Háskólar semja um nemendaskipti 13. október 2005 19:15 Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. Að stunda nám í Kína gefur íslenskum námsmönnum einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig lífið gengur fyrir sig í samfélagi svo fjarri okkur. Flestir þeirra nemenda sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hafa áhuga á viðskiptum og vilja taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem á sér stað í Kína. Þar komu fram hugmyndir um að flytja út allt frá plastparketi og hátæknivörum til jurtaviagra. Shanghai er mögnuð borg. Þar búa um 13 milljónir manna á tiltölulega litlu svæði og uppbyggingin er gríðarlega hröð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslans, segir að borgarstjóri Sahnghai hafi sagt sér að þegar Hu, foreti Kína, hefði komið til borgarinnar fyrir skömmu hefði hann tilkynnt að það væri stefna Kína að Shanghai yrði heimsborg. Það sé merkilegt markmið vegna þess að heimsborgir séu borgir frelsis og tilfinninga og strauma milli fólks. Haukur Halldórsson, nemandi frá Bifröst sem starfar í Kína, segir að allir þeir sem hann þekki í Shanghai séu sammála um að það sé mjög gott að vera í Shanghai nú um stundir því það sé mikið að gerast. Háskólinn í Reykjavík náði á dögunum samningi við Ceibs-viðskiptaháskólann í Shanghai sem talinn er einn allra besti viðskiptaháskóli Asíu. Samningurinn felur í sér nemendaskipti í MBA-námi og er gert ráð fyrir að kínversku nemendurnir muni geta unnið fyrir íslensk fyrirtæki á meðan námi þeirra hér stendur. Ólafur Ragnar segir kínverskunám nú orðið nánast jafn mikilvægt og enskunámið þegar hann hélt utan í framhaldsnám. Karen Briem, nemi í kínversku við Pekingháskóla, segir að það hafi verið mjög gott að fara til Kína og ná grunnfærni í kínversku áður en hún fari að gera eitthvað meira. Þorgerður Þórðardóttir, sem einnig nemur kínversku í Pekingháskóla, hefur einnig lokið viðskiptafræði. Hún er á öðru ári sínu og segist vilja vera áfram í Kína og leita að tækifærum. Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. Að stunda nám í Kína gefur íslenskum námsmönnum einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig lífið gengur fyrir sig í samfélagi svo fjarri okkur. Flestir þeirra nemenda sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hafa áhuga á viðskiptum og vilja taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem á sér stað í Kína. Þar komu fram hugmyndir um að flytja út allt frá plastparketi og hátæknivörum til jurtaviagra. Shanghai er mögnuð borg. Þar búa um 13 milljónir manna á tiltölulega litlu svæði og uppbyggingin er gríðarlega hröð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslans, segir að borgarstjóri Sahnghai hafi sagt sér að þegar Hu, foreti Kína, hefði komið til borgarinnar fyrir skömmu hefði hann tilkynnt að það væri stefna Kína að Shanghai yrði heimsborg. Það sé merkilegt markmið vegna þess að heimsborgir séu borgir frelsis og tilfinninga og strauma milli fólks. Haukur Halldórsson, nemandi frá Bifröst sem starfar í Kína, segir að allir þeir sem hann þekki í Shanghai séu sammála um að það sé mjög gott að vera í Shanghai nú um stundir því það sé mikið að gerast. Háskólinn í Reykjavík náði á dögunum samningi við Ceibs-viðskiptaháskólann í Shanghai sem talinn er einn allra besti viðskiptaháskóli Asíu. Samningurinn felur í sér nemendaskipti í MBA-námi og er gert ráð fyrir að kínversku nemendurnir muni geta unnið fyrir íslensk fyrirtæki á meðan námi þeirra hér stendur. Ólafur Ragnar segir kínverskunám nú orðið nánast jafn mikilvægt og enskunámið þegar hann hélt utan í framhaldsnám. Karen Briem, nemi í kínversku við Pekingháskóla, segir að það hafi verið mjög gott að fara til Kína og ná grunnfærni í kínversku áður en hún fari að gera eitthvað meira. Þorgerður Þórðardóttir, sem einnig nemur kínversku í Pekingháskóla, hefur einnig lokið viðskiptafræði. Hún er á öðru ári sínu og segist vilja vera áfram í Kína og leita að tækifærum.
Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira