Fleiri fréttir Ólafur sakaður um málþóf Ólafur F. Magnússon lagði í fyrradag til á borgarstjórnarfundi að heimildir til niðurrifs sjö gamalla húsa yrðu dregnar til baka. Húsin eru milli Smiðjustígs og Vatnsstígs og fimm þeirra eru frá 19. öld. 8.6.2005 00:01 Dagný bendi á dæmi Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að Kristinn H. Gunnarsson flokksbróðir hennar á Alþingi, sé vandamál í Framsóknarflokknum og þingmaðurinn tæti niður mál sem séu flokknum góð og þörf. Þessu hélt Dagný fram í RÚVAK í gær í umræðum um fylgi flokksins og skoðanakannanir. Kristinn H. Gunnarsson segir að orð Dagnýjar þarfnist rökstuðnings. 8.6.2005 00:01 Margir sækjast eftir efsta sætinu Allt eins getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að undanskildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins. 8.6.2005 00:01 Oddvitinn ekki hissa "Ég veit ekki hvað á að segja um framkvæmd sem fer 150 prósent fram úr áætlun annað en að ég er ekki mjög hissa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. 8.6.2005 00:01 Tignarleg sveitahöll í Borgarfirði Glöggir vegfarendur sem leið eiga um Borgarfjörð hafa efalítið tekið eftir sveitahöllinni að Skarðshömrum sem ekki á sinn líkan í sveitum landsins og þó víðar væri leitað. Hún hefur verið í byggingu síðan í byrjun árs 2003 en nú eru framkvæmdir á lokastigi. 8.6.2005 00:01 Fjallar ekki frekar um bankasölu Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar," sagði Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar eftir fundinn. 8.6.2005 00:01 Stefnan að hafa álverið á Húsavík Iðnaðarráðuneytið hefur sett stefnuna á Húsavík við undirbúning álvers á Norðurlandi og miðast vinna við val virkjanakosta nú við þá staðsetningu. Gert er ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Húsavík geti annað raforkuþörf meðalstórs álvers. 8.6.2005 00:01 Helmingur nýrra hjóla ólöglegur Nærri helmingur nýrra reiðhjóla hér á landi er ólöglegur þegar þau eru seld út úr búðum. Hvorki Umferðarstofa né lögregla segjast eiga að hafa eftirlit með því að reiðhjól séu fullbúin þegar þau eru seld. 8.6.2005 00:01 Skerjafjarðarbraut þótti óhagkvæm Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. 8.6.2005 00:01 Ósætti í fjárlaganefnd Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti í dag, í trássi við vilja stjórnarandstöðunnar, að hætta athugun á einkavæðingu bankanna. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum enn ósvarað. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður segir að stjórnarandstaðan muni nú íhuga hvort þess verði krafist að þing verði kallað saman vegna málsins. 8.6.2005 00:01 Síldin komin inn í lögsöguna Íslensk og færeysk skip eru nú að veiðum skammt út af Austfjörðum en þar hefur norsk-íslenska síldin veiðst vel frá því íslensku skipin héldu til veiða eftir sjómannadag. 8.6.2005 00:01 Örnum vex ásmegin Arnarstofninn á Íslandi telur nú yfir 60 varppör og telja starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands að stofninn hafi ekki verið stærri í um hálfa öld eða frá því að farið var að fylgjast reglulega með arnarstofninum. 8.6.2005 00:01 Snjóframleiðsla hefst næsta haust Skíðafélag Dalvíkur stefnir á að hefja snjóframleiðslu í Böggvisstaðafjalli í haust. Kostnaðurinn er talinn vera um 21 milljón króna og segir Óskar Óskarsson, formaður félagsins, að fjármögnun gangi vonum framar. 8.6.2005 00:01 Kennurunum settir afarkostir Skólastjórn Landakotsskóla sendi nokkrum kennurum skólans bréf í gær þar sem sagt er að skriflegur stuðningur við stjórnina sé skilyrði fyrir því að þeir haldi starfi sínu við skólann. Foreldrar funda með stjórninni í kvöld þar sem afsagnar hennar verður krafist lagist staðan ekki. 8.6.2005 00:01 Krabbameinssjúklingar selja lyfin Algengt er að fíklar útivegi sér morfín og önnur ávanabindandi efni með því að falsa lyfseðla, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. 8.6.2005 00:01 Menningarsetur í Svarfaðardal Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfélag Eyfirðinga hafa ákveðið, í samstarfi við Dalvíkurbyggð, að hafa forystu um stofnun menningar- og náttúrufræðaseturs á Húsabakka í Svarfaðardal. Verið er að skipa starfshóp þessara aðila til að fylgja verkefninu eftir. Rekstur setursins verður í höndum sérstaks félags. 8.6.2005 00:01 Fimm ákærðir vegna banaslyss Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. 7.6.2005 00:01 Rækjan nærri hruni fyrir vestan Rækjustofninn veiðist vart lengur á Íslandsmiðum og er nánast hruninn í Ísafjarðardjúpi. Hafrannsóknarstofnunin leggur til að upphafsafli úthafsrækju verði minnkaður um þriðjung á næsta fiskveiðiári. 7.6.2005 00:01 Séra Hjalti verði ráðinn aftur Foreldrar barna í Landakotsskóla skora á stjórn skólans að ráða séra Hjalta Þorkelsson aftur sem skólastjóra og veita honum fullt og óskorað umboð til að stjórna skólanum. Foreldrar lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu í skólanum. 7.6.2005 00:01 Kanna jarðhita á Grænlandi Iðnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samstarfssamning sem gerður hefur verið við Grænland um orkumál. Samningurinn fylgir í kjölfar þess að sveitarfélag á Diskó-eyju á Grænlandi óskaði eftir samstarfi um það hvort og hvernig væri hægt að nýta 19 gráðna heitt vatn sem fundist hefur á eynni. Iðnaðarráðuneytið hefur falið Íslenskum orkurannsóknum að kanna jarðhitann og hefjast jarðfræðirannsóknir í ágúst næstkomandi. 7.6.2005 00:01 Stífla brast í Sandá í gær Verulegt tjón varð þegar stífla brast í Sandá við Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, í gærkvöldi. Tvær rafmagnsvirkjanir í ánni, sem eru í einkaeigu, urðu óvirkar vegna óhappsins og þótti mildi að ekki urðu slys á fólki. Efri virkjunin var tekin í notkun í mars síðastliðnum en neðri stöðin árið 2003. 7.6.2005 00:01 Ræða þrískiptingu ríkisvalds Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. 7.6.2005 00:01 Prófkjör síðla hausts Prófkjör vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006 verður haldið mánaðamótin október nóvember næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í dag og verður prófkjörið lagt til við fulltrúaráðsfund í byrjun september. 7.6.2005 00:01 Varað við símasölu netfyrirtækis Tölvu- og netþjónustan Snerpa varar fólk við símasölu frá erlendu netfyrirtæki. Í tilkynningu frá Snerpu segir að fyrirtækið hafi síðustu daga fengið ábendingar um símasöluherferð netfyrirtækisins þar sem hringjandinn segist vera að aðstoða við skráningu á nafni viðkomandi í lénaskrá. 7.6.2005 00:01 Eimskip semur um smíði skipa Eimskipafélag Íslands hefur gert samninga um smíði tveggja fullkominna frystiskipa og hefur félagið auk þess möguleika á fjórum skipum til viðbótar. Kaupverð skipanna tveggja er um 2,6 milljarðar íslenskra króna. Forráðamenn Eimskipafélagsins segja að samningarnir séu liður í áætlunum félagsins um að verða leiðandi flutningafyrirtæki á sviði frysti- og kæliflutninga á Norður-Atlantshafi. 7.6.2005 00:01 Læknar átaldir fyrir morfínávísun Landlæknisembættið hefur að undanförnu átalið hóp lækna fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf. Sumir hafa fengið áminningu. Sérstaklega er tekið í lurginn á þeim sem hagnast með þessum hætti. Nytsemi nýs lyfjagagnagrunns er farin að skila sér. 7.6.2005 00:01 Hálft ár fyrir skjalafals 45 ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Maðurinn seldi Íslandsbanka skuldabréf þann 27. ágúst í fyrra fyrir tvær og hálfa milljón króna en hann gaf bréfið út sama dag og hafði jafnframt falsað áritun á nafni konu í reit fyrir samþykki sjálfskuldarábyrgðarmanns. Ákærði játaði brot sitt fyrir dóminum. 7.6.2005 00:01 Segir aðgerðir munu skila árangri Stjórn Landakotsskóla telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til til lausnar fjárhags- og stjórnunarvanda skólans eigi eftir að skila árangri og tryggja grundvöll starfseminnar til framtíðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn skólans sendi frá sér í dag, en undir hana skrifar Gunnar Örn Ólafsson, formaður stjórnar Landakotsskóla. 7.6.2005 00:01 Mikið spurt eftir líknarskrá Mikið er spurt eftir líknarskrá, sem er í vinnslu hjá landlæknisembættinu, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. 7.6.2005 00:01 Telur að skipun rektors standi Umboðsmaður Alþingis telur að landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafi ekki verið vanhæfur til að ákveða hver skyldi skipaður í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá telur umboðsmaður ólíklegt að skipunin verði talin ógildanleg. 7.6.2005 00:01 Tekur upp hljóð úr geimnum Íslenski verkfræðingurinn Eggert Guðmundsson starfar á dansk-bandarísku vísindastöðinni Kellyville á Grænlandi við það að taka upp hljóð frá himingeimnum. Gögnin eru síðan rannsökuð af hernaðarlegum og borgaralegum sérfræðingum í Bandaríkjunum. Væntanlega með það meðal annars í huga að rannsaka líf úti í geimnum. 7.6.2005 00:01 Helmingur reiðhjóla ólöglegur Tæplega helmingur allra nýrra reiðhjóla, sem seld eru í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, er ólöglegur, samkvæmt athugun sem Brautin, bindindisfélag ökumanna, hefur gert á sölu reiðhjóla. Í úttektinni voru einungis stærstu hjólreiðaverslanirnar athugaðar. Í ljós kom að nær engin verslun var með allan þann búnað sem skylt er að hafa á reiðhjóli en oftast vantaði keðjuhlíf, glitmerki, bjöllu og lás. 7.6.2005 00:01 KEA fagnar staðsetningu stofnunar Stjórn kaupfélags Eyfirðinga fagnar ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra um að staðsetja Landbúnaðarstofnun á Selfossi. Í ályktun stjórnar KEA sem samþykkt var á fundi félagsins segir að ákvörðunin staðfesti afstöðu ríkisstjórnarinnar til staðsetningar opinberra verkefna. 7.6.2005 00:01 Slapp við frekari refsingu Maður á þrítugsaldri slapp við refsingu eftir að hann var fundinn sekur um að hafa gengið í skrokk á öðrum manni og lamið hann ítrekað í höfuðið. 7.6.2005 00:01 Þrjú innbrot sömu nóttina Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir þrjá þjófnaði og þrjár tilraunir til innbrots. 7.6.2005 00:01 Fangelsuð fyrir búðarhnupl Kona á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í níutíu daga fangelsi fyrir þjófnað. 7.6.2005 00:01 Fimm menn ákærðir vegna banaslyss Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. 7.6.2005 00:01 Undrast aðgerðaleysi stjórnvalda Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Raufarhafnarhreppi, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með lítinn stuðning stjórnvalda, sem vilyrði var gefið fyrir þegar staðurinn gekk í gegnum mikla erfiðleika. "Ég hélt að það væri meira kjöt á þessum beinum ríkisstjórnarinnar, því það hefur ekki farið mikið fyrir þeim stuðningi sem talað var um". 7.6.2005 00:01 39 hrefnur verði veiddar í ár Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyft verði að veiða 39 hrefnur til vísindarannsókna í ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnur verði veiddar þetta sumarið en hefur ekki tekið ákvörðum um hversu margar þær verða. 7.6.2005 00:01 Tapaði á áhættufjárfestingum Málræktarsjóður hefur ekki úthlutað styrkjum síðustu þrjú ár vegna fjármagns sem tapaðist með áhættufjárfestingum árið 2000 og sennilega eru tvö ár í að hann geti úthlutað næst. 7.6.2005 00:01 Alþjóðleg samkeppni um Vatnsmýri Undirbúningur er nú hafinn að alþjóðlegri samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. "Við teljum að þetta sé einstakt tækifæri til að halda alþjóðlega samkeppni um stórt lykilsvæði í hjarta höfuðborgar," segir Dagur B. Eggertsson. "Þetta hefur allt til að bera til að vekja heimsathygli meðal arkitekta og skipulagsfræðinga." 7.6.2005 00:01 Reykjavík vart flokkuð sem borg "Með hliðsjón af viðmiðum um þéttbýli og þéttleika byggðar þá er ég ekki viss um að Reykjavík félli annars staðar undir þá skilgreiningu að vera borg," segir Orri Gunnarsson, verkfræðingur. 7.6.2005 00:01 Kostnaður meiri en tekjurnar Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare er kostnaður við hvalveiðar í vísindaskyni mun meiri en þær tekjur sem hafa mætti af sölu afurðanna. Reynslan af markaðssetningu á Íslandi, Noregi og Japan gefi til kynna að neytendamarkaður fyrir hvalkjöt sé lítill og fari minnkandi, segir einnig í skýrslunni. 7.6.2005 00:01 Unglæknar fá leiðréttingu Landspítalinn hefur skipað starfsnefnd sem fer yfir vinnutíma unglækna með það fyrir augum að laga hann að ákvæðum vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins. Nefndin á að koma með tillögur að nýju vaktafyrirkomulagi unglækna fyrir 27. júní, en í því verður þá farið eftir ákvæðum um lágmarkshvíldartíma og hámarksvinnutíma. 7.6.2005 00:01 Slökkvilið með jafnréttisáætlun Slökkvilið Akureyrar hefur fyrst stofnana bæjarins sett sér jafnréttisáætlun í samræmi við jafnréttislög og jafnréttisstefnu bæjarins. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frá því um áramót hafi margar stofnanir bæjarins unnið að gerð jafnréttisáætlana, þar á meðal grunnskólar bæjarins, Framkvæmdamiðstöð, Heilsugæslustöð og Öldrunarheimili. 7.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ólafur sakaður um málþóf Ólafur F. Magnússon lagði í fyrradag til á borgarstjórnarfundi að heimildir til niðurrifs sjö gamalla húsa yrðu dregnar til baka. Húsin eru milli Smiðjustígs og Vatnsstígs og fimm þeirra eru frá 19. öld. 8.6.2005 00:01
Dagný bendi á dæmi Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að Kristinn H. Gunnarsson flokksbróðir hennar á Alþingi, sé vandamál í Framsóknarflokknum og þingmaðurinn tæti niður mál sem séu flokknum góð og þörf. Þessu hélt Dagný fram í RÚVAK í gær í umræðum um fylgi flokksins og skoðanakannanir. Kristinn H. Gunnarsson segir að orð Dagnýjar þarfnist rökstuðnings. 8.6.2005 00:01
Margir sækjast eftir efsta sætinu Allt eins getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að undanskildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins. 8.6.2005 00:01
Oddvitinn ekki hissa "Ég veit ekki hvað á að segja um framkvæmd sem fer 150 prósent fram úr áætlun annað en að ég er ekki mjög hissa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. 8.6.2005 00:01
Tignarleg sveitahöll í Borgarfirði Glöggir vegfarendur sem leið eiga um Borgarfjörð hafa efalítið tekið eftir sveitahöllinni að Skarðshömrum sem ekki á sinn líkan í sveitum landsins og þó víðar væri leitað. Hún hefur verið í byggingu síðan í byrjun árs 2003 en nú eru framkvæmdir á lokastigi. 8.6.2005 00:01
Fjallar ekki frekar um bankasölu Löngum fundi fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda og framkvæmdanefnd um einkavæðingu lauk í gær með samþykkt meirihlutans um að nefndin fjallaði ekki frekar um málið. "Það kom margt fram á fundinum sem kallaði á frekari útskýringar," sagði Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar eftir fundinn. 8.6.2005 00:01
Stefnan að hafa álverið á Húsavík Iðnaðarráðuneytið hefur sett stefnuna á Húsavík við undirbúning álvers á Norðurlandi og miðast vinna við val virkjanakosta nú við þá staðsetningu. Gert er ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Húsavík geti annað raforkuþörf meðalstórs álvers. 8.6.2005 00:01
Helmingur nýrra hjóla ólöglegur Nærri helmingur nýrra reiðhjóla hér á landi er ólöglegur þegar þau eru seld út úr búðum. Hvorki Umferðarstofa né lögregla segjast eiga að hafa eftirlit með því að reiðhjól séu fullbúin þegar þau eru seld. 8.6.2005 00:01
Skerjafjarðarbraut þótti óhagkvæm Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. 8.6.2005 00:01
Ósætti í fjárlaganefnd Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti í dag, í trássi við vilja stjórnarandstöðunnar, að hætta athugun á einkavæðingu bankanna. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum enn ósvarað. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður segir að stjórnarandstaðan muni nú íhuga hvort þess verði krafist að þing verði kallað saman vegna málsins. 8.6.2005 00:01
Síldin komin inn í lögsöguna Íslensk og færeysk skip eru nú að veiðum skammt út af Austfjörðum en þar hefur norsk-íslenska síldin veiðst vel frá því íslensku skipin héldu til veiða eftir sjómannadag. 8.6.2005 00:01
Örnum vex ásmegin Arnarstofninn á Íslandi telur nú yfir 60 varppör og telja starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands að stofninn hafi ekki verið stærri í um hálfa öld eða frá því að farið var að fylgjast reglulega með arnarstofninum. 8.6.2005 00:01
Snjóframleiðsla hefst næsta haust Skíðafélag Dalvíkur stefnir á að hefja snjóframleiðslu í Böggvisstaðafjalli í haust. Kostnaðurinn er talinn vera um 21 milljón króna og segir Óskar Óskarsson, formaður félagsins, að fjármögnun gangi vonum framar. 8.6.2005 00:01
Kennurunum settir afarkostir Skólastjórn Landakotsskóla sendi nokkrum kennurum skólans bréf í gær þar sem sagt er að skriflegur stuðningur við stjórnina sé skilyrði fyrir því að þeir haldi starfi sínu við skólann. Foreldrar funda með stjórninni í kvöld þar sem afsagnar hennar verður krafist lagist staðan ekki. 8.6.2005 00:01
Krabbameinssjúklingar selja lyfin Algengt er að fíklar útivegi sér morfín og önnur ávanabindandi efni með því að falsa lyfseðla, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. 8.6.2005 00:01
Menningarsetur í Svarfaðardal Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfélag Eyfirðinga hafa ákveðið, í samstarfi við Dalvíkurbyggð, að hafa forystu um stofnun menningar- og náttúrufræðaseturs á Húsabakka í Svarfaðardal. Verið er að skipa starfshóp þessara aðila til að fylgja verkefninu eftir. Rekstur setursins verður í höndum sérstaks félags. 8.6.2005 00:01
Fimm ákærðir vegna banaslyss Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. 7.6.2005 00:01
Rækjan nærri hruni fyrir vestan Rækjustofninn veiðist vart lengur á Íslandsmiðum og er nánast hruninn í Ísafjarðardjúpi. Hafrannsóknarstofnunin leggur til að upphafsafli úthafsrækju verði minnkaður um þriðjung á næsta fiskveiðiári. 7.6.2005 00:01
Séra Hjalti verði ráðinn aftur Foreldrar barna í Landakotsskóla skora á stjórn skólans að ráða séra Hjalta Þorkelsson aftur sem skólastjóra og veita honum fullt og óskorað umboð til að stjórna skólanum. Foreldrar lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu í skólanum. 7.6.2005 00:01
Kanna jarðhita á Grænlandi Iðnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samstarfssamning sem gerður hefur verið við Grænland um orkumál. Samningurinn fylgir í kjölfar þess að sveitarfélag á Diskó-eyju á Grænlandi óskaði eftir samstarfi um það hvort og hvernig væri hægt að nýta 19 gráðna heitt vatn sem fundist hefur á eynni. Iðnaðarráðuneytið hefur falið Íslenskum orkurannsóknum að kanna jarðhitann og hefjast jarðfræðirannsóknir í ágúst næstkomandi. 7.6.2005 00:01
Stífla brast í Sandá í gær Verulegt tjón varð þegar stífla brast í Sandá við Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, í gærkvöldi. Tvær rafmagnsvirkjanir í ánni, sem eru í einkaeigu, urðu óvirkar vegna óhappsins og þótti mildi að ekki urðu slys á fólki. Efri virkjunin var tekin í notkun í mars síðastliðnum en neðri stöðin árið 2003. 7.6.2005 00:01
Ræða þrískiptingu ríkisvalds Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. 7.6.2005 00:01
Prófkjör síðla hausts Prófkjör vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006 verður haldið mánaðamótin október nóvember næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í dag og verður prófkjörið lagt til við fulltrúaráðsfund í byrjun september. 7.6.2005 00:01
Varað við símasölu netfyrirtækis Tölvu- og netþjónustan Snerpa varar fólk við símasölu frá erlendu netfyrirtæki. Í tilkynningu frá Snerpu segir að fyrirtækið hafi síðustu daga fengið ábendingar um símasöluherferð netfyrirtækisins þar sem hringjandinn segist vera að aðstoða við skráningu á nafni viðkomandi í lénaskrá. 7.6.2005 00:01
Eimskip semur um smíði skipa Eimskipafélag Íslands hefur gert samninga um smíði tveggja fullkominna frystiskipa og hefur félagið auk þess möguleika á fjórum skipum til viðbótar. Kaupverð skipanna tveggja er um 2,6 milljarðar íslenskra króna. Forráðamenn Eimskipafélagsins segja að samningarnir séu liður í áætlunum félagsins um að verða leiðandi flutningafyrirtæki á sviði frysti- og kæliflutninga á Norður-Atlantshafi. 7.6.2005 00:01
Læknar átaldir fyrir morfínávísun Landlæknisembættið hefur að undanförnu átalið hóp lækna fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf. Sumir hafa fengið áminningu. Sérstaklega er tekið í lurginn á þeim sem hagnast með þessum hætti. Nytsemi nýs lyfjagagnagrunns er farin að skila sér. 7.6.2005 00:01
Hálft ár fyrir skjalafals 45 ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Maðurinn seldi Íslandsbanka skuldabréf þann 27. ágúst í fyrra fyrir tvær og hálfa milljón króna en hann gaf bréfið út sama dag og hafði jafnframt falsað áritun á nafni konu í reit fyrir samþykki sjálfskuldarábyrgðarmanns. Ákærði játaði brot sitt fyrir dóminum. 7.6.2005 00:01
Segir aðgerðir munu skila árangri Stjórn Landakotsskóla telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til til lausnar fjárhags- og stjórnunarvanda skólans eigi eftir að skila árangri og tryggja grundvöll starfseminnar til framtíðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn skólans sendi frá sér í dag, en undir hana skrifar Gunnar Örn Ólafsson, formaður stjórnar Landakotsskóla. 7.6.2005 00:01
Mikið spurt eftir líknarskrá Mikið er spurt eftir líknarskrá, sem er í vinnslu hjá landlæknisembættinu, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. 7.6.2005 00:01
Telur að skipun rektors standi Umboðsmaður Alþingis telur að landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafi ekki verið vanhæfur til að ákveða hver skyldi skipaður í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá telur umboðsmaður ólíklegt að skipunin verði talin ógildanleg. 7.6.2005 00:01
Tekur upp hljóð úr geimnum Íslenski verkfræðingurinn Eggert Guðmundsson starfar á dansk-bandarísku vísindastöðinni Kellyville á Grænlandi við það að taka upp hljóð frá himingeimnum. Gögnin eru síðan rannsökuð af hernaðarlegum og borgaralegum sérfræðingum í Bandaríkjunum. Væntanlega með það meðal annars í huga að rannsaka líf úti í geimnum. 7.6.2005 00:01
Helmingur reiðhjóla ólöglegur Tæplega helmingur allra nýrra reiðhjóla, sem seld eru í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, er ólöglegur, samkvæmt athugun sem Brautin, bindindisfélag ökumanna, hefur gert á sölu reiðhjóla. Í úttektinni voru einungis stærstu hjólreiðaverslanirnar athugaðar. Í ljós kom að nær engin verslun var með allan þann búnað sem skylt er að hafa á reiðhjóli en oftast vantaði keðjuhlíf, glitmerki, bjöllu og lás. 7.6.2005 00:01
KEA fagnar staðsetningu stofnunar Stjórn kaupfélags Eyfirðinga fagnar ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra um að staðsetja Landbúnaðarstofnun á Selfossi. Í ályktun stjórnar KEA sem samþykkt var á fundi félagsins segir að ákvörðunin staðfesti afstöðu ríkisstjórnarinnar til staðsetningar opinberra verkefna. 7.6.2005 00:01
Slapp við frekari refsingu Maður á þrítugsaldri slapp við refsingu eftir að hann var fundinn sekur um að hafa gengið í skrokk á öðrum manni og lamið hann ítrekað í höfuðið. 7.6.2005 00:01
Þrjú innbrot sömu nóttina Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir þrjá þjófnaði og þrjár tilraunir til innbrots. 7.6.2005 00:01
Fangelsuð fyrir búðarhnupl Kona á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í níutíu daga fangelsi fyrir þjófnað. 7.6.2005 00:01
Fimm menn ákærðir vegna banaslyss Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. 7.6.2005 00:01
Undrast aðgerðaleysi stjórnvalda Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Raufarhafnarhreppi, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með lítinn stuðning stjórnvalda, sem vilyrði var gefið fyrir þegar staðurinn gekk í gegnum mikla erfiðleika. "Ég hélt að það væri meira kjöt á þessum beinum ríkisstjórnarinnar, því það hefur ekki farið mikið fyrir þeim stuðningi sem talað var um". 7.6.2005 00:01
39 hrefnur verði veiddar í ár Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyft verði að veiða 39 hrefnur til vísindarannsókna í ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnur verði veiddar þetta sumarið en hefur ekki tekið ákvörðum um hversu margar þær verða. 7.6.2005 00:01
Tapaði á áhættufjárfestingum Málræktarsjóður hefur ekki úthlutað styrkjum síðustu þrjú ár vegna fjármagns sem tapaðist með áhættufjárfestingum árið 2000 og sennilega eru tvö ár í að hann geti úthlutað næst. 7.6.2005 00:01
Alþjóðleg samkeppni um Vatnsmýri Undirbúningur er nú hafinn að alþjóðlegri samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. "Við teljum að þetta sé einstakt tækifæri til að halda alþjóðlega samkeppni um stórt lykilsvæði í hjarta höfuðborgar," segir Dagur B. Eggertsson. "Þetta hefur allt til að bera til að vekja heimsathygli meðal arkitekta og skipulagsfræðinga." 7.6.2005 00:01
Reykjavík vart flokkuð sem borg "Með hliðsjón af viðmiðum um þéttbýli og þéttleika byggðar þá er ég ekki viss um að Reykjavík félli annars staðar undir þá skilgreiningu að vera borg," segir Orri Gunnarsson, verkfræðingur. 7.6.2005 00:01
Kostnaður meiri en tekjurnar Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare er kostnaður við hvalveiðar í vísindaskyni mun meiri en þær tekjur sem hafa mætti af sölu afurðanna. Reynslan af markaðssetningu á Íslandi, Noregi og Japan gefi til kynna að neytendamarkaður fyrir hvalkjöt sé lítill og fari minnkandi, segir einnig í skýrslunni. 7.6.2005 00:01
Unglæknar fá leiðréttingu Landspítalinn hefur skipað starfsnefnd sem fer yfir vinnutíma unglækna með það fyrir augum að laga hann að ákvæðum vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins. Nefndin á að koma með tillögur að nýju vaktafyrirkomulagi unglækna fyrir 27. júní, en í því verður þá farið eftir ákvæðum um lágmarkshvíldartíma og hámarksvinnutíma. 7.6.2005 00:01
Slökkvilið með jafnréttisáætlun Slökkvilið Akureyrar hefur fyrst stofnana bæjarins sett sér jafnréttisáætlun í samræmi við jafnréttislög og jafnréttisstefnu bæjarins. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frá því um áramót hafi margar stofnanir bæjarins unnið að gerð jafnréttisáætlana, þar á meðal grunnskólar bæjarins, Framkvæmdamiðstöð, Heilsugæslustöð og Öldrunarheimili. 7.6.2005 00:01