Innlent

Samkvæmistjald við Kárahnjúka

Samkvæmistjald hefur nú verið sett upp í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þar eru auk þess komin upp þrjú svefntjöld. Allt hefur verið með friði og spekt og hafa tjaldbúar engar tilraunir gert til að fara inn á vinnusvæðið eða trufla verktaka, samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsaðila með framkvæmdunum. Á heimasíðu mótmælenda voru síðustu fréttir þær að tólf manns væru í tjaldbúðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×