Innlent

Engar hæfniskröfur gerðar

"Ástæðan er einfaldlega sú að lög kveða á um að stöðuna skuli auglýsa með þessum hætti," segir Jón Vilberg Guðjónsson, lögfræðingur hjá Menntamálaráðuneytinu. Embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins hefur nú verið formlega auglýst laust til umsóknar eftir að núverandi útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, var skipaður sendiherra Íslands í Kanada. Skipað er í embættið til fimm ára en athygli vekur að engar kröfur eru gerðar um menntun eða reynslu til starfans. Er hugmyndin með lögunum sú að útiloka þannig engan frá því að sækja um stöðuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×