Fleiri fréttir Andstaða við brottflutning vex Andstaða við brottflutning gyðinga frá Gasasvæðinu fer vaxandi meðal almennings í Ísrael og palestínsk stjórnvöld gagnrýna hvernig að honum er staðið. Það eina sem Ariel Sharon virðist geta huggað sig við er að Hæstiréttur í Ísrael lagði blessun sína yfir fólksflutningana í dag. 9.6.2005 00:01 Hæfi Halldórs rannsakað Ríkisendurskoðun ætlar að kanna hvort forsætisráðherra hafa verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisbankanna á sínum tíma vegna tengsla við Skinney Þinganes og fyrirtæki S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann. Forsætisráðherrann neitaði viðtali en segist fagna rannsókninni. 9.6.2005 00:01 Landsbankinn traustari en Framsókn Björgólfur Guðmundsson svaraði Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, fullum hálsi í útvarpsviðtali á Bylgunni um hádegi í gær. Um morguninn hafði Valgerður sagt það óæskilegt að Björgólfsfeðgar eignuðust Íslandsbanka og sagt að þeir ginu yfir öllu kviku á markaði. 9.6.2005 00:01 Boðar að flugvöllurinn skuli fara Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. 9.6.2005 00:01 Laun æðstu ráðamanna hækka Laun æðstu ráðamanna landsins hækka um tvö prósent í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í dag. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta launahækkun um áramótin sem var í takt við almenna kjarasamninga. 9.6.2005 00:01 Málinu vísað frá Máli sem Auður Sveinsdóttir Laxness höfðaði gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, var í gær vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auði var að auki gert að greiða Hannesi fimmhundruð þúsund krónur í málskostnað. 9.6.2005 00:01 Fellur á formsatriðum Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. 9.6.2005 00:01 Sex mánuði fyrir rassskellinguna Sævar Óli Helgason var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að rjúfa skilorð með því að rassskella leikskólakennara sem lagði fyrir innkeyrslu hans í fyrrahaust. 9.6.2005 00:01 Tólf mánaða fangelsi fyrir smygl Tuttugu og níu ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í eins ár fangelsi fyrir smygl á rúmlega 200 grömum af kókaíni frá Þýskalandi til Íslands. 9.6.2005 00:01 Ástþóri dæmdar 400 þúsund krónur Sjóvá-Almennum var í gær gert að greiða Ástþóri Magnússyni 400 þúsund krónur í bætur, fyrir skemmdir á bíl hans sem tekin var ófrjálsri hendi í mars síðast liðnum. 9.6.2005 00:01 Verða að gera nýtt umhverfismat Alcoa verður að kosta nýtt umhverfismat á álverksmiðju sinni í Fjarðabyggð eftir að Hæstiréttur ógilti úrskuð umhverfisráðherra í dag. Náttúruverndarsinnar fagna en Alcoa-menn segja þetta engin áhrif hafa á framkvæmdir. Umhverfisráðherra tekur í sama streng. 9.6.2005 00:01 Þröngt mega flugfarþegar sitja Icelandair og Iceland Express eru í hópi þeirra flugfélaga heims sem þéttast raða fólki í vélarnar sínar samkvæmt úttekt bresks fyrirtækis. Sterling, sem einnig er í eigu Íslendinga, er það flugfélag sem býður farþegum upp á minnsta sætarýmið. 9.6.2005 00:01 Höfuðstöðvar Eimskips að hóteli Þar sem áður var leikið með fjöregg þjóðarinnar, þar sem auðmenn landsins réðu ríkjum, býðst nú þreyttum ferðalöngum að hvíla lúin bein. Höfuðstöðvar Eimskips eru orðnar að hóteli. 9.6.2005 00:01 Framtíð Landakotsskóla í óvissu Ástandið í Landakotsskóla er ekki að skýrast þrátt fyrir fund stjórnar og foreldra í gær. Formaður stjórnar Landakotsskóla sagði á fundinum að spurningin væri hvort skólastarf myndi halda áfram eða bundinn verði endir á það 9.6.2005 00:01 30 milljóna byggingastyrkur Landakotsskóli fékk vilyrði fyrir sextíu milljón króna fjárstyrk frá Reykjavíkurborg til að byggja nýtt íþróttahús. Þrjátíu milljónir hafa þegar fengist til verksins, en af byggingu hefur ekki orðið. 9.6.2005 00:01 Vilja fleiri tillögur Hópur íbúa á Álftanesi hafa safna undirskriftum gegn deiliskipulagi skipulagsyfirvalda í bænum. Á fimmtudag afhentu þeir bæjaryfirvöldum undirskriftirnar. 9.6.2005 00:01 Ólöglegar aðferðir Hópur kennara við Landakotsskóla hefur leitað til lögfræðings vegna bréfs sem stjórn Landakotsskóla sendi þeim á miðvikudag. Í bréfinu var sagt að þeir kennarar sem vilji starfa áfram við skólann þurfi að lýsa yfir stuðningi við nýkjörna stjórn Landakotsskóla til að halda starfi sínu. 9.6.2005 00:01 Á að flytja Bílddælinga til Kína? Kristinn H. Gunnarsson segir að Framsóknarflokkurinn hafi fylgt þeirri stefnu að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. Hann er því algerlega ósammála formanni flokksins um að ekki megi flytja kvóta til sjávarbyggða þegar aðrar byggðir njóti annarra auðlinda. 9.6.2005 00:01 80% heimila á móti skipulaginu Hópur íbúa á Álftanesi tók höndum saman nú í vikunni og gekk í hús í bæjarfélaginu til að safna undirskriftum undir áskorun gegn fyrirhuguðu deiliskipulagi sem kynnt hefur verið um miðbæjarsvæðið á Álftanesi. 9.6.2005 00:01 Landbúnaðarráðherra ekki vanhæfur Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var ekki vanhæfur þegar hann skipaði í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, að mati umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi sem ekki fékk stöðuna kvartaði til umboðsmanns og taldi að ráðherra hafi verið vanhæfur vegna vinskapar við þann sem fékk stöðuna. 8.6.2005 00:01 Saurmengun langt yfir mörkum Saurmengun í Arnarneslæk í Garðabæ er langt yfir þeim mörkum sem teljast fullnægjandi, samkvæmt nýlegri mælingu Heilbrigðiseftirlitsins. Talið er að annað hvort sé klóakið vitlaust tengt í einhverju húsi eða þá að stífla hafi myndast í holræsakerfinu svo að klóakið fari í lækinn um yfirfallið þar sem yfirleitt á aðeins að fara regnvatn. 8.6.2005 00:01 Þrjú fíkniefnamál í nótt Þrjú fíkniefnamál komu upp í Reykjavík í nótt. Að sögn lögreglu eru þau þó ekki stór. Málin voru ýmist í heimahúsum eða á götu úti og eru í frekari rannsókn. 8.6.2005 00:01 EFTA úrskurði um ÁTVR Hæstiréttur vill fá úrskurð EFTA-dómstólsins um það hvort ÁTVR sé heimilt að krefjast þess að víninnflytjendur afhendi vöruna á tilteknum vörubrettum og hvort að ÁTVR sé með því að beita mismunun. Auk þess skuli verðmæti vörubrettanna vera innifalið í vöruverði.. 8.6.2005 00:01 Skjálftavirkni eykst aftur Skjálftavirkni hefur aukist aftur suður af landinu. Frá því á miðnætti hefur orðið tæpur tugur skjálfta suður af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg, sá öflugasti 3,7 á Richter. Fyrir nokkrum vikum var gríðarmikil skjálftavirkni á þessum slóðum. Sérfræðingar töldu virknina þá ekki fyrirboða eldgoss eða annarra hamfara. 8.6.2005 00:01 Trygging ekki skilyrði fyrir láni Tryggingamiðstöðin hefur afnumið þau skilyrði lánveitinga félagsins til ökutækjakaupa að þau skuli tryggð hjá félaginu. TM er þannig eina tryggingafélagið sem veitir lán til kaupa á ökutækjum og ekki gerir kröfu um að ökutækið sé tryggt hjá sama félagi. 8.6.2005 00:01 Lyfjakostnaður aukist um þriðjung Íslendingar eyða um 200 þúsund krónum á mann í heilbrigðismál á ári hverju. Aðeins fjögur lönd í heiminum eyða meiru en útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist í öllum OECD-löndunum. Lyfjakostnaður hefur að meðaltali aukist um rúman þriðjung á fimm árum. 8.6.2005 00:01 Setur ofan í við umboðsmann Landbúnaðarráðherra setur ofan í við umboðsmann Alþingis og segir ákveðna hluti í nýju áliti hans ekki vera í verkahring umboðsmanns eða á hans valdi. 8.6.2005 00:01 Kjalvegur opnaður á morgun Kjalvegur verður opnaður fyrir umferð á morgun samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Leiðin inn í Kverkfjöll var opnuð í dag en helstu hálendisvegir landsins eru óðum að verða færir þessar vikurnar. 8.6.2005 00:01 10-15 læknar fá áminningu árlega Tíu til fimmtán læknar fá tiltal eða áminningu á hverju ári vegna þess að þeir ávísa of miklu af ávanabindandi lyfjum. Landlæknir segir upplýsingar úr lyfjagagnagrunninum hafa gagnast eftirliti með þessum málum vel en hann hefur einnig nýst á hinn veginn - til að eyða gróusögum um lækna sem sagðir voru of ávísanaglaðir. 8.6.2005 00:01 Ökumönnum umbunað út frá ökuritum Vátryggingafélag Íslands ætlar að bjóða ungum ökumönnum að hafa ökurita í bílum sínum í sumar. Besti ökumaðurinn verður svo valinn í sumarlok út frá þeim upplýsingum sem ökuritinn hefur skráð um aksturslagið. 8.6.2005 00:01 Unnið gegn heimilisofbeldi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið verkefnisstjórn um heilsufar kvenna að skoða ákveðna þætti í heilbrigðisþjónustunni til að vinna gegn heimilisofbeldi og bæta þjónustu og stuðning við þolendur heimilisofbeldis. 8.6.2005 00:01 Leikskólinn á Súðavík gjaldfrjáls? Hreppstjórn Súðavíkur veltir nú fyrir sér að gera leikskólann á staðnum gjaldfrjálsan. Gjald fyrir átta tíma dvöl á dag er nú tæpar tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði með fæði. Einnig er möguleiki að byggingarlóðir verði ókeypis og húsbyggjendum verði gefinn kostur á byggingarframlagi frá sveitarfélaginu. 8.6.2005 00:01 Nær 50 nýir morfínfíklar í fyrra Á síðasta ári greindust 47 nýir morfínfíklar á Vogi, að sögn yfirlæknisins þar. Að meðaltali hefur þeim fjölgað um rúmlega fjörutíu á ári undanfarin ár. Síðastliðin tíu ár hafa verið skráðir á Vogi samtals 272 morfínfíklar sem sprauta sig í æð. Af þeim eru fjórtán látnir. </font /></b /> 8.6.2005 00:01 Brýr og krónur greiddar niður Aldraðir og öryrkjar með 75 prósent örorkumat geta nú fengið greiddan niður kostnað við föst tanngervi, það er brýr og krónur, um 40 - 80 þúsund krónur á hverju almanaksári 8.6.2005 00:01 Innra eftirlit verði hert Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til heilbrigðisstofnana að herða innra eftirlit til varnar fjölómæmu bakteríunnni, MÓSA, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. 8.6.2005 00:01 Óvissa um staðarval loðnubræðslu Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjórinn í Grindavík, bindur vonir við að Síldarvinnslan ákveði að byggja upp starfsemi sína í bænum. 8.6.2005 00:01 Vonbrigði með lítinn árangur Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Raufarhafnarhreppi, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með lítinn stuðning stjórnvalda, en þau gáfu vilyrði fyrir aðstoð þegar staðurinn gekk í gegnum mikla erfiðleika. 8.6.2005 00:01 Leiðtogaþing í Reykholti Leiðtogaþing lútherskra kirkna í Evrópu hófst í gær í Reykholti í Borgarfirði, en evrópudeild Lútherska heimssambandsins stendur fyrir þinginu. 8.6.2005 00:01 Starfsmenn Landlæknisembættisins hafa ávísað ávanabindandi lyfjum þegar fíklar hafa haft samband, borið sig illa og kvartað undan því að ná ekki í lækni til að fá lyf til að lina kvalirnar. Þetta sagði Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir í Hádegisútvarpinu á Talstöðinni í gær. 8.6.2005 00:01 Kveikt á nýja gosbrunninum Kveikt verður formlega á nýjum gosbrunni í Tjörninni í Hljómskálagarðinum á morgun. Ákveðið var að kaupa nýjan gosbrunn í Tjörnina til að lífga upp á borgarmyndina en gamli gosbrunnurinn, sem gefinn var af þáverandi sendiherra Bandaríkjanna skömmu fyrir 1980, var búinn að skila sínu og gott betur að sögn Þórólfs Jónssonar, garðyrkjustjóra. 8.6.2005 00:01 Fer hægt en örugglega af stað "Sumarið fer hægt en örugglega af stað," segir Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Páll segir að það hafi samtals veiðst tólf laxar í Norðurá sem opnaði nú 1. júní og Blanda sem opnaði 5. júní hafi líka farið ágætlega af stað og þar hafi sextán laxar veiðst hingað til. 8.6.2005 00:01 Rafrænt vegabréf skilyrði Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sendi í dag út tilkynningu þar sem minnt er á að enginn ferðamaður komist inn í landið án vegabréfsáritunar nema hann framvísi rafrænu vegabréfi frá og með 26. júní nk. Flugfélög sem flytja farþega án tilskilinna ferðapappíra mega eiga von á sekt upp á rúmar 200 þúsund krónur. 8.6.2005 00:01 Samningum lokið í næsta mánuði? Þriðju samningalotu fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu er lokið. Í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að gerlegt eigi að vera að ljúka samningum í næstu lotu sem verður í Seúl í byrjun júlí. 8.6.2005 00:01 Skólp var leitt í drenlögn Mælingar heilbrigðiseftirlits í Arnarneslæk í Garðabæ í maí sýndu saurgerla langt yfir öllum mörkum. Fyrir neðan Ljósamýri í Garðabæ mældust 17.000 saurkólígerlar í hverjum 100 millilítrum vatns og 73 þúsund saurkokkar. 8.6.2005 00:01 Erum með í 14 af 20 verkefnum Ísland er þátttakandi í 14 af 20 verkefnum sem NORA, Norður Atlantsnefndin, hefur ákveðið að styrkja með fjárveitingu upp á 39,4 milljónir króna. Fjallað var um 40 styrkumsóknir á árfundi nefndarinnar dagana 4. og 5. júní í Nuuk á Grænlandi. Um er að ræða margvísleg samstarfsverkefni á milli Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs. 8.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Andstaða við brottflutning vex Andstaða við brottflutning gyðinga frá Gasasvæðinu fer vaxandi meðal almennings í Ísrael og palestínsk stjórnvöld gagnrýna hvernig að honum er staðið. Það eina sem Ariel Sharon virðist geta huggað sig við er að Hæstiréttur í Ísrael lagði blessun sína yfir fólksflutningana í dag. 9.6.2005 00:01
Hæfi Halldórs rannsakað Ríkisendurskoðun ætlar að kanna hvort forsætisráðherra hafa verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisbankanna á sínum tíma vegna tengsla við Skinney Þinganes og fyrirtæki S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann. Forsætisráðherrann neitaði viðtali en segist fagna rannsókninni. 9.6.2005 00:01
Landsbankinn traustari en Framsókn Björgólfur Guðmundsson svaraði Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, fullum hálsi í útvarpsviðtali á Bylgunni um hádegi í gær. Um morguninn hafði Valgerður sagt það óæskilegt að Björgólfsfeðgar eignuðust Íslandsbanka og sagt að þeir ginu yfir öllu kviku á markaði. 9.6.2005 00:01
Boðar að flugvöllurinn skuli fara Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. 9.6.2005 00:01
Laun æðstu ráðamanna hækka Laun æðstu ráðamanna landsins hækka um tvö prósent í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í dag. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta launahækkun um áramótin sem var í takt við almenna kjarasamninga. 9.6.2005 00:01
Málinu vísað frá Máli sem Auður Sveinsdóttir Laxness höfðaði gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, var í gær vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auði var að auki gert að greiða Hannesi fimmhundruð þúsund krónur í málskostnað. 9.6.2005 00:01
Fellur á formsatriðum Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. 9.6.2005 00:01
Sex mánuði fyrir rassskellinguna Sævar Óli Helgason var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að rjúfa skilorð með því að rassskella leikskólakennara sem lagði fyrir innkeyrslu hans í fyrrahaust. 9.6.2005 00:01
Tólf mánaða fangelsi fyrir smygl Tuttugu og níu ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í eins ár fangelsi fyrir smygl á rúmlega 200 grömum af kókaíni frá Þýskalandi til Íslands. 9.6.2005 00:01
Ástþóri dæmdar 400 þúsund krónur Sjóvá-Almennum var í gær gert að greiða Ástþóri Magnússyni 400 þúsund krónur í bætur, fyrir skemmdir á bíl hans sem tekin var ófrjálsri hendi í mars síðast liðnum. 9.6.2005 00:01
Verða að gera nýtt umhverfismat Alcoa verður að kosta nýtt umhverfismat á álverksmiðju sinni í Fjarðabyggð eftir að Hæstiréttur ógilti úrskuð umhverfisráðherra í dag. Náttúruverndarsinnar fagna en Alcoa-menn segja þetta engin áhrif hafa á framkvæmdir. Umhverfisráðherra tekur í sama streng. 9.6.2005 00:01
Þröngt mega flugfarþegar sitja Icelandair og Iceland Express eru í hópi þeirra flugfélaga heims sem þéttast raða fólki í vélarnar sínar samkvæmt úttekt bresks fyrirtækis. Sterling, sem einnig er í eigu Íslendinga, er það flugfélag sem býður farþegum upp á minnsta sætarýmið. 9.6.2005 00:01
Höfuðstöðvar Eimskips að hóteli Þar sem áður var leikið með fjöregg þjóðarinnar, þar sem auðmenn landsins réðu ríkjum, býðst nú þreyttum ferðalöngum að hvíla lúin bein. Höfuðstöðvar Eimskips eru orðnar að hóteli. 9.6.2005 00:01
Framtíð Landakotsskóla í óvissu Ástandið í Landakotsskóla er ekki að skýrast þrátt fyrir fund stjórnar og foreldra í gær. Formaður stjórnar Landakotsskóla sagði á fundinum að spurningin væri hvort skólastarf myndi halda áfram eða bundinn verði endir á það 9.6.2005 00:01
30 milljóna byggingastyrkur Landakotsskóli fékk vilyrði fyrir sextíu milljón króna fjárstyrk frá Reykjavíkurborg til að byggja nýtt íþróttahús. Þrjátíu milljónir hafa þegar fengist til verksins, en af byggingu hefur ekki orðið. 9.6.2005 00:01
Vilja fleiri tillögur Hópur íbúa á Álftanesi hafa safna undirskriftum gegn deiliskipulagi skipulagsyfirvalda í bænum. Á fimmtudag afhentu þeir bæjaryfirvöldum undirskriftirnar. 9.6.2005 00:01
Ólöglegar aðferðir Hópur kennara við Landakotsskóla hefur leitað til lögfræðings vegna bréfs sem stjórn Landakotsskóla sendi þeim á miðvikudag. Í bréfinu var sagt að þeir kennarar sem vilji starfa áfram við skólann þurfi að lýsa yfir stuðningi við nýkjörna stjórn Landakotsskóla til að halda starfi sínu. 9.6.2005 00:01
Á að flytja Bílddælinga til Kína? Kristinn H. Gunnarsson segir að Framsóknarflokkurinn hafi fylgt þeirri stefnu að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. Hann er því algerlega ósammála formanni flokksins um að ekki megi flytja kvóta til sjávarbyggða þegar aðrar byggðir njóti annarra auðlinda. 9.6.2005 00:01
80% heimila á móti skipulaginu Hópur íbúa á Álftanesi tók höndum saman nú í vikunni og gekk í hús í bæjarfélaginu til að safna undirskriftum undir áskorun gegn fyrirhuguðu deiliskipulagi sem kynnt hefur verið um miðbæjarsvæðið á Álftanesi. 9.6.2005 00:01
Landbúnaðarráðherra ekki vanhæfur Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var ekki vanhæfur þegar hann skipaði í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, að mati umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi sem ekki fékk stöðuna kvartaði til umboðsmanns og taldi að ráðherra hafi verið vanhæfur vegna vinskapar við þann sem fékk stöðuna. 8.6.2005 00:01
Saurmengun langt yfir mörkum Saurmengun í Arnarneslæk í Garðabæ er langt yfir þeim mörkum sem teljast fullnægjandi, samkvæmt nýlegri mælingu Heilbrigðiseftirlitsins. Talið er að annað hvort sé klóakið vitlaust tengt í einhverju húsi eða þá að stífla hafi myndast í holræsakerfinu svo að klóakið fari í lækinn um yfirfallið þar sem yfirleitt á aðeins að fara regnvatn. 8.6.2005 00:01
Þrjú fíkniefnamál í nótt Þrjú fíkniefnamál komu upp í Reykjavík í nótt. Að sögn lögreglu eru þau þó ekki stór. Málin voru ýmist í heimahúsum eða á götu úti og eru í frekari rannsókn. 8.6.2005 00:01
EFTA úrskurði um ÁTVR Hæstiréttur vill fá úrskurð EFTA-dómstólsins um það hvort ÁTVR sé heimilt að krefjast þess að víninnflytjendur afhendi vöruna á tilteknum vörubrettum og hvort að ÁTVR sé með því að beita mismunun. Auk þess skuli verðmæti vörubrettanna vera innifalið í vöruverði.. 8.6.2005 00:01
Skjálftavirkni eykst aftur Skjálftavirkni hefur aukist aftur suður af landinu. Frá því á miðnætti hefur orðið tæpur tugur skjálfta suður af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg, sá öflugasti 3,7 á Richter. Fyrir nokkrum vikum var gríðarmikil skjálftavirkni á þessum slóðum. Sérfræðingar töldu virknina þá ekki fyrirboða eldgoss eða annarra hamfara. 8.6.2005 00:01
Trygging ekki skilyrði fyrir láni Tryggingamiðstöðin hefur afnumið þau skilyrði lánveitinga félagsins til ökutækjakaupa að þau skuli tryggð hjá félaginu. TM er þannig eina tryggingafélagið sem veitir lán til kaupa á ökutækjum og ekki gerir kröfu um að ökutækið sé tryggt hjá sama félagi. 8.6.2005 00:01
Lyfjakostnaður aukist um þriðjung Íslendingar eyða um 200 þúsund krónum á mann í heilbrigðismál á ári hverju. Aðeins fjögur lönd í heiminum eyða meiru en útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist í öllum OECD-löndunum. Lyfjakostnaður hefur að meðaltali aukist um rúman þriðjung á fimm árum. 8.6.2005 00:01
Setur ofan í við umboðsmann Landbúnaðarráðherra setur ofan í við umboðsmann Alþingis og segir ákveðna hluti í nýju áliti hans ekki vera í verkahring umboðsmanns eða á hans valdi. 8.6.2005 00:01
Kjalvegur opnaður á morgun Kjalvegur verður opnaður fyrir umferð á morgun samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Leiðin inn í Kverkfjöll var opnuð í dag en helstu hálendisvegir landsins eru óðum að verða færir þessar vikurnar. 8.6.2005 00:01
10-15 læknar fá áminningu árlega Tíu til fimmtán læknar fá tiltal eða áminningu á hverju ári vegna þess að þeir ávísa of miklu af ávanabindandi lyfjum. Landlæknir segir upplýsingar úr lyfjagagnagrunninum hafa gagnast eftirliti með þessum málum vel en hann hefur einnig nýst á hinn veginn - til að eyða gróusögum um lækna sem sagðir voru of ávísanaglaðir. 8.6.2005 00:01
Ökumönnum umbunað út frá ökuritum Vátryggingafélag Íslands ætlar að bjóða ungum ökumönnum að hafa ökurita í bílum sínum í sumar. Besti ökumaðurinn verður svo valinn í sumarlok út frá þeim upplýsingum sem ökuritinn hefur skráð um aksturslagið. 8.6.2005 00:01
Unnið gegn heimilisofbeldi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið verkefnisstjórn um heilsufar kvenna að skoða ákveðna þætti í heilbrigðisþjónustunni til að vinna gegn heimilisofbeldi og bæta þjónustu og stuðning við þolendur heimilisofbeldis. 8.6.2005 00:01
Leikskólinn á Súðavík gjaldfrjáls? Hreppstjórn Súðavíkur veltir nú fyrir sér að gera leikskólann á staðnum gjaldfrjálsan. Gjald fyrir átta tíma dvöl á dag er nú tæpar tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði með fæði. Einnig er möguleiki að byggingarlóðir verði ókeypis og húsbyggjendum verði gefinn kostur á byggingarframlagi frá sveitarfélaginu. 8.6.2005 00:01
Nær 50 nýir morfínfíklar í fyrra Á síðasta ári greindust 47 nýir morfínfíklar á Vogi, að sögn yfirlæknisins þar. Að meðaltali hefur þeim fjölgað um rúmlega fjörutíu á ári undanfarin ár. Síðastliðin tíu ár hafa verið skráðir á Vogi samtals 272 morfínfíklar sem sprauta sig í æð. Af þeim eru fjórtán látnir. </font /></b /> 8.6.2005 00:01
Brýr og krónur greiddar niður Aldraðir og öryrkjar með 75 prósent örorkumat geta nú fengið greiddan niður kostnað við föst tanngervi, það er brýr og krónur, um 40 - 80 þúsund krónur á hverju almanaksári 8.6.2005 00:01
Innra eftirlit verði hert Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til heilbrigðisstofnana að herða innra eftirlit til varnar fjölómæmu bakteríunnni, MÓSA, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. 8.6.2005 00:01
Óvissa um staðarval loðnubræðslu Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjórinn í Grindavík, bindur vonir við að Síldarvinnslan ákveði að byggja upp starfsemi sína í bænum. 8.6.2005 00:01
Vonbrigði með lítinn árangur Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Raufarhafnarhreppi, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með lítinn stuðning stjórnvalda, en þau gáfu vilyrði fyrir aðstoð þegar staðurinn gekk í gegnum mikla erfiðleika. 8.6.2005 00:01
Leiðtogaþing í Reykholti Leiðtogaþing lútherskra kirkna í Evrópu hófst í gær í Reykholti í Borgarfirði, en evrópudeild Lútherska heimssambandsins stendur fyrir þinginu. 8.6.2005 00:01
Starfsmenn Landlæknisembættisins hafa ávísað ávanabindandi lyfjum þegar fíklar hafa haft samband, borið sig illa og kvartað undan því að ná ekki í lækni til að fá lyf til að lina kvalirnar. Þetta sagði Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir í Hádegisútvarpinu á Talstöðinni í gær. 8.6.2005 00:01
Kveikt á nýja gosbrunninum Kveikt verður formlega á nýjum gosbrunni í Tjörninni í Hljómskálagarðinum á morgun. Ákveðið var að kaupa nýjan gosbrunn í Tjörnina til að lífga upp á borgarmyndina en gamli gosbrunnurinn, sem gefinn var af þáverandi sendiherra Bandaríkjanna skömmu fyrir 1980, var búinn að skila sínu og gott betur að sögn Þórólfs Jónssonar, garðyrkjustjóra. 8.6.2005 00:01
Fer hægt en örugglega af stað "Sumarið fer hægt en örugglega af stað," segir Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Páll segir að það hafi samtals veiðst tólf laxar í Norðurá sem opnaði nú 1. júní og Blanda sem opnaði 5. júní hafi líka farið ágætlega af stað og þar hafi sextán laxar veiðst hingað til. 8.6.2005 00:01
Rafrænt vegabréf skilyrði Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sendi í dag út tilkynningu þar sem minnt er á að enginn ferðamaður komist inn í landið án vegabréfsáritunar nema hann framvísi rafrænu vegabréfi frá og með 26. júní nk. Flugfélög sem flytja farþega án tilskilinna ferðapappíra mega eiga von á sekt upp á rúmar 200 þúsund krónur. 8.6.2005 00:01
Samningum lokið í næsta mánuði? Þriðju samningalotu fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu er lokið. Í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að gerlegt eigi að vera að ljúka samningum í næstu lotu sem verður í Seúl í byrjun júlí. 8.6.2005 00:01
Skólp var leitt í drenlögn Mælingar heilbrigðiseftirlits í Arnarneslæk í Garðabæ í maí sýndu saurgerla langt yfir öllum mörkum. Fyrir neðan Ljósamýri í Garðabæ mældust 17.000 saurkólígerlar í hverjum 100 millilítrum vatns og 73 þúsund saurkokkar. 8.6.2005 00:01
Erum með í 14 af 20 verkefnum Ísland er þátttakandi í 14 af 20 verkefnum sem NORA, Norður Atlantsnefndin, hefur ákveðið að styrkja með fjárveitingu upp á 39,4 milljónir króna. Fjallað var um 40 styrkumsóknir á árfundi nefndarinnar dagana 4. og 5. júní í Nuuk á Grænlandi. Um er að ræða margvísleg samstarfsverkefni á milli Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs. 8.6.2005 00:01