Innlent

Rússi á leið heim eftir hnífaatvik

Rússneski sjómaðurinn sem fékk hníf í kviðinn um borð í sjóræningjatogara skammt utan við 200 mílna mörkin á Reykjaneshrygg nýverið fer til Rússlands í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn á sínum tíma og gekkst hann undir aðgerð á Landsspítalanum. Undanfarið hefur hann svo dvalið á hóteli í borginni en umboðsmaður skipsins hér á landi keypti flugmiða og flýgur maðurinn því heim á leið í dag. Enn er ekki vitað nákvæmlega um tildrög slyssins, en íslensk yfirvöld hafa ekki lögsögu í málinu. Starfsmenn rússneska sendiráðsins spurðu manninn út í tilvikið og munu upplýsa yfirvöld í Moskvu um svörin en sár hans virtist vera eins og eftir hnífstungu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×