Innlent

Fjölgar í tjaldbúðum fyrir austan

Heldur hefur fjölgað í tjaldbúðum mótmælenda að Kárahnjúkum. Birgitta Jónsdóttir, skáld og einn mótmælendanna sem hyggjast halda upp eftir um mánaðamótin næstu, segir um tólf manns vera búna að koma sér fyrir í nokkrum tjöldum. Flytja þurfti búðirnar í gær að ósk Landsvirkjunar og eru þær nú vestan megin við Jöklu, á landi sem er í eigu Egilsstaða. Birgitta segir alla velkomna, nóg sé af tjöldum og plássi. Búist er við þurru veðri og fimm til tíu stiga hita á svæðinu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×