Innlent

Ólafur Ragnar í Utah

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er nú í opinberri heimsókn í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Í gær var hann við athöfn í bænum Spanish Fork til heiðurs 16 Íslendingum sem settust þar að fyrir um 150 árum síðan. Í bænum er minnismerki sem ber nöfn landnámsmannana og 410 afkomenda þeirra. Með Ólafi við athöfnina var Gordon B. Hinckley sem er forseti kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu þar vestra. Allir íslensku landnámsmennirnir voru einmitt mormónar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×