Innlent

12 sveitarfélög þurfa fjárframlag

Tólf sveitarfélög í landinu hafa fengið úthlutað aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þess alvarlega fjárhagsvanda sem þau glíma við en úthlutað var úr sjóðnum í vikunni. Snæfellsbær, Vestmannaeyjabær og sveitarfélagið Hornafjörður fengu hæstu framlögin en Jöfnunarsjóður hefur um 200 milljónir til ráðstöfunar til að aðstoða þær byggðir sem höllustum fæti standa. Lárus Bollason hjá Félagsmálaráðuneytinu segir að öll þau sveitarfélög sem nú fengu úthlutað eigi það sameiginlegt að hafa öll glímt við hallarekstur um langan tíma. "Við förum yfir stöðu allra sveitarfélaga og þar sérstaklega tekið tillit til þátta eins og hvort viðvarandi rekstarvandi hafi verið til staðar og hvernig núverandi skuldastaða væri og úthlutað í samræmi við þær niðurstöður. Ennfremur fórum við yfir hvort viðkomandi sveitarfélög væru að fullnýta útsvarsheimildir og þau tólf sem hér um ræðir eru með þá heimild í botni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×