Innlent

Leiðtogaþing í Reykholti

Leiðtogaþing lútherskra kirkna í Evrópu hófst í gær í Reykholti í Borgarfirði, en evrópudeild Lútherska heimssambandsins stendur fyrir þinginu. Þingið sitja um níutíu manns frá tuttugu og fjórum löndum, og er Ishmael Noko, aðalritari Lútherska heimssambandsins, þar á meðal manna. Að sögn Öddu Steinu Björnsdóttur, verkefnisstjóra upplýsingamála hjá Biskupsstofu, er ánægjulegt að Ísland hafi orðið fyrir valinu sem fundarstaður. "Það kom fyrirspurn hingað frá höfuðstöðvum samtakanna í Genf, um hvort væri mögulegt að halda þingið hér á landi. Það var síðan ákveðið í framhaldi af því að halda þingið í Reykholti".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×