Seltirningar völdu S-tillögu 25. júní 2005 00:01 Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. S-tillaga gerir ráð fyrir að gervigrasvöllurinn kæmi vestan við íþróttamiðstöðina við Suðurströnd og að á Hrólfsskálamel verði byggðar 90 nýjar íbúðir fyrir um það bil 240 íbúa. H-tillagan gerði hinsvegar ráð fyrir því að gervigrasvöllurinn yrði settur niður á Hrólfsskálamel og að íbúðarbyggð yrði reist þar sem S-tillaga gerir ráð fyrir vellinum. Samkvæmt H-tillögunni yrðu byggðar 130 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um 350 íbúa. Þegar blaðið fór í prentun var búið að telja um tvo þriðju hluta greiddra atkvæða og hafði S-tillagan hlotið um 56 prósent gegn um 42 prósentum H-tillögunnar. Um 52 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði. Gervigrasvöllurinn verður því þar sem malarvöllurinn er nú, sunnan við Valhúsaskóla og vestan við íþróttamiðstöðina. Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir bæjarstjórn. "Ég gleðst mjög yfir þessu," segir Þór Whitehead, ötull stuðningsmaður S-tillögunnar. "Þarna kemur fram vilji fólksins, ef úrslit ráðast eins og fyrstu tölur benda til." Þá segist Þór einnig fagna hversu margir tóku þátt í kosningunni og skynsemin hafi sigrað í baráttunni fyrir betra skipulagi á Seltjarnarnesi. "Við lítum svo að þessi barátta, sem hófst í fyrra gegn skipulagstillögum sem bæjarstjórnin hafði sameinast um, hafi skilað lokaárangri í þessum úrslitum." Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. S-tillaga gerir ráð fyrir að gervigrasvöllurinn kæmi vestan við íþróttamiðstöðina við Suðurströnd og að á Hrólfsskálamel verði byggðar 90 nýjar íbúðir fyrir um það bil 240 íbúa. H-tillagan gerði hinsvegar ráð fyrir því að gervigrasvöllurinn yrði settur niður á Hrólfsskálamel og að íbúðarbyggð yrði reist þar sem S-tillaga gerir ráð fyrir vellinum. Samkvæmt H-tillögunni yrðu byggðar 130 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um 350 íbúa. Þegar blaðið fór í prentun var búið að telja um tvo þriðju hluta greiddra atkvæða og hafði S-tillagan hlotið um 56 prósent gegn um 42 prósentum H-tillögunnar. Um 52 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði. Gervigrasvöllurinn verður því þar sem malarvöllurinn er nú, sunnan við Valhúsaskóla og vestan við íþróttamiðstöðina. Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir bæjarstjórn. "Ég gleðst mjög yfir þessu," segir Þór Whitehead, ötull stuðningsmaður S-tillögunnar. "Þarna kemur fram vilji fólksins, ef úrslit ráðast eins og fyrstu tölur benda til." Þá segist Þór einnig fagna hversu margir tóku þátt í kosningunni og skynsemin hafi sigrað í baráttunni fyrir betra skipulagi á Seltjarnarnesi. "Við lítum svo að þessi barátta, sem hófst í fyrra gegn skipulagstillögum sem bæjarstjórnin hafði sameinast um, hafi skilað lokaárangri í þessum úrslitum."
Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira