Þjást enn af áfallastreitu 13. október 2005 19:15 Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. Suðurlandsskjálftarnir stóru sumarið 2000 eru með mestu náttúruhamförum hérlendis í seinni tíð. Jafnan hefur verið talað um tvo skjálfta, þann sem varð á þjóðhátíðardaginn 17. júní og mældist 6,6 á Richter og þann sem varð skömmu eftir miðnætti 21. júní og mældist 6,5 á Richter. Minna hefur verið talað um þriðja stórskjálftann en hann kom tveimum mínútum eftir þann fyrsta og á annarri sprungu og mældist 5,7 á Richter. Jón Börkur Ákason, jarðskjálftamiðstöð HÍ á Selfossi, segir að miðskjálftinn hafi átt upptök sín rétt vestan við fyrsta skjálftann. Hann hafi valdið gífurlegri skelfingu vegna þess að mínúturnar tvær sem liðu frá því að fyrsta skjálftinn reið yfir og þar til annar skall á hafi nægt fólki til að átta sig á því að skelfilegur atbuður hefði gerst. Þegar seinni skjálftinn hafi skekið jörðina hafi gripið um sig gífurleg hræðsla. Margir hafi jafnvel haldið að þeir myndu ekki lifa atburðina af. Fjallað var um nýtt rit sem út er komið um Suðurlandsskjálftana í Norræna húsinu í dag. Í ritinu er gerð grein fyrir samfélagslegum áhrifum skjálftanna, meðal annars sálrænum, en rannsóknir sýna að allt að eitt þúsund manns búa við áfallastreitu. Jón Börkur segir um stöðugan kvíða og ótta að ræða hjá fólki og hann lýsi sér m.a. í því að minnstu hreyfingar á yfirborði jarðar, sem séu mjög tíðar á Suðurlandi, valdi miklum ótta um að jafnmiklir atburðir og urðu árið 2000 fari aftur af stað. Margir þolendur kvarti yfir þessu og nái sér hreinlega ekki. Sérfræðingar jarðskjálftamiðstöðvarinnar á Selfossi telja að gera verði úttekt á undurstöðum og burðarvirkjum allra bygginga á megináhrifasvæði jarðskjálftanna eða allt að tvö þúsund íbúðarhúsa. Jón Börkur segir að þær byggingar sem séu inni á megináhrifasvæðunum skeri sig úr og þær séu undantekningarlaust skemmdar, það sé bara spurning hversu mikið. Góðu fréttirnar séu þær að margar byggingar séu lítið skemmdar og því verði hægt að gera við þær en svo séu aðrar sem ekki borgi sig að gera við. Aðspurður hvort hann eigi við að líkur séu á því að stór hluti af byggingunum séu það mikið skemmdar að þær séu hreinlega hættulegar játar Jón Börkur því. Þetta þýðir að eignatjón í jarðskjálftunum gæti verið mun meira en áður hefur verið talið. Jón Börkur segir að skemmdirnar hafi verið metnar á 2,5 milljarðar og síðar á fimm milljarða en það sé algjört lágmark. Mjög líklega sé um hærri tölu að ræða. Á fundinum í Noræna húsinu í dag kom fram að enn væru óleyst mörg ágreiningsmál vegna tjónauppgjörs og margir tjónþolar hefðu jafnvel gefist upp. Þá kom fram það mat að það hefði verið lán í óláni að öflugasti skjálftinn skyldi verða á þjóðhátíðardaginn einmitt á þeim tíma þegar flest fólk var úti undir berum himni. Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. Suðurlandsskjálftarnir stóru sumarið 2000 eru með mestu náttúruhamförum hérlendis í seinni tíð. Jafnan hefur verið talað um tvo skjálfta, þann sem varð á þjóðhátíðardaginn 17. júní og mældist 6,6 á Richter og þann sem varð skömmu eftir miðnætti 21. júní og mældist 6,5 á Richter. Minna hefur verið talað um þriðja stórskjálftann en hann kom tveimum mínútum eftir þann fyrsta og á annarri sprungu og mældist 5,7 á Richter. Jón Börkur Ákason, jarðskjálftamiðstöð HÍ á Selfossi, segir að miðskjálftinn hafi átt upptök sín rétt vestan við fyrsta skjálftann. Hann hafi valdið gífurlegri skelfingu vegna þess að mínúturnar tvær sem liðu frá því að fyrsta skjálftinn reið yfir og þar til annar skall á hafi nægt fólki til að átta sig á því að skelfilegur atbuður hefði gerst. Þegar seinni skjálftinn hafi skekið jörðina hafi gripið um sig gífurleg hræðsla. Margir hafi jafnvel haldið að þeir myndu ekki lifa atburðina af. Fjallað var um nýtt rit sem út er komið um Suðurlandsskjálftana í Norræna húsinu í dag. Í ritinu er gerð grein fyrir samfélagslegum áhrifum skjálftanna, meðal annars sálrænum, en rannsóknir sýna að allt að eitt þúsund manns búa við áfallastreitu. Jón Börkur segir um stöðugan kvíða og ótta að ræða hjá fólki og hann lýsi sér m.a. í því að minnstu hreyfingar á yfirborði jarðar, sem séu mjög tíðar á Suðurlandi, valdi miklum ótta um að jafnmiklir atburðir og urðu árið 2000 fari aftur af stað. Margir þolendur kvarti yfir þessu og nái sér hreinlega ekki. Sérfræðingar jarðskjálftamiðstöðvarinnar á Selfossi telja að gera verði úttekt á undurstöðum og burðarvirkjum allra bygginga á megináhrifasvæði jarðskjálftanna eða allt að tvö þúsund íbúðarhúsa. Jón Börkur segir að þær byggingar sem séu inni á megináhrifasvæðunum skeri sig úr og þær séu undantekningarlaust skemmdar, það sé bara spurning hversu mikið. Góðu fréttirnar séu þær að margar byggingar séu lítið skemmdar og því verði hægt að gera við þær en svo séu aðrar sem ekki borgi sig að gera við. Aðspurður hvort hann eigi við að líkur séu á því að stór hluti af byggingunum séu það mikið skemmdar að þær séu hreinlega hættulegar játar Jón Börkur því. Þetta þýðir að eignatjón í jarðskjálftunum gæti verið mun meira en áður hefur verið talið. Jón Börkur segir að skemmdirnar hafi verið metnar á 2,5 milljarðar og síðar á fimm milljarða en það sé algjört lágmark. Mjög líklega sé um hærri tölu að ræða. Á fundinum í Noræna húsinu í dag kom fram að enn væru óleyst mörg ágreiningsmál vegna tjónauppgjörs og margir tjónþolar hefðu jafnvel gefist upp. Þá kom fram það mat að það hefði verið lán í óláni að öflugasti skjálftinn skyldi verða á þjóðhátíðardaginn einmitt á þeim tíma þegar flest fólk var úti undir berum himni.
Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira