Fleiri fréttir

Yfir hundrað þúsund fyrir rauðvín

Karlmaður á fertugsaldri, sem pantaði sér rauðvínsflösku á Kaffi Reykjavík í janúar á þessu ári, hefur verið dæmdur fyrir að borga ekki flöskuna.

Vetrarfærð fyrir norðan og austan

Vorið virðist víðs fjarri á Norðaustur- og Austurlandi því samkvæmt Vegagerðinni er vetrarfærð þar víða, hálka eða hálkublettir, einkum á heiðum. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og verið að moka Þorskafjarðarheiði. Á Tröllatunguheiði er þæfingur.

Sturla frá vegna uppskurðar

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, gekkst undir aðgerð á Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi á föstudaginn var vegna brjóskloss í baki.

Guðmundur Árni verður sendiherra

Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður sendiherra og hættir á Alþingi eftir því sem háttsettar heimildir fréttastofu Byllgjunnar í stjórnkerfinu herma. Talið er að Guðmundur Árni verði sendiherra í Svíþjóð og taki við af Svavari Gestssyni. Hann er sagður flytjast til Danmerkur. Guðmundur Árni hefur ekki viljað tjá sig um málið og svaraði öllum spurningum fréttamanna með því að segja að hann kæmi af fjöllum.

Hálkublettir víða um land

Þrátt fyrir að sumarið sé að ganga í garð er ekki sjálfgefið að sumarveðrið fylgi með; samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir víða um land. Þar á meðal eru hálkublettir á Mývatnsöræfum á Norðausturlandi. Þá er einnig hálka á heiðum á Norðausturlandi, á Fjarðarheiði og á leiðinni til Norðfjarðar yfir Oddsskarð og á Steingrímsfjarðarheiði.

Sérframboð leiði til falls

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að bjóði flokkarnir í R-listasamstarfinu fram sér falli að líkindum meirihlutinn. Borgarfulltrúi R-listans sagði um helgina að það væru helmingslíkur á því að Framsóknarflokkurinn byði fram sér í næstu borgarstjórnarkosningum.

Vilja afnema stimpilgjöld

Tæplega 95 prósent þáttakenda í vefkönnun sem fram hefur farið á vef Neytendasamtakanna telja að afnemi eigi stimpilgjöld og lýsa samtökin undrun yfir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi á Alþingi í vetur.

Álagning kaupmanna vel rífleg

"Þessar niðurstöður koma mér á óvart og sýna að innflytjendur hafa verið ríflegir í allri álagningu sinni," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýbirt verðkönnun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sýnir að tugprósentamunur var á verðum á fatnaði og skóm hérlendis samanborið við þjóðir innan ESB.

Hyggjast stofna Vestfjarðaakademíu

Til stendur að stofna félag fræðimanna á Vestfjörðum um næstu mánaðamót og hefur það fengið vinnuheitið Vestfjarðaakademían. Að stofnun félagsins standa Ólína Þorvarðardóttir, rektor Menntaskólans á Ísafirði, og Anna Guðrún Edvardsdóttir hjá Náttúrustofu Vestfjarða.

Betra að reykja en vera of þungur

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir sérstökum heilsufarsupplýsingum séu umsækjendur um ættleiðingu yfir ákveðnum þyngdarstuðli. Er það sagt vegna hættu á æða- og hjartasjúkdómum. Einskis er spurt þótt umsækjandi reyki að sögn kjörföður. </font /></b />

Upplýsingar fyrir alla

Tekið hefur til starfa Upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Veitt er ráðgjöf í síma 1700 á dagvinnutíma alla virka daga.

Golfvellir flestir þokkalegir

"Korpan hefur aldrei komið jafn illa undan vetri og núna auk þess sem veðráttan í maí hefur verið afar slæm," segir Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur.

Ekki launaskrið

Ekki er um launaskrið að ræða, þótt laun hafi hækkað um 6,7 prósent síðastliðna tólf mánuði og kaupmáttur vaxið um 2,3 prósent, segir Alþýðusamband Íslands.

Flúðaskóli hreppti verðlaunin

Fjórði bekkur Flúðaskóla hreppti 100 þúsund krónur í verðlaun í teiknimyndsamkeppni meðal fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins.

Segir launaskrið ekki hafið

Alþýðusamband Íslands segir að ekkert bendi til þessað mikið launaskrið sé hafið. Launavísitalan hækkaði um 0,5 prósent milli apríl og maí og síðustu tólf mánuði hafa laun hækkað um 6,7 prósent en á sama tíma hækkaði verðlag um 4,3 prósent. ASÍ segir að enn gæti áhrifa af tvennum kjarasamningsbundnum launahækkunum á almennum markaði, þ.e. við gildistöku nýrra kjarasamninga í mars og apríl í fyrra ásamt hækkunum um þrjú prósent um síðustu áramót.

Uppröðun listans helsta hindrunin

Samfylkingin vill að framboðslisti R-listans verði valinn í opnu prófkjöri. Vistri grænir og Framsókn hafna ekki prófkjöri en vilja halda í jafnræðisreglu flokkanna. Líklegt að óháðir missi sæti sín á listanum.

Byggingarstjóri er ekki skrautblóm

"Byggingarstjóri ber mikla ábyrgð og ef fram koma gallar á húsnæði þá þarf hann að svara fyrir sig. Við höfum ekki mörg dómafordæmi en það eru að koma upp mörg mál núna," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins.

Frábær aðsókn

"Ég er að undirbúa mig fyrir næstu lotu. Þetta hefur gengið afskaplega vel og það er mikið um að vera," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík.

Vanefndir í Hveragerði

Verktakafyrirtækið, sem annaðist framkvæmdir á fjölbýlishúsinu í Grafarholti, hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur Guðjón Ægir Sigurjónsson lögmaður verið skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

Tjónþolar fá hlut sinn bættan

Tryggingafélögin eru bótaskyld ef byggingarstjórar vanrækja skyldur sínar og gerast sekir um brot í starfi. Íbúar í fjölbýlishúsi í Grafarholti segjast hafa orðið fyrir tjóni sem þeir rekja til vanefnda verktakanna sem byggðu húsið og byggingarstjóri gerði ekki athugasemdir við.

Sagðir á leið í sendiherrastörf

Guðmundur Árni Stefánsson er að hætta sem alþingismaður til að gerast sendiherra. Sterkur orðrómur er einnig um að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri verði skipaður sendiherra. Heimildarmenn búast við að tilkynnt verði um skipan þeirra nú um mánaðamótin. Báðir segjast hins vegar koma af fjöllum.

Rífa hús við Borgartún 17

Þessa dagana er unnið við að rífa niður hús sem stendur við Borgartún 17 en til stendur að tvöfalda höfuðstöðvar Kaupþings banka. Í húsinu voru verkfræði- og arkitektaskrifstofur og í fyrstu stóð til að gera brú á milli hússins og núverandi höfuðstöðva. Húsið sem er 27 ára þykir hins vegar barn síns tíma en lofthæðin þykir ekki næg fyrir tilhlýðilegt loftræstikerfi.

Verðlaun afhent

Fræðslu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna er nú formlega lokið og voru þeim sem stóðu sig best afhent verðlaun í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í gær við hátíðlega athöfn.

Ný stjórn Samkeppniseftirlitsins

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Samkeppniseftirlitsins sem tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum þann 1. júlí.

Fuglar geti borið flensu hingað

Óttast er að farfuglar sem ferðast heimsálfa á milli beri fuglaflensu landa á milli og jafnvel hingað til lands, segir dýralæknir í alifuglasjúkdómum.

Lögeglumaður lenti í árekstri

Lögeglumaður viðbeinsbrotnaði eftir að hann lenti í árekstri á bifhjóli sínu við bifreið á gatnamótum Háteygvegsvegi og Stakkahlíðar um fimmleytið í gær

Eldur í kjallara fjölbýlishúss

Slökkvilið höfuðborgasvæðisins var kallað út eftir að mikils reyks var vart í kjallara í fjölbýlishúsi að Háaleitisbraut um klukkan hálf fimm í gær. Eldur hafði komið upp í þvottavél og þurfti reykkafara til að komast að honum.

Deilur um stóriðju innan R-lista

Forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var á síðustu stundu meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver í Helguvík. Ástæðan er ágreiningur R-listaflokkanna um stóriðjuuppbyggingu.

Þrír handteknir á Selfossi

Þrír menn voru handteknir á Selfossi á fimmtudaginn eftir að nokkurt magn af amfetamíni, kannabisefnum og -plöntum fannst við húsleit lögreglunnar.

Þjást enn af áfallastreitu

Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu.

Háskólar semja um nemendaskipti

Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum.

Fer ekki út vegna flugfélagsreglna

Gylfi Baldursson talmeinafræðingur fékk ekki að kaupa ferð til Króatíu með Heimsferðum. Flugfélagið sem ferðaskrifstofan skiptir við neitaði að útvega honum súrefniskút meðan á ferðinni stæði. Þá var honum meinað að koma með sinn eigin kút.

Ryðja þurfti snjó á fjallvegum

Vinnuvélar Vegagerðarinnar eru ekki komnar í sumarfrí en ryðja þurfti Þorskafjarðarheiði og hreinsa snjó af fjallvegum á Austurlandi í morgun.

Frá Siglufirði til borgar á hjóli

Tíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar hjóluðu til Reykjavíkur til að taka við viðurkenningu í keppninni <em>Hjólað í vinnuna</em>.

Ný forystusveit í Samfylkingunni

Nánast algerlega ný forystusveit tekur nú við stjórnartaumunum í Samfylkingunni eftir úrslit kosninga á landsfundi flokksins í gær. Auk nýs formanns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og nýs varaformanns, Ágústs Ólafs Ágústssonar, var Ari Skúlason kjörinn gjaldkeri.

Talsvert slasaður eftir bílveltu

Ökumaður flutningabíls, sem valt skammt frá Þverá í Þjórsárdal snemma í morgun, slasaðist talsvert. Maðurinn gekk á sokkaleistunum um tveggja og hálfs kílómetra leið að bænum Fossnesi til að láta vita af sér.

Erill hjá lögreglu í nótt

Það voru víða Evróvisjón-partý í nótt og töluvert að gera í lögregluumdæmum í kringum landið vegna hávaðaútkalla. Lögreglan í Reykjavík var kölluð nokkuð oft út vegna hávaða í heimahúsum sem víða stóð fram yfir miðnætti. Þá voru þrettán ökumenn stöðvaðir í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur.

Frostnætur tíðar í maí

Það sem af er þessum maímánuði hafa frostnætur verið alltíðar. Lætur nærri að í innsveitum hafi mælst frost aðra hverja nótt í mánuðinum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Í Reykjavík hefur næturfrost einnig verið oftar en venja er til eða átta sinnum líkt og á Akureyri.

Ný stjórn Samkeppniseftirlits

Viðskiptaráðherra hefur skipað í stjórn Samkeppniseftirlitsins. Í stjórnina voru skipuð Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands sem jafnframt er formaður, Jóna Björk Helgadóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, og Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli.

Kominn tími á kynslóðaskipti

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Úr takti við almenna flokksmenn?

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir úrslitin í kjöri í embætti innan Samfylkingarinnar í gær benda til þess að forystusveit flokksins og þingmenn hafi verið úr takti við hinn almenna flokksmann. Það hljóti að mega túlka niðurstöðurnar sem kröfu um breyttan stjórnunarstíl og vinnubrögð innan flokksins.

Steingrímur væntir góðs samstarfs

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, óskar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til hamingju með mjög afgerandi sigur í formannskjöri í gær. Hann fagnar því sérstaklega að nýr formaður vilji stilla saman strengi stjórnarandstöðunnar og fella núverandi ríkisstjórn. Steingrímur væntir góðs samstarfs og er bjartsýnn á árangursríkt samstarf.

Ný framkvæmdastjórn kjörin

Ný framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar var kjörin síðdegis á landsfundinum sem fram fer í Egilshöll. Þau sem náðu kjöri eru Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Karl V. Matthíasson og Ingileif Ástvaldsdóttir.

Kona vék vegna kynjakvóta

Landsfundi Samfylkingarinnar var slitið nú síðdegis með ferföldu húrrahrópi. Þetta var langfjölmennasti landsfundur í sögu flokksins og þátttaka í formannskjörinu var meiri en dæmi eru um í íslenskum stjórnmálaflokki. Ýmsum þótti reyndar nóg um þær breytingar sem hafa orðið á forystunni í þágu kvenna og barna.

Júlíus Vífill stefnir líka hátt

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Gísli er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna því Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í flokknum.

Sjá næstu 50 fréttir