósent Íslendinga nota tölvu og 86 prósent nota Netið nær daglega. 24.6.2005 00:01 12 sveitarfélög þurfa fjárframlag Tólf sveitarfélög í landinu hafa fengið úthlutað aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þess alvarlega fjárhagsvanda sem þau glíma við en úthlutað var úr sjóðnum í vikunni. 24.6.2005 00:01 Farsímaþjónusta dýrust í Noregi Norskir neytendur greiða hærra verð fyrir farsímaþjónustu en Íslendingar samkvæmt mánaðargamalli úttekt breska greiningarfyrirtækisins Teligen sem birt var í vikunni. 24.6.2005 00:01 Reyndu að smygla amfetamíni og LSD Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni og töluverðu magni af LSD til landsins frá Hollandi. Alls voru sakborningarnir í málinu fimm og fengu aðrir tveir sem að málinu komu annars vegar hálfs árs fangelsisdóm og hins vegar fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. 24.6.2005 00:01 Fjárdráttarmáli vísað til lögreglu Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gruns um fjárdrátt starfsmanns Reykjavíkurborgar úr heimilissjóði íbúa á einu þeirra heimila sem ætlað er fötluðum. Þar segir að undanfarið hafi farið fram rannsókn af hálfu Reykjavíkurborgar, meðal annars til þess að athuga hvort tilefni væri til að vísa málinu til lögreglu. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að vísa málinu til lögreglu til frekari rannsóknar. 24.6.2005 00:01 Engar hæfniskröfur gerðar "Ástæðan er einfaldlega sú að lög kveða á um að stöðuna skuli auglýsa með þessum hætti," segir Jón Vilberg Guðjónsson, lögfræðingur hjá Menntamálaráðuneytin um auglýsingu um embætti útvarpsstjóra. 24.6.2005 00:01 Mótmæla stækkun Fríhafnarverslunar Samtök verslunar og þjónustu mótmæla stækkun Fríhafnarkomuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ástæðan er sú að ríkið á og rekur verslunina þótt sérstök stjórn og framkvæmdastjóri stýri rekstrinum í umboði utanríkisráðuneytisins. „Stjórnskipulega er utanríkisráðuneytið eigandi og rekstraraðili stærstu snyrtivöruverslunar landins,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 24.6.2005 00:01 Netnotkun óvíða meiri Rúm 80 prósent allra íslenskra heimila eru tengd internetinu og er það hlutfall það hæsta í gervallri Evrópu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagstofa Íslands hefur gert. 24.6.2005 00:01 Heilsugæslan skilaði afgangi Rekstur Heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsumdæmi skilaði 40,7 milljóna króna afgangi miðað við fjárheimildir á árinu 2004. Svarar það til 1,4 prósenta af heildarútgjöldum stofnananna á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslunni. Þar segir enn fremur að afgangurinn lækki uppsafnaðan halla frá liðnum árum um 13 prósent. 24.6.2005 00:01 Flóttamenn kröfðust aðgerða Flóttamenn sem dvalið hafa á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ undanfarna mánuði fóru í dag í kröfugöngu um Keflavík. Þeir dreifðu bréfi þar sem kemur fram að þeir séu orðnir langþreyttir á seinagangi íslenska kerfisins og að þeim finnist undarlegt að hægt sé að fljúga Bobby Fischer til landsins með íslenskt vegabréf eins og ekkert sé, á meðan umsækjendur um pólitískt hæli húki mánuðum saman algerlega aðgerðalausir án þess að fá nokkra lausn sinna mála. 24.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Eyjagos: Fyrsta húsið komið í ljós Fyrsta húsið í Brekkunni í austurbæ Vestmannaeyja sem fór undir gjósku í gosinu 1973 kom í ljós í dag. Uppgröftur húsanna hófst fyrir viku. 26.6.2005 00:01
Fengu leyfi fyrir tjaldbúðunum Skipuleggjendur mótmælabúða við Kárahnjúka hafa nú fengið leyfi heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir tjaldbúðunum að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, helsta hvatamanns aðgerðanna. Þá segist hann búast við að fá leyfi landeigenda í kvöld eða fyrrramálið en landið tilheyrir prestsjörðinni Valþjófsstað. 26.6.2005 00:01
Pyntingar á Austurvelli í dag Íslandsdeild Amnesty International bauð gestum og gangandi upp á pyntingar á Austurvelli í dag. Þar var verið að líkja eftir pyntingum sem fangar í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu verða fyrir af hálfu bandarískra hermanna. 26.6.2005 00:01
Settu sig í spor pyntaðra fanga Íslandsdeild Amnesty International mótmælti pyndingum á Austurvelli í gær. Vegfarandur gátu fengið að reyna á eigin skinni þá meðferð sem fangar í Guantanamo fá. 26.6.2005 00:01
Maður sem leitað var að fundinn Maðurinn sem lýst var eftir á Austurlandi í gær er kominn fram. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði fór hann ranga leið á leið frá Djúpavogi til Egilsstaða í fyrradag og lenti á torfærum vegslóða og festi bíl sinn. 25.6.2005 00:01
Pítsusendill rændur í austurborg Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Maður ógnaði sendlinum með hnífi og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Málið er í rannsókn og er ræningjans leitað. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir í miðborginni grunaðir um ölvun við akstur og einn aðili var tekinn með lítilræði af amfetamíni á sér á Laugaveginum í nótt. 25.6.2005 00:01
Handteknir eftir slagsmál Tveir menn voru vistaðir í fangaklefum lögreglunnar í Keflavík eftir átök við lögreglumenn utan við skemmtistað í bænum í nótt. Í Hafnarfirði voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Sömu sögu er að segja frá Akureyri þar sem nóttin var róleg. Þó var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur. 25.6.2005 00:01
Kuldakasti lokið fyrir norðan Langvarandi kuldakasti á Norður- og Austurlandi virðist vera lokið. Nú er komin sunnanátt með rigningu sunnan heiða en hlýindum og þurrviðri norðanladns og austan. Klukkan níu í morgun var hitinn kominn í þrettán stig á Akureyri, fjórtán á Hallormsstað en hlýjast var á Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa, fimmtán gráður. 25.6.2005 00:01
Gróðursett í tilefni afmælis SÍ 75 trjáplöntur verða gróðursettar nú fyrir hádegi í Vinaskógi í Þingvallasveit í tilefni 75 ára afmælis Skógræktarfélag Íslands. Athöfnin hófst klukkan 10.15 og lýkur laust fyrir klukkan tólf. Þangað er boðið ýmsum ráðamönnum þjóðarinnar er tengjast félaginu, aðilum er starfað hafa í skógræktarfélögunum eða veitt skógræktarfélögunum liðveislu á einn eða annan hátt. 25.6.2005 00:01
Kannar vísbendingar eftir rán Pítsusendill var rændur í austurborg Reykjavíkur um sexleytið í morgun. Hann hafði verið pantaður að fjölbýlishúsi við Hvassaleiti. Í anddyri þess réðst maður vopnaður hnífi að sendlinum og rændi af honum farsíma og tösku með lítilræði af peningum. Ræningjans er leitað en lögreglan telur sig hafa ákveðnar vísbendingar sem verið er að kanna. 25.6.2005 00:01
Aldrei fleiri brautskráðir frá HÍ Fjölmennasta brautskráning í sögu Háskóla Íslands fer fram í Egilshöll í dag og hefst hún klukkan eitt. Þetta er jafnframt 24. og síðasta brautskráning í rektorstíð Páls Skúlasonar. 801 kandídat verður útskrifaður og en sá elsti verður áttræður í haust. Það er Magnús Sigurðsson sem útskrifast með B.A.-próf í íslensku. Þá má geta þess að fyrstu nemendur ljúka nú meistaranámi í fötlunarfræðum og í upplýsinga- og bókasafnsfræðum. 25.6.2005 00:01
Samkvæmistjald við Kárahnjúka Samkvæmistjald hefur nú verið sett upp í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þar eru auk þess komin upp þrjú svefntjöld. Allt hefur verið með friði og spekt og hafa tjaldbúar engar tilraunir gert til að fara inn á vinnusvæðið eða trufla verktaka, samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsaðila með framkvæmdunum. Á heimasíðu mótmælenda voru síðustu fréttir þær að tólf manns væru í tjaldbúðunum. 25.6.2005 00:01
Kosið um skipulagsmál á Nesinu Seltirningar kjósa í dag um skipulagsmál á Hrólfskálamel og Suðurströnd. Valið stendur á milli tveggja tillagna sem nefndar eru tillögur H og S. Samkvæmt tillögu H er gert ráð fyrir gervigrasvelli og blandaðri byggð á Hrólfskálamel, þar sem fyrirtæki er nú, en íbúðabyggð á Suðurströnd fyrir neðan Valhúsaskóla fyrir um 350 íbúa. Í tillögu S er þessu öfugt farið, þ.e. gert er ráð fyrir að gervigrasvelli fyrir neðan Valhúsaskóla en byggð á Hrólfskálamel fyrir um 240 íbúa. 25.6.2005 00:01
Skorti skilning á fjármálum HÍ Páll Skúlason, fráfarandi rektor Háskóla Íslands, sakaði fjármálaráðuneytið um skilningsskort á fjármálum Háskóla Íslands í síðustu brautskráningarræðu sinni í Egilshöll í dag. Páll sagði viðbrögð embættismanna ráðuneytisins við nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um háskólann benda til þess að þeir skildu ekki hvernig standa þyrfti að uppbygginu öflugs rannsóknarháskóla. 25.6.2005 00:01
Leitað vegna meintrar nauðgunar Karlmanns um fimmtugt er nú leitað eftir að kona um þrítugt kom á lögreglustöð í dag og kærði hann fyrir nauðgun. Atburðurinn á að hafa gerst í heimahúsi nálægt miðborg Reykjavíkur milli klukkan eitt og tvö í nótt en karlmaðurinn og konan þekktust. 25.6.2005 00:01
Vísar fullyrðingunum á bug Forstjóri Útlendingastofnunar vísar algerlega á bug fullyrðingum átta hælisleitenda sem saka íslensk stjórnvöld um seinagang í þeirra málum. Hún segir vinnslu mála af þessu tagi oft flókna og taka langan tíma þar sem rangar upplýsingar séu oft gefnar. 25.6.2005 00:01
Ólafur Ragnar í Utah Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er nú í opinberri heimsókn í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Í gær var hann við athöfn í bænum Spanish Fork til heiðurs 16 Íslendingum sem settust þar að fyrir um 150 árum síðan. Í bænum er minnismerki sem ber nöfn landnámsmannana og 410 afkomenda þeirra. 25.6.2005 00:01
Segir lögreglu hafa beitt harðræði Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt þrjá pilta á aldrinum fimmtán til sextán ára við verslun Select í Breiðholti grunaða um að hafa unnið skemmdarverk á húsum í nágrenninu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru piltarnir ölvaðir og einn þeirra með hamar innanklæða. 25.6.2005 00:01
4000 manns á Kirkjudögum Skólavörðuholtið iðaði af lífi í dag í tengslum við Kirkjudaga sem Þjóðkirkjan stendur fyrir. Talið er að um fjögur þúsund manns hafi tekið þátt í dagskránni í dag. Boðið var upp á málstofur, listsýningar og götuleikhús svo fátt eitt sé nefnt. 25.6.2005 00:01
Minni velta á húsnæðismarkaði Velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var rétt rúmlega 2,5 milljarðar og hefur ekki verið minni frá því í ágúst á síðasta ári. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 19,7 milljónir króna. Veltan dróst saman um meira en helming frá vikunni á undan en þá velti húsnæðismarkaður höfuðborgarsvæðisins um 5,6 milljörðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignamats ríkisins. 25.6.2005 00:01
Kínverskar konur á völturunum Kínversku valtarakonurnar hafa vakið óskipta athygli á Kárahnjúkum, enda eru konur innan við tíundi hluti starfsmanna. Einn æðsti stjórnandi á svæðinu er þó kona; verkfræðingur sem jafnframt er verðlaunaður barnabókahöfundur. 25.6.2005 00:01
Segir Ólínu leggja sig í einelti "Engar kvartanir höfðu borist, svo þetta er bara einelti sem heldur áfram," segir Ingibjörg Ingadóttir, enskukennari við Menntaskólann á Ísafirði, um þá ákvörðun Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara að fá óháðan aðila til að fara yfir vorpróf hennar. 25.6.2005 00:01
Sakar stjórnvöld um skilningsskort Páll Skúlason fráfarandi rektor Háskóla Íslands gagnrýndi skilningsskort fjármálaráðuneytis á uppbyggingu rannsóknaháskóla í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í Egilshöll í gær. Þetta var síðasta brautskráning Páls en jafnframt sú fjölmennasta í sögu Háskólans en 801 kandídat var brautskráður. 25.6.2005 00:01
Fóru hringinn á vetnishjóli Japanskir áhugamenn um nýtingu hreinnar orku luku í gær ferð sinni um landið á vetnisknúnu hjóli. "Þetta eru eiginlega ævintýramenn, þeir hafa meðal annars flogið yfir Bandaríkin á sólarknúinni flugvél. Þegar Íslendingar fóru að brölta í vetnisrannsóknum fannst þeim þetta kjörin hugmynd," segir Jón Björn Skúlason frá Íslenskri NýOrku. 25.6.2005 00:01
Seltirningar völdu S-tillögu Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. 25.6.2005 00:01
Fundu konu sem saknað hafði verið Björgunarsveitarmenn úr Húnavatnssýslu fundu fyrir stundu konu sem leitað hefur verið í grennd við Blönduós frá því um miðja nótt. Hún hafði fallið ofan í djúpan skurð og meitt sig þannig að hún komst ekki upp úr honum aftur. Hún var köld og hrakin þegar hún fannst og er nú verið að flytja hana á sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar. 24.6.2005 00:01
Göng undir Almannaskarð opnuð Vaskir verktakar við gerð jarðganga undir Almannaskarð, rétt austan við Höfn í Hornafirði, eru nú að ljúka frágangi við göngin sem formlega verða tekin í notkun í dag. Með vegskálum beggja vegna ganganna eru þau rúmlega 1100 metra löng og nýir vegkaflar beggja vegna eru samtals um fimm kílómetrar. 24.6.2005 00:01
Var ekki með haffærisskírteini Lögreglumenn biðu á bryggjunni þegar handfæra- og línubáturinn Eyjólfur Ólafsson GK kom til Sandgerðis í gærkvöldi eftir að mikil leit hafði verið gerð að bátnum í gær. Það var gert þar sem hann hvarf úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu og ekki náðist samband við hann um talstöð eða síma. Í ljós kom að báturinn hafði farið út fyrir leyfileg mörk, hann hafði ekki haffærisskírteini og hvorugur bátsverja hafði fullgilda lögskráningu á bátinn og voru því ótryggðir. 24.6.2005 00:01
Gæðavodki framleiddur í Borgarnesi Uppsetningu og frágangi á eimi til framleiðslu á sérstökum gæðavodka er nú að ljúka í blöndunarstöð Egils Skallagrímssonar í Borgarnesi. Til þessa hefur farið fram vínblöndun í stöðinni en nú á að framleiða vodka sem sérstaklega er miðaður við stóra, erlenda markaði. Á vef <em>Skessuhorns</em> er haft er eftir Kristmari Ólafssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að vonast sé til að vodkinn verði tilbúinn á markað í september. 24.6.2005 00:01
Rússi á leið heim eftir hnífaatvik Rússneski sjómaðurinn sem fékk hníf í kviðinn um borð í sjóræningjatogara skammt utan við 200 mílna mörkin á Reykjaneshrygg nýverið fer til Rússlands í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn á sínum tíma og gekkst hann undir aðgerð á Landsspítalanum. Undanfarið hefur hann svo dvalið á hóteli í borginni en umboðsmaður skipsins hér á landi keypti flugmiða og flýgur maðurinn því heim á leið í dag. 24.6.2005 00:01
Samið um þróunarsamvinnu Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Srí Lanka var undirritaður í Kólombó, höfuðborg landsins, í morgun. Samningurinn er gerður til fimm ára og nemur framlag Íslands til þróunarstarfs í landinu á þessu ári 75 milljónum króna. Þetta er fyrsta þróunarverkefni Íslands utan Afríku. 24.6.2005 00:01
Tilbúin langt á undan áætlun Vaskir verktakakar við gerð jarðganga undir Almannaskarð, rétt austan við Höfn í Hornafirði, eru nú í óða önn að sópa og snurfusa göngin, sem formlega verða tekin í notkun í dag, langt á undan áætlun. 24.6.2005 00:01
Lá hjálparvana í djúpum skurði Björgunarsveitarmenn úr Húnavatnssýslum fundu á níunda tímanum í morgun húsfreyju af sveitabæ í grennd við Blönduós, þar sem hún lá hjálparvana og hrakin ofan í djúpum skurði. 24.6.2005 00:01
Þungir dómar fyrir amfetamínsmygl Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni til landsins frá Hollandi. 24.6.2005 00:01
Fjölgar í tjaldbúðum fyrir austan Heldur hefur fjölgað í tjaldbúðum mótmælenda að Kárahnjúkum. Birgitta Jónsdóttir, skáld og einn mótmælendanna sem hyggjast halda upp eftir um mánaðamótin næstu, segir um tólf manns vera búna að koma sér fyrir í nokkrum tjöldum. Flytja þurfti búðirnar í gær að ósk Landsvirkjunar og eru þær nú vestan megin við Jöklu, á landi sem er í eigu Egilsstaða. 24.6.2005 00:01
86% Íslendinga nota Netið daglega Hlutfall heimila með nettengingu er hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. 88 prósent Íslendinga nota tölvu og 86 prósent nota Netið nær daglega. 24.6.2005 00:01
12 sveitarfélög þurfa fjárframlag Tólf sveitarfélög í landinu hafa fengið úthlutað aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þess alvarlega fjárhagsvanda sem þau glíma við en úthlutað var úr sjóðnum í vikunni. 24.6.2005 00:01
Farsímaþjónusta dýrust í Noregi Norskir neytendur greiða hærra verð fyrir farsímaþjónustu en Íslendingar samkvæmt mánaðargamalli úttekt breska greiningarfyrirtækisins Teligen sem birt var í vikunni. 24.6.2005 00:01
Reyndu að smygla amfetamíni og LSD Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni og töluverðu magni af LSD til landsins frá Hollandi. Alls voru sakborningarnir í málinu fimm og fengu aðrir tveir sem að málinu komu annars vegar hálfs árs fangelsisdóm og hins vegar fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. 24.6.2005 00:01
Fjárdráttarmáli vísað til lögreglu Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gruns um fjárdrátt starfsmanns Reykjavíkurborgar úr heimilissjóði íbúa á einu þeirra heimila sem ætlað er fötluðum. Þar segir að undanfarið hafi farið fram rannsókn af hálfu Reykjavíkurborgar, meðal annars til þess að athuga hvort tilefni væri til að vísa málinu til lögreglu. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að vísa málinu til lögreglu til frekari rannsóknar. 24.6.2005 00:01
Engar hæfniskröfur gerðar "Ástæðan er einfaldlega sú að lög kveða á um að stöðuna skuli auglýsa með þessum hætti," segir Jón Vilberg Guðjónsson, lögfræðingur hjá Menntamálaráðuneytin um auglýsingu um embætti útvarpsstjóra. 24.6.2005 00:01
Mótmæla stækkun Fríhafnarverslunar Samtök verslunar og þjónustu mótmæla stækkun Fríhafnarkomuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ástæðan er sú að ríkið á og rekur verslunina þótt sérstök stjórn og framkvæmdastjóri stýri rekstrinum í umboði utanríkisráðuneytisins. „Stjórnskipulega er utanríkisráðuneytið eigandi og rekstraraðili stærstu snyrtivöruverslunar landins,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 24.6.2005 00:01
Netnotkun óvíða meiri Rúm 80 prósent allra íslenskra heimila eru tengd internetinu og er það hlutfall það hæsta í gervallri Evrópu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagstofa Íslands hefur gert. 24.6.2005 00:01
Heilsugæslan skilaði afgangi Rekstur Heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsumdæmi skilaði 40,7 milljóna króna afgangi miðað við fjárheimildir á árinu 2004. Svarar það til 1,4 prósenta af heildarútgjöldum stofnananna á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslunni. Þar segir enn fremur að afgangurinn lækki uppsafnaðan halla frá liðnum árum um 13 prósent. 24.6.2005 00:01
Flóttamenn kröfðust aðgerða Flóttamenn sem dvalið hafa á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ undanfarna mánuði fóru í dag í kröfugöngu um Keflavík. Þeir dreifðu bréfi þar sem kemur fram að þeir séu orðnir langþreyttir á seinagangi íslenska kerfisins og að þeim finnist undarlegt að hægt sé að fljúga Bobby Fischer til landsins með íslenskt vegabréf eins og ekkert sé, á meðan umsækjendur um pólitískt hæli húki mánuðum saman algerlega aðgerðalausir án þess að fá nokkra lausn sinna mála. 24.6.2005 00:01