Fleiri fréttir

Ákæran 900 þúsundum lægri

Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans sagði ekki hægt að sakfella hann fyrir fjárdrátt þó hann hefði ekki gefið tekjurnar upp til skatts. Jón Árni er ákærður fyrir að draga að sér 28 milljónir auk 450 þúsund króna skjalafals.</font /></b />

Sumargjöf til þingmanna

"Þarna vorum við að minna á að á Alþingi liggja fyrir tvær þingsályktunartillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum," segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Barnabókaverðlaunin afhent

Ragnheiður Gestsdóttir hlaut í dag Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrir bókina <em>Sverðberinn</em>. Í sögunni er að mati dómnefndar glímt við sígildar spurningar um gott og illt, mjúkt og hart, og þykir besta frumsamda barnabókin á síðasta ári. Guðni Kolbeinsson hlaut verðlaun fyrir þýðingu bókarinnar <em>Abarat </em>eftir Clive Barker.

Aðhaldsaðgerðir ekki lengra

Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður.

GT verktakar lagðir í einelti

Forsvarsmenn GT verktaka segja fyrirtækið lagt í einelti af yfirtrúnaðarmanni starfsmanna Kárahnjúka, Vinnumálastofnun og Verkalýðsfélögum.

Hefur ekkert að fela

Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að gera opinber öll fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl einstakra þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Forsætisráðherra segir öll sín tengsl löngu upplýst.

Nýtt fjölmiðlafyrirtæki stofnað

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa hefur stofnað hlutafélag um rekstur nýs fjölmiðlafyrirtækis ásamt Karli Garðarssyni, fyrrum fréttastjóra Stöðvar 2 og Steini Kára Ragnarssyni, fyrrum auglýsingastjóra á Popp Tíví.

Framlögin hækkuð um 25 prósent

Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla. Formaður menntanefndar vonast til að sátt náist nú um málið en fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni segir að ekki sé nægilega langt gengið með tillögunni.

Rannsókn skotárásar langt komin

Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald.

Skortur á samráði í Samfylkingunni

Misræmi í yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar tilkynnt var um framboð hennar í síðustu Alþingiskosningum, var til komið vegna skorts á samráði. Össur lýsti yfir framboði hennar á sama tíma og R-listafólk í borginni var að reyna að telja henni hughvarf.

Þjóðin fær ekki að kaupa strax

Forsætisráðherra segir að skýrsla Morgan Stanley um söluferli Símans verði birt fljótlega. Ákveðnar trúnaðarupplýsingar sé þó ekki hægt að birta á þessu stigi málsins. Hins vegar verði almenningi ekki boðið að kaupa strax hlutabréf í Símanum, enda sé ekki hægt að breyta útboðinu í miðju ferli.

Dregur úr áhuga á dísilbifreiðum

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur það klárt mál að hækkun á verði dísilolíu sem fylgir afnámi þungaskatts í sumar muni draga úr áhuga á dísilbifreiðum. Umhverfisráðherra er hins vegar ekki svo svartsýnn.

Nýtt olíufélag

Íslensk olíumiðlun hefur látið reisa um 4000 tonna olíutank í Neskaupstað og hyggst hefja sölu á skipaolíu innan nokkurra vikna.

Ekki staðið við stóru orðin

Fjölga þarf opinberum störfum í Eyjafirði um 330 ef þau eiga að vera hlutfallslega jafn mörg og á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Ragnar Gíslason, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi stjórnvöld ekki staðið við að flytja opinber störf og verkefni til Akureyrar. 

Skoða þarf fjármál flokkanna

Ríkisframlög til starfsemi stjórnmálaflokkanna hafa aukist um rúmar fjörutíu milljónir frá árinu 2000. Þetta kemur fram í skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram í gær. Í ljósi hennar telur Halldór það rétt að endirskoða löggjöf um fjármá stjórnmálaflokkanna.

Vill birta upplýsingar

Einkavæðingarnefnd hefur borist erindi frá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra um möguleika á því að birtar verði tillögur ráðgjafarfyrirtækisins Morgan Stanley um tilhögun á sölu Símans.

Skemmdi þrjá bíla með ofsaakstri

Háskaakstri ölvaðs ökumanns í Reykjavík í nótt lauk með því tveir lögreglubílar og bíll ökumannsins eyðilögðust og fjórir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar og rannsóknar en enginn var þó alvarlega slasaður. Þegar lögreglumenn sáu bíllinn á ofsahraða á Reykjanesbraut kom í ljós að ökumaðurinn var sá sami og tekinn hafði verið á sama bíl fyrr um nóttina vegna ölvunaraksturs en sleppt aftur.

Forðuðu stórtjóni af völdum elds

Snarræði bænda á bænum Þórustöðum á Ströndum og nágranna þeirra kom í veg fyrir að stórtjón og fjárfellir hlytist af eldi sem kviknaði í dráttarvél á bænum í gær. Hún stóð við fjárhús þar sem kindur voru inni. Bændurnir héldu eldinum í skefjum þar til slökkviliðið á Hólmavík kom á vettvang og slökkti hann.

Skemmdir unnar á strætóskýlum

Skemmdarvargar brutu sex rúður í fimm strætisvagnabiðskýlum á Akureyri seint í nótt og eru þeir ófundnir. Engin tilkynning barst um verknaðinn og er því ekkert vitað að svo stöddu hverjir voru þarna að verki. Tjónið nemur um hálfri milljón króna og biður lögreglan á Akureyri þá sem eitthvað kunna að vita um málið að láta sig vita.

Tvö félög samþykkja kjarasamninga

Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hafa samþykkt kjarasamninga við ríkið. Starfsmenn stjórnarráðsins samþykktu sinn samning með 91 prósenti atkvæða en 7 prósent voru andvíg honum. Svipaður samningavilji var meðal opinberra starfsmanna á Austurlandi en þar samþykktu 95,4 prósent kjarasamninginn sem gerður var við ríkið.

Óánægja starfsmanna Norðuráls

Aðeins fjögurra atkvæða munur skyldi að í kosningu um kjarasamning starfsmanna Norðuráls og var hann samþykktur. Fjögur atkvæði voru auð eða ógild.

Óljóst með hrefnuveiðar í sumar

Enn hefur ekkert verið ákveðið um hrefnuveiði í sumar og ljóst er að ekkert verður úr veiðum á sandreyðum og langreyðum í sumar þar sem langan undirbúning þarf til þeirra veiða.

Díselolía verður dýrari en bensín

Lítrinn af díselolíu mun kosta meira en bensínlítri eftir breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald sem taka gildi 1. júlí. Geir Haarde fjármálaráðherra segir það þó væntanlega aðeins verða tímabundið, verðið á díselolíu muni lækka með lækkuðu heimsmarkaðsverði.

Tilboðsfrestur lengdur til 17. maí

Einkavæðingarnefnd ákvað í gær að framlengja frest til að skila inn tilboðum í Símann til 17. maí. Á fimmta tug aðila hafa sótt tilboðsgögn. Upphaflegur frestur til að skila inn óbindandi tilboðum í Símann var 6. maí.

Reykjavíkurborg og Kjarval

Eftirlifandi kona listamannsins Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals og dótturdóttir hans stefndu í gær Reykjavíkurborg fyrir hönd dánarbús listamannsins.

Skólabygging brann

"Þetta er auðvitað áfall fyrir okkur en þetta hefur ekki bein áhrif á skólastarfið þar sem þarna var ekki um eiginlega skólastofu að ræða," segir María Pálmadóttir, aðstoðarskólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.

HR velur Vatnsmýrina

Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að Vatnsmýrin verði framtíðarsvæði skólans og mun yfirstjórn háskólans nú taka upp formlegar samningaviðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu háskólans og tengdrar starfsemi á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Skemmdi tvo bíla lögreglu

Tveir lögreglumenn voru fluttir á slysadeild í fyrrinótt eftir að hafa lent í eltingarleik við ölvaðan ökumann sem ók um á ofsahraða. Tókst loks að stöðva för hans við Rauðavatn ekki fyrr en brotamaðurinn hafði ítrekað ekið fram og aftur á þá tvo lögreglubíla sem króað höfðu hann af.

Snjóflóðavarnir auknar á Ísafirði

Í undirbúningi er gerð viðamikilla snjóflóðavarna fyrir Holtahverfi í Skutulsfirði. Talið er að kostnaður við framkvæmdirnar verði ekki undir 500 milljónum og er hlutur Ísafjarðarbæjar í þeim framkvæmdum 50 milljónir króna, eftir því sem segir á vef Bæjarins besta. Framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.

Ávinningur almennings nánast engin

"Það er ljóst að þetta er ekki alveg það sem menn stefndu að með þessu frumvarpi í upphafi," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, vegna þeirra ummæla Geirs Haarde, fjármálaráðherra, að á óvart komi að díselolía verði dýrari en bensín eftir breytingar á lögum um olíu- og kílómetragjald.

Skemmdi tvo bíla lögreglu

Tveir lögreglumenn voru fluttir á slysadeild í fyrrinótt eftir að hafa lent í eltingarleik við ölvaðan ökumann sem ók um á ofsahraða. Tókst loks að stöðva för hans við Rauðavatn ekki fyrr en brotamaðurinn hafði ítrekað ekið fram og aftur á þá tvo lögreglubíla sem króað höfðu hann af.

Fagnaðarefni fyrir alla

"Persónulega vil ég sjá Davíð sem lengst í stóli formanns enda frábær stjórnmálamaður í alla staði," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra aðspurð um þá ákvörðun Davíðs Oddssonar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins til næstu tveggja ára á næsta landsfundi.

Innflytjendur tæplega 500 fleiri

Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga hérlendis. Pólverjar eru langfjölmennastir og nálgast þeir að vera 2000. Hlutfall innflytjenda af heildaríbúafjölda er þó enn lægra hér en í nágrannalöndunum.

Ákærði mætti ekki til dóms

Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur gaf í gær út handtökuskipun á síbrotamann sem ekki mætti í dómssal þar sem framhald aðalmeðferðar í máli hans átti að fara fram.

Vilja meira fé til samgöngumála

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að framkvæmdafé til samgöngumála í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu verði aukið frá því sem nú er. Þótt framlög til höfuðborgarsvæðisins hafi aukist talsvert að undanförnu sé brýn nauðsyn til að gera enn betur. Þetta kemur fram í bókun sem þeir lögðu fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Borgarstjórn fagnar ákvörðun HR

Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar því að Vatnsmýrin hafi orðið fyrir valinu sem framtíðarsvæði Háskólans í Reykjavík. Tilkynning svo hljóðandi var samþykkt á borgarstjórnarfundi í dag. Þar segir enn fremur að samstarf Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík við undirbúning ákvörðunar háskólaráðsins hafi skerpt sameignlega sýn þessara aðila á frekari þróun Vatnsmýrarinnar sem skapi einstakt tækifæri til að mynda þekkingar- og nýsköpunarumhverfi á heimsmælikvarða í hjarta höfuðborgarinnar.

Mál vegna Kjarvalsverka þingfest

Mál erfingja Jóhannesar Kjarvals gegn Reykjavíkurborg var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erfingjarnir krefjast þess að Reykjavíkurborg láti af hendi rúmlega 5000 málverk og yfir eitt þúsund bækur sem borgin telur að listamaðurinn hafi gefið sér árið 1968.

Tryllt árás í miðbænum

Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum.

Hús Guðjóns Samúelssonar rifið?

Hollvinir Gamla mjólkursamlagsins í Borgarnesi mótmæla að rífa eigi húsið og vilja að það verði byggt upp. Húsið var byggt eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrrum húsameistara ríkisins.

Benedikt fylgi stefnu Jóhannesar

Kaþólikkar á Íslandi fögnuðu því innilega að vera búnir að fá nýjan páfa. Prestar þeirra búast ekki við að nýi páfinn muni víkja mikið frá stefnu Jóhannesar Páls.

Háskólinn í Vatnsmýrina

Tilkynnt var í gær að Háskólinn í Reykjavík hefur valið Vatnsmýrina sem framtíðaruppbyggingarland. Meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina var uppbygging vísindagarða og nánd við Háskóla Íslands. Rektor skólans segist sannfærð um að valið sé rétt.

Hárrétt ákvörðun

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, óskar Háskólanum til hamingju með ákvörðunina um að velja sér stað í Vatnsmýrinni.

Ekki samstíga um mótmæli

Ekki náðist samstaða milli meirihluta og minnihluta borgarstjórnar um sameiginlega yfirlýsingu til Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, þar sem átti að mótmæla rýrum hlut Reykjavíkurborgar í samgönguáætlun ríksins.

Spurningum fékkst ekki svarað

Tvisvar hófust umræður um fundarsköp á fundi borgarstjórnar í gær að frumkvæði sjálfstæðismanna. Ástæðan var að sjálfstæðismenn töldu að Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefði ekki svarað tveimur spurningum sem Guðlaugur Þór Þórðarson vísaði til hennar.

Sjá næstu 50 fréttir