Innlent

Farsímaþjónusta dýrust í Noregi

Norskir neytendur greiða hærra verð fyrir farsímaþjónustu en Íslendingar samkvæmt mánaðargamalli úttekt breska greiningarfyrirtækisins Teligen sem birt var í vikunni. Kemur þar fram að dýrast er að nota farsíma í Noregi af Norðurlandaþjóðunum. Ísland kemur þar næst og síðan Finnar, Svíar og að lokum Danir sem reyndust ódýrastir. Könnunin sýndi einnig að meðalkostnaður vegna heimilissíma hérlendis er lægstur meðal Evrópuþjóða og kostnaður fyrirtækja af fastlínusímum sá næstlægsti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×