Fleiri fréttir Varnarviðræður innan nokkurra daga Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. 24.6.2005 00:01 Alvarlegt samkeppnisbrot Símans Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman ólíka þjónustuhætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu "Allt saman" tilboði. Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs skekkti Landssíminn á alvarlegan hátt samkeppni á markaði og misnotaði markaðsráðandi stöðu sína. 24.6.2005 00:01 Seltirningar kjósa í dag Í dag gefst Seltirningum kostur á að kjósa um tvær skipulagstillögur sem settar hafa verið fram um framkvæmdir á svæðinu við Suðurströnd og Hrólfsskálamel við miðbæinn. Kosningin fer fram í Valhúsaskóla og opnar kjörstaður klukkan níu í morgunsárið en lokar klukkan tíu í kvöld.</font /> 24.6.2005 00:01 Prestar vilja gifta samkynhneigða "Við fögnum því að þjóðkirkjan sé að svara kalli tímans," segir Sigursteinn Másson varaformaður Samtakana 78 vegna þeirrar óskar sem biskupi Íslands barst í gær á prestastefnunni sem nú er haldin um að þjóðkirkjan komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra para með hliðstæðum hætti og hjá gagnkynhneigðum. 24.6.2005 00:01 Lögregla lýsir eftir manni Lögreglan lýsir eftir Hafsteini Eðvarðssyni. Síðast er vitað um ferðir Hafsteins við Djúpavog um klukkan fjögur í gær. Talið var að hann væri á leið til Egilsstaða. Hafsteinn, sem er fertugur, var á jeppabifreið af gerðinni Kia Sportage, ljósgrárri að lit. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hafsteins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Fáskrúðsfirði. 24.6.2005 00:01 Dæmd fyrir kókaínsmygl í hárkollu Erlend kona á sjötugsaldri var í dag dæmd í eins og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa flutt inn kókaín sem falið var í hárkollu sem hún bar. 24.6.2005 00:01 Aðgerðir gegn hallarekstri Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti í gær tillögur til þess að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Ráðið skipaði jafnframt starfshóp sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar og og Félagsvísinda- og langadeildar skólans. 24.6.2005 00:01 Framtíðin ekki endilega á Hlemmi Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstar- og þjónustusviðs lögreglunnar í Reykjavík, varpaði fram þeirri hugmynd á fundi um skipulagsmál við Hlemm í vikunni að lögreglustöðin gæti vel flutt sig um set ef þurfa þætti. 24.6.2005 00:01 Mótmæltu seinagangi kerfisins Átta flóttamenn frá fjölmörgum löndum mótmæltu á götum Reykjanesbæjar í dag. Þeir hafa dvalið á gistiheimili í bænum undanfarna mánuði og mótmæla seinagangi kerfisins; segja íslensk stjórnvöld ekki líta á sig sem mannverur. 24.6.2005 00:01 Lögmaður borgi sex milljónir Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík þarf að greiða verðbréfafyrirtæki 6 milljónir króna, auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málskostnað, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. 24.6.2005 00:01 Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli Fjórir voru fengu fangelsisdóma í seinni hluta svonefnds Dettifossmáls í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þyngstu dómarnir námu sex og hálfu og sex árum. Þá fékk maður hálfsársdóm, kona fjóra mánuði skilorðsbundna og einn fékk 40 þúsund króna sekt. Smyglararnir þurfa að borga fyrir efnarannsókn á eiturlyfjunum sem þeir voru gripnir með. 24.6.2005 00:01 Borgin bætir stuld af fötluðum Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að vísa til lögreglu meintum fjárdrætti starfsmanns borgarinnar úr heimilissjóði íbúa á heimili ætluðu fötluðum. 24.6.2005 00:01 Söngur dans og leikur Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hófust í gær á Skólavörðuholti í Reykjavík og standa áfram með fjölbreyttri dagskrá í dag, frá hádegi fram til klukkan sex. Í boði er margvísleg skemmtan fyrir börn og unglinga, auk þess sem fjöldi hópa kynnir kirkjustarf sitt. 24.6.2005 00:01 Grænar baunir og torfæra Um þessar mundir standa nokkur bæjar- og sveitarfélög fyrir uppákomum um helgina sem laðað geta að ferðamenn. Til dæmis eru hátíðarhöld á Bíldudal og á Flúðum. 24.6.2005 00:01 Bílstjórar sjá ekki merkin Lögreglan í Ólafsvík tók tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur, á vegaköflum þar sem vegaframkvæmdir stóðu yfir og búið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund, eftir kvöldmat á fimmtudag. Nokkuð var um að rúður brotnuðu í bílum vegna grjótkasts. 24.6.2005 00:01 Fékk refsilækkun fyrir aðstoðina 64 ára gömul hollensk kona sem gripin var í Leifsstöð með 759 grömm af kókíni falin í sérsaumaðri hárkollu fékk refsingu mildaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, vegna þess hve hún var samvinnuþýð við lögreglu. Konan var dæmd í eins og hálfs árs fangelsi. 24.6.2005 00:01 Kona lá í skurði fram á morgun Um klukkan átta í gærmorgun fannst kona um fimmtugt sem horfið hafi heiman frá sér á bæ í nágrenni Blönduóss eftir miðnætti kvöldið áður. Konan, sem átt hefur við vanheilsu að stríða, gerði sjálf vart við sig þar sem hún lá í skurði um 150 metra frá heimili sínu. 24.6.2005 00:01 Fylgi Framsóknar fimm prósent Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er minna en fimm prósent samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Í könnuninni mældist fylgi flokksins í sögulegu lágmarki eða átta og hálfu prósenti á landsvísu sem er minna en helmingur af kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum. 24.6.2005 00:01 Ársfundi hvalveiðiráðsins lokið 24.6.2005 00:01 Vill kosningar um stækkun álvers Alcan á að leggja til hliðar áform sín um að stækka álverið í Straumsvík. Þetta segir umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Stækkunin gæti orðið að pólitísku hitamáli, en fulltrúi í umhverfisnefnd vill að bæjarbúar kjósi um hana í haust. 24.6.2005 00:01 Neyðast til að kveðja í kyrrþey Kostnaður vegna jarðarfara og erfidrykkju er orðinn svo mikill að margir neyðast til að kveðja látna ástvini í kyrrþey. Kirkjan segir það óheillaþróun að jarðarfarir reynist mörgum fjárhagslegur baggi. 24.6.2005 00:01 Hugsanlegt að áminna forstöðumenn Fjármálaráðherra segir að til greina komi að áminna forstöðumenn stofnana, sem fara fram úr á fjárlögum, en ekki að frysta launagreiðslur til þeirra, eins og lagt er til í skýrslu Ríkisendurskoðanda. 24.6.2005 00:01 Umferðaröryggi eykst með göngum Umferðaröryggi á Suðausturlandi jókst til muna í dag þegar göng undir Almannaskarð voru opnuð. Verkið kostaði minna en gert var ráð fyrir og lauk rúmum þremur mánuðum á undan áætlun. 24.6.2005 00:01 Flóttamenn mótmæla Níu flóttamenn sem dvelja á tveimur gistiheimilum í Reykjanesbæ mótmæltu í gær meðferð íslenskra stjórnvalda á þeim. Flóttamennirnir, sem allir hafa sótt um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi, segja aðbúnað sinn lélegan og undrast hversu hægt gangi að vinna úr þeirra málum. 24.6.2005 00:01 Refaferðir á Vestfjörðum eftir ár Skipulagðar refaferðir verða boðnar í fyrsta skipti á Íslandi næsta sumar. Áfangastaðurinn er Vestfirðir, þar sem þá flesta er að finna, um eitt hundrað talsins. Þessi spöku dýr sem kunna vel að meta þegar að þeim er réttur harðfiskur eða pylsur. 24.6.2005 00:01 Eldur í húsi við Grettisgötu Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang eftir að mikill eldur gaus upp í tvílyftu bakhúsi við Grettisgötu laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið, sem er járnklætt timburhús, nær alelda. 23.6.2005 00:01 Sama konan í tveimur ránum? Flest bendir til að ein og sama unga og ljóshærða konan hafi staðið að tveimur ránum á höfuðborgarsvæinu seint í gærkvöldi. Fyrst ógnaði hún starfsstúlku á American Style í Kópavogi með steikarhnífi á tólfta tímanum í gærkvöldi og heimtaði peninga. 23.6.2005 00:01 Gagnrýnir útboð Herjólfs Grímur Gíslason, fyrrverandi formaður Herjólfs, gagnrýnir vinnubrögð Vegagerðarinnar vegna útboðs Herjólfs árið 2000. Vegagerðin neitaði honum sífellt um gögn um tilboð Samskipa og Herjólfs í reksturinn þar til úrskurðarnefnd um upplýsingamál skipaði henni að afhenda þau. 23.6.2005 00:01 Meira en 10% af landsframleiðslu Ísland er eitt sex ríkja innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála nema meira en tíu prósentum af landsframleiðslu. Meðalútgjöld til heilbrigðismála á hvern einstakling hér á landi eru um 200 þúsund krónur á ári og alls nema útgjöld til málaflokksins 10,5 prósentum af landsframleiðslu. 23.6.2005 00:01 Aron Pálmi: Nefndinni sent erindi Stuðningsnefnd Arons Pálma Ágústssonar hefur sent náðunar- og reynslulausnarnefnd Texasfylkis sérstakt erindi þar sem þess er farið á leit að fyrirtaka á máli Arons Pálma verði flýtt, honum veitt ferðafrelsi og leyft að fara til Íslands sem fyrst. 23.6.2005 00:01 59% samþykktu kjarasamninginn Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur samþykkt kjarasamning félagsins við Hafnarfjarðarbæ með tæplega 60% greiddra atkvæða. Um 20 % félagsmanna, eða 113 manns, tóku þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn. Atkvæði fóru þannig: Já sögðu 67 eða 59%, nei sögðu 45 eða 40%, einn seðill var auður eða 1%. 23.6.2005 00:01 Friðarumleitanir efst á baugi Friðarumleitanir í Miðausturlöndum verða efst á baugi á fundi utanríkisráðherra átta stærstu iðnríkja heims sem hófst í Lundúnum í morgun. Fundurinn fylgir í kjölfar heimsóknar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Miðausturlanda en líklegt þykir að áform Ísraela um brottflutning frá Gaza-svæðinu verði aðallega rædd. 23.6.2005 00:01 Enn óvíst um eldsupptök Enn er allt á huldu um eldsupptök í bakhúsi við Grettisgötu sem stórskemmdist í eldi í nótt en rannsókn er haldið áfram. 23.6.2005 00:01 Eitt tjald risið við Kárahnjúka Aðeins eitt tjald virðist risið við Kárahnjúka þar sem mótælendur sögðust ætla að reisa tjaldbúðir. Kalt hefur verið á Kárahnjúkum undanfarna daga og hitinn þar var aðeins um tvær gráður í nótt. 23.6.2005 00:01 Ágúst fagnar niðurstöðunni Nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar fagnar niðurstöðu framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um að ekkert hafi verið málum blandið varðandi kosningar á landsfundi flokksins. Hörð gagnrýni kom fram á varaformannskosningarnar á landsfundinum. 23.6.2005 00:01 Peningar hrannast upp hjá öðrum Á sama tíma og rekstrarhalli margra ríkisstofnana hleðst upp ár frá ári vegna útgjalda umfram heimildir í fjárlögum hrannast upp peningar hjá öðrum ríkisstofnunum sem ár eftir ár fá fjárveitingar langt umfram fjárþörf. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðanda um framkvæmd fjárlaga. 23.6.2005 00:01 Dæmdur til 300 þúsund króna sektar Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til 300 þúsund króna sektar fyrir að hafa í fórum sínum tæp þrjú grömm af kókaíni og ríflega hálft gramm af amfetamíni, auk þess að hafa ítrekað gerst sekur um umferðalagabrot. Þá var maðurinn einnig sviptur ökuleyfi í tvö ár. 23.6.2005 00:01 Forkastanlegar ábendingar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir ábendingar Ríkisendurskoðunar um að breyta þurfi lögum um réttindi og skyldur, svo frysta megi launagreiðslur starfsmanna þeirra stofnana sem fari fram úr fjárlagaheimildum, vera forkastanlegar. 23.6.2005 00:01 Konan fundin Ung kona sem framdi tvö vopnuð rán um miðnæturbil í gærkvöldi er komin í leitirnar. Þá hefur lögreglan einnig haft hendur í hári manns sem hótaði starfsmanni Lyfs og heilsu við Háaleitisbraut fyrir helgi. Konan notaðist við sprautunál í öðru ráninu í gær líkt og maðurinn gerði. 23.6.2005 00:01 Björgunarbátur kallaður út í Eyjum Björgunarbáturinn Þór frá Vestmannaeyjum var kallaður út klukkan 12.37 til að aðstoða bát sem fengið hafði mikinn sjó um borð við Stóraörn. Þór var kominn að bátnum rúmum stundarfjórðungi síðar og dró hann til hafnar. 23.6.2005 00:01 Þróunarsamvinna við Srí Lanka Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Srí Lanka var undirritaður í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Samningurinn er til fimm ára og nemur framlag Íslands til þróunarstarfs í landinu á þessu ári 75 milljónum króna. 23.6.2005 00:01 Farþegum fjölgaði um 16,1% Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 16,1% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 11,5% á milli ára, eru nú 484 þúsund en voru 434 þúsund á sama tíma í fyrra. 23.6.2005 00:01 Engin ástæða til að óttast skort Lambakjötsbirgðir í landinu eru nægar til að anna eftirspurn þangað til ferskt kjöt kemur aftur á markaðinn í september að mati sérfræðinga hjá Bændasamtökunum og engin ástæða til að óttast skort í sumar. 23.6.2005 00:01 Ahern og Davíð ræddust við Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands og sérlegur fullrúi Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hittust að máli í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis. Ahern er staddur hér á landi til að ræða við íslensk stjórnvöld um fyrirhugaðar endurbætur á Sameinuðu þjóðunum. 23.6.2005 00:01 Gæslumenn framtíðarinnar Heppnir og áhugasamir tíundubekkingar um land allt eru nú sem fyrr varðskipsnemar hjá Landhelgisgæslunni. Á dögunum kom varðskipið Týr í höfn í Reykjavík með sex krakka sem dvalið höfðu um borð í fimmtán daga. 23.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Varnarviðræður innan nokkurra daga Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. 24.6.2005 00:01
Alvarlegt samkeppnisbrot Símans Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman ólíka þjónustuhætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu "Allt saman" tilboði. Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs skekkti Landssíminn á alvarlegan hátt samkeppni á markaði og misnotaði markaðsráðandi stöðu sína. 24.6.2005 00:01
Seltirningar kjósa í dag Í dag gefst Seltirningum kostur á að kjósa um tvær skipulagstillögur sem settar hafa verið fram um framkvæmdir á svæðinu við Suðurströnd og Hrólfsskálamel við miðbæinn. Kosningin fer fram í Valhúsaskóla og opnar kjörstaður klukkan níu í morgunsárið en lokar klukkan tíu í kvöld.</font /> 24.6.2005 00:01
Prestar vilja gifta samkynhneigða "Við fögnum því að þjóðkirkjan sé að svara kalli tímans," segir Sigursteinn Másson varaformaður Samtakana 78 vegna þeirrar óskar sem biskupi Íslands barst í gær á prestastefnunni sem nú er haldin um að þjóðkirkjan komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra para með hliðstæðum hætti og hjá gagnkynhneigðum. 24.6.2005 00:01
Lögregla lýsir eftir manni Lögreglan lýsir eftir Hafsteini Eðvarðssyni. Síðast er vitað um ferðir Hafsteins við Djúpavog um klukkan fjögur í gær. Talið var að hann væri á leið til Egilsstaða. Hafsteinn, sem er fertugur, var á jeppabifreið af gerðinni Kia Sportage, ljósgrárri að lit. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hafsteins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Fáskrúðsfirði. 24.6.2005 00:01
Dæmd fyrir kókaínsmygl í hárkollu Erlend kona á sjötugsaldri var í dag dæmd í eins og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa flutt inn kókaín sem falið var í hárkollu sem hún bar. 24.6.2005 00:01
Aðgerðir gegn hallarekstri Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti í gær tillögur til þess að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Ráðið skipaði jafnframt starfshóp sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar og og Félagsvísinda- og langadeildar skólans. 24.6.2005 00:01
Framtíðin ekki endilega á Hlemmi Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstar- og þjónustusviðs lögreglunnar í Reykjavík, varpaði fram þeirri hugmynd á fundi um skipulagsmál við Hlemm í vikunni að lögreglustöðin gæti vel flutt sig um set ef þurfa þætti. 24.6.2005 00:01
Mótmæltu seinagangi kerfisins Átta flóttamenn frá fjölmörgum löndum mótmæltu á götum Reykjanesbæjar í dag. Þeir hafa dvalið á gistiheimili í bænum undanfarna mánuði og mótmæla seinagangi kerfisins; segja íslensk stjórnvöld ekki líta á sig sem mannverur. 24.6.2005 00:01
Lögmaður borgi sex milljónir Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík þarf að greiða verðbréfafyrirtæki 6 milljónir króna, auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málskostnað, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. 24.6.2005 00:01
Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli Fjórir voru fengu fangelsisdóma í seinni hluta svonefnds Dettifossmáls í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þyngstu dómarnir námu sex og hálfu og sex árum. Þá fékk maður hálfsársdóm, kona fjóra mánuði skilorðsbundna og einn fékk 40 þúsund króna sekt. Smyglararnir þurfa að borga fyrir efnarannsókn á eiturlyfjunum sem þeir voru gripnir með. 24.6.2005 00:01
Borgin bætir stuld af fötluðum Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að vísa til lögreglu meintum fjárdrætti starfsmanns borgarinnar úr heimilissjóði íbúa á heimili ætluðu fötluðum. 24.6.2005 00:01
Söngur dans og leikur Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hófust í gær á Skólavörðuholti í Reykjavík og standa áfram með fjölbreyttri dagskrá í dag, frá hádegi fram til klukkan sex. Í boði er margvísleg skemmtan fyrir börn og unglinga, auk þess sem fjöldi hópa kynnir kirkjustarf sitt. 24.6.2005 00:01
Grænar baunir og torfæra Um þessar mundir standa nokkur bæjar- og sveitarfélög fyrir uppákomum um helgina sem laðað geta að ferðamenn. Til dæmis eru hátíðarhöld á Bíldudal og á Flúðum. 24.6.2005 00:01
Bílstjórar sjá ekki merkin Lögreglan í Ólafsvík tók tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur, á vegaköflum þar sem vegaframkvæmdir stóðu yfir og búið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund, eftir kvöldmat á fimmtudag. Nokkuð var um að rúður brotnuðu í bílum vegna grjótkasts. 24.6.2005 00:01
Fékk refsilækkun fyrir aðstoðina 64 ára gömul hollensk kona sem gripin var í Leifsstöð með 759 grömm af kókíni falin í sérsaumaðri hárkollu fékk refsingu mildaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, vegna þess hve hún var samvinnuþýð við lögreglu. Konan var dæmd í eins og hálfs árs fangelsi. 24.6.2005 00:01
Kona lá í skurði fram á morgun Um klukkan átta í gærmorgun fannst kona um fimmtugt sem horfið hafi heiman frá sér á bæ í nágrenni Blönduóss eftir miðnætti kvöldið áður. Konan, sem átt hefur við vanheilsu að stríða, gerði sjálf vart við sig þar sem hún lá í skurði um 150 metra frá heimili sínu. 24.6.2005 00:01
Fylgi Framsóknar fimm prósent Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er minna en fimm prósent samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Í könnuninni mældist fylgi flokksins í sögulegu lágmarki eða átta og hálfu prósenti á landsvísu sem er minna en helmingur af kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum. 24.6.2005 00:01
Vill kosningar um stækkun álvers Alcan á að leggja til hliðar áform sín um að stækka álverið í Straumsvík. Þetta segir umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Stækkunin gæti orðið að pólitísku hitamáli, en fulltrúi í umhverfisnefnd vill að bæjarbúar kjósi um hana í haust. 24.6.2005 00:01
Neyðast til að kveðja í kyrrþey Kostnaður vegna jarðarfara og erfidrykkju er orðinn svo mikill að margir neyðast til að kveðja látna ástvini í kyrrþey. Kirkjan segir það óheillaþróun að jarðarfarir reynist mörgum fjárhagslegur baggi. 24.6.2005 00:01
Hugsanlegt að áminna forstöðumenn Fjármálaráðherra segir að til greina komi að áminna forstöðumenn stofnana, sem fara fram úr á fjárlögum, en ekki að frysta launagreiðslur til þeirra, eins og lagt er til í skýrslu Ríkisendurskoðanda. 24.6.2005 00:01
Umferðaröryggi eykst með göngum Umferðaröryggi á Suðausturlandi jókst til muna í dag þegar göng undir Almannaskarð voru opnuð. Verkið kostaði minna en gert var ráð fyrir og lauk rúmum þremur mánuðum á undan áætlun. 24.6.2005 00:01
Flóttamenn mótmæla Níu flóttamenn sem dvelja á tveimur gistiheimilum í Reykjanesbæ mótmæltu í gær meðferð íslenskra stjórnvalda á þeim. Flóttamennirnir, sem allir hafa sótt um atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi, segja aðbúnað sinn lélegan og undrast hversu hægt gangi að vinna úr þeirra málum. 24.6.2005 00:01
Refaferðir á Vestfjörðum eftir ár Skipulagðar refaferðir verða boðnar í fyrsta skipti á Íslandi næsta sumar. Áfangastaðurinn er Vestfirðir, þar sem þá flesta er að finna, um eitt hundrað talsins. Þessi spöku dýr sem kunna vel að meta þegar að þeim er réttur harðfiskur eða pylsur. 24.6.2005 00:01
Eldur í húsi við Grettisgötu Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang eftir að mikill eldur gaus upp í tvílyftu bakhúsi við Grettisgötu laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið, sem er járnklætt timburhús, nær alelda. 23.6.2005 00:01
Sama konan í tveimur ránum? Flest bendir til að ein og sama unga og ljóshærða konan hafi staðið að tveimur ránum á höfuðborgarsvæinu seint í gærkvöldi. Fyrst ógnaði hún starfsstúlku á American Style í Kópavogi með steikarhnífi á tólfta tímanum í gærkvöldi og heimtaði peninga. 23.6.2005 00:01
Gagnrýnir útboð Herjólfs Grímur Gíslason, fyrrverandi formaður Herjólfs, gagnrýnir vinnubrögð Vegagerðarinnar vegna útboðs Herjólfs árið 2000. Vegagerðin neitaði honum sífellt um gögn um tilboð Samskipa og Herjólfs í reksturinn þar til úrskurðarnefnd um upplýsingamál skipaði henni að afhenda þau. 23.6.2005 00:01
Meira en 10% af landsframleiðslu Ísland er eitt sex ríkja innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála nema meira en tíu prósentum af landsframleiðslu. Meðalútgjöld til heilbrigðismála á hvern einstakling hér á landi eru um 200 þúsund krónur á ári og alls nema útgjöld til málaflokksins 10,5 prósentum af landsframleiðslu. 23.6.2005 00:01
Aron Pálmi: Nefndinni sent erindi Stuðningsnefnd Arons Pálma Ágústssonar hefur sent náðunar- og reynslulausnarnefnd Texasfylkis sérstakt erindi þar sem þess er farið á leit að fyrirtaka á máli Arons Pálma verði flýtt, honum veitt ferðafrelsi og leyft að fara til Íslands sem fyrst. 23.6.2005 00:01
59% samþykktu kjarasamninginn Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur samþykkt kjarasamning félagsins við Hafnarfjarðarbæ með tæplega 60% greiddra atkvæða. Um 20 % félagsmanna, eða 113 manns, tóku þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn. Atkvæði fóru þannig: Já sögðu 67 eða 59%, nei sögðu 45 eða 40%, einn seðill var auður eða 1%. 23.6.2005 00:01
Friðarumleitanir efst á baugi Friðarumleitanir í Miðausturlöndum verða efst á baugi á fundi utanríkisráðherra átta stærstu iðnríkja heims sem hófst í Lundúnum í morgun. Fundurinn fylgir í kjölfar heimsóknar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Miðausturlanda en líklegt þykir að áform Ísraela um brottflutning frá Gaza-svæðinu verði aðallega rædd. 23.6.2005 00:01
Enn óvíst um eldsupptök Enn er allt á huldu um eldsupptök í bakhúsi við Grettisgötu sem stórskemmdist í eldi í nótt en rannsókn er haldið áfram. 23.6.2005 00:01
Eitt tjald risið við Kárahnjúka Aðeins eitt tjald virðist risið við Kárahnjúka þar sem mótælendur sögðust ætla að reisa tjaldbúðir. Kalt hefur verið á Kárahnjúkum undanfarna daga og hitinn þar var aðeins um tvær gráður í nótt. 23.6.2005 00:01
Ágúst fagnar niðurstöðunni Nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar fagnar niðurstöðu framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um að ekkert hafi verið málum blandið varðandi kosningar á landsfundi flokksins. Hörð gagnrýni kom fram á varaformannskosningarnar á landsfundinum. 23.6.2005 00:01
Peningar hrannast upp hjá öðrum Á sama tíma og rekstrarhalli margra ríkisstofnana hleðst upp ár frá ári vegna útgjalda umfram heimildir í fjárlögum hrannast upp peningar hjá öðrum ríkisstofnunum sem ár eftir ár fá fjárveitingar langt umfram fjárþörf. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðanda um framkvæmd fjárlaga. 23.6.2005 00:01
Dæmdur til 300 þúsund króna sektar Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til 300 þúsund króna sektar fyrir að hafa í fórum sínum tæp þrjú grömm af kókaíni og ríflega hálft gramm af amfetamíni, auk þess að hafa ítrekað gerst sekur um umferðalagabrot. Þá var maðurinn einnig sviptur ökuleyfi í tvö ár. 23.6.2005 00:01
Forkastanlegar ábendingar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir ábendingar Ríkisendurskoðunar um að breyta þurfi lögum um réttindi og skyldur, svo frysta megi launagreiðslur starfsmanna þeirra stofnana sem fari fram úr fjárlagaheimildum, vera forkastanlegar. 23.6.2005 00:01
Konan fundin Ung kona sem framdi tvö vopnuð rán um miðnæturbil í gærkvöldi er komin í leitirnar. Þá hefur lögreglan einnig haft hendur í hári manns sem hótaði starfsmanni Lyfs og heilsu við Háaleitisbraut fyrir helgi. Konan notaðist við sprautunál í öðru ráninu í gær líkt og maðurinn gerði. 23.6.2005 00:01
Björgunarbátur kallaður út í Eyjum Björgunarbáturinn Þór frá Vestmannaeyjum var kallaður út klukkan 12.37 til að aðstoða bát sem fengið hafði mikinn sjó um borð við Stóraörn. Þór var kominn að bátnum rúmum stundarfjórðungi síðar og dró hann til hafnar. 23.6.2005 00:01
Þróunarsamvinna við Srí Lanka Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Srí Lanka var undirritaður í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Samningurinn er til fimm ára og nemur framlag Íslands til þróunarstarfs í landinu á þessu ári 75 milljónum króna. 23.6.2005 00:01
Farþegum fjölgaði um 16,1% Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 16,1% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 11,5% á milli ára, eru nú 484 þúsund en voru 434 þúsund á sama tíma í fyrra. 23.6.2005 00:01
Engin ástæða til að óttast skort Lambakjötsbirgðir í landinu eru nægar til að anna eftirspurn þangað til ferskt kjöt kemur aftur á markaðinn í september að mati sérfræðinga hjá Bændasamtökunum og engin ástæða til að óttast skort í sumar. 23.6.2005 00:01
Ahern og Davíð ræddust við Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands og sérlegur fullrúi Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hittust að máli í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis. Ahern er staddur hér á landi til að ræða við íslensk stjórnvöld um fyrirhugaðar endurbætur á Sameinuðu þjóðunum. 23.6.2005 00:01
Gæslumenn framtíðarinnar Heppnir og áhugasamir tíundubekkingar um land allt eru nú sem fyrr varðskipsnemar hjá Landhelgisgæslunni. Á dögunum kom varðskipið Týr í höfn í Reykjavík með sex krakka sem dvalið höfðu um borð í fimmtán daga. 23.6.2005 00:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent