Á að flytja Bílddælinga til Kína? 9. júní 2005 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stendur fast við þá skoðun að flytja beri aflaheimildir til sjávarbyggða sem ekki njóta annarra auðlinda. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kvaðst í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag ekki sjá hvernig útfæra ætti hugmyndir Kristins um flutning á 20 þúsund tonna kvóta til sjávarbyggða sem standa höllum fæti. "Ég held að það fari nærri lagi að við Halldór Ásgrímsson séum gersamlega á öndverðum meiði. Ég spyr: Er það eðlilegt að allur kvóti fari frá Stöðvarfirði til Dalvíkur? Fari frá Raufarhöfn til Akureyrar? Frá Bolungarvík til Grindavíkur? Frá Ísafirði til Akureyrar? Er það eitthvert lögmál í kerfinu sem má ekki hrófla við? Er það eitthvað sem menn taka bakföll yfir ef gerðar eru breytingar sem miða að því að kvóti og atvinna geti verið í þessum byggðarlögum áfram? Kvótakerfið er mannanna verk og með mannanna verkum er hægt að breyta því," segir Kristinn. Hann bendir á að það hafi verið stefna Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar í tíu ár að standa með opinberum aðgerðum fyrir atvinnuuppbyggingu sem grundvallast á því að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. "Þannig hafa menn til dæmis ákveðið að nýta orkuna í fallvötnunum og lagt mikið á sig til þess að koma hlutunum í gang á Austurlandi og snúa íbúaþróuninni við. Og það hefur tekist. Það eru nokkur svæði sem hafa orðið útundan í þessum efnum, fyrst og fremst sjávarbyggðir. Ég segi: Það á að nýta auðlind þeirra, sem er fiskimiðin undan landi, til atvinnuuppbyggingar á þeirra svæði. Það á að ríkja sama stefna þar og er annars staðar á landinu þótt auðlindin sé önnur. Og ef menn vilja ekki breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til að gera það mögulegt spyr ég: Hvaða atvinnuuppbyggingu ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir á þessum stöðum á landinu? Störfin eru að fara úr landi. Störfin eru að leggjast niður vegna þenslu og hágengis krónunnar. Fólk er að missa vinnuna. Og hvað ætlar ríkisstjórnin að bjóða upp á fyrir þetta fólk. Á það að flytja til Kína?" spyr Kristinn H. Gunnarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stendur fast við þá skoðun að flytja beri aflaheimildir til sjávarbyggða sem ekki njóta annarra auðlinda. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kvaðst í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag ekki sjá hvernig útfæra ætti hugmyndir Kristins um flutning á 20 þúsund tonna kvóta til sjávarbyggða sem standa höllum fæti. "Ég held að það fari nærri lagi að við Halldór Ásgrímsson séum gersamlega á öndverðum meiði. Ég spyr: Er það eðlilegt að allur kvóti fari frá Stöðvarfirði til Dalvíkur? Fari frá Raufarhöfn til Akureyrar? Frá Bolungarvík til Grindavíkur? Frá Ísafirði til Akureyrar? Er það eitthvert lögmál í kerfinu sem má ekki hrófla við? Er það eitthvað sem menn taka bakföll yfir ef gerðar eru breytingar sem miða að því að kvóti og atvinna geti verið í þessum byggðarlögum áfram? Kvótakerfið er mannanna verk og með mannanna verkum er hægt að breyta því," segir Kristinn. Hann bendir á að það hafi verið stefna Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar í tíu ár að standa með opinberum aðgerðum fyrir atvinnuuppbyggingu sem grundvallast á því að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. "Þannig hafa menn til dæmis ákveðið að nýta orkuna í fallvötnunum og lagt mikið á sig til þess að koma hlutunum í gang á Austurlandi og snúa íbúaþróuninni við. Og það hefur tekist. Það eru nokkur svæði sem hafa orðið útundan í þessum efnum, fyrst og fremst sjávarbyggðir. Ég segi: Það á að nýta auðlind þeirra, sem er fiskimiðin undan landi, til atvinnuuppbyggingar á þeirra svæði. Það á að ríkja sama stefna þar og er annars staðar á landinu þótt auðlindin sé önnur. Og ef menn vilja ekki breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til að gera það mögulegt spyr ég: Hvaða atvinnuuppbyggingu ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir á þessum stöðum á landinu? Störfin eru að fara úr landi. Störfin eru að leggjast niður vegna þenslu og hágengis krónunnar. Fólk er að missa vinnuna. Og hvað ætlar ríkisstjórnin að bjóða upp á fyrir þetta fólk. Á það að flytja til Kína?" spyr Kristinn H. Gunnarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira