Innlent

Mótmæla stækkun Fríhafnarverslunar

Samtök verslunar og þjónustu mótmæla stækkun Fríhafnarkomuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ástæðan er sú að ríkið á og rekur verslunina þótt sérstök stjórn og framkvæmdastjóri stýri rekstrinum í umboði utanríkisráðuneytisins. „Stjórnskipulega er utanríkisráðuneytið eigandi og rekstraraðili stærstu snyrtivöruverslunar landins,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þetta telja þau óþolandi samkeppni ríkisins við innlenda verslun og hana beri að tafarlaust að leggja af í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna í stað þess að stækka verslunina enn frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×