Fleiri fréttir Stæra sig af árásum á heimasíðu Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. 19.4.2005 00:01 Samrýmist stefnu skólans Háskólinn í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að þiggja lóðina í Vatnsmýrinni og segir rektor staðsetninguna samrýmast stefnu skólans. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar segist sátt og óskar skólanum velfarnaðar. 19.4.2005 00:01 Fjárlaganefnd skoðar bankaskýrslu Fjárlaganefnd samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2003 um sölu ríkisbankanna. 19.4.2005 00:01 Lettar í farbanni afskiptir Yfirtrúnaðarmaður á Káranhjúkum er ósattur við framkomu GT verktaka í garð tveggja Letta sem fyrirtækið réði tli vinnu upp á Kárahnjúka. Hann segir að mennirnir hafi fengið sextíu þúsund krónur greiddar síðan þeir um miðjan febrúar. 19.4.2005 00:01 7000 nýskráningar í Samfylkinguna Gríðarleg smölun stuðningsmanna formannsefnanna í Samfylkingunni hefur skilað sjö þúsund nýjum flokksmönnum sem er aukning um tæp 54 prósent frá áramótum. Þá voru skráðir flokksmenn u.þ.b. þrettán þúsund en eru nú rétt um tuttugu þúsund eftir að frestur til að skrá sig í flokkinn, til að geta tekið þátt í formannskjörinu, rann út á föstudag. 18.4.2005 00:01 Rannsókn á sölu Búnaðarbankans Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vill að Alþingi láti fara fram opinbera rannsókn á sölu Búnaðarbankans á sínum tíma og skili þjóðinni skýrslu um málið. 18.4.2005 00:01 UVG vill slíta R-lista samstarfinu Stjórn Ungra Vinstri-grænna í Reykjavík vill að R-lista samstarfinu verði slitið að loknu yfirstandandi kjörtímabili og að flokkurinn bjóði fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01 Slasaðist mikið á Mýrum Erlendur ferðamaður slasaðist mikið þegar bíll, sem hann var farþegi í, flaug út af þjóðveginum við Arnarstapa á Mýrum í gærkvöldi og skall harkalega niður langt utan vegar. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og flutti hann á slysadeild Landspítalans þar sem hann lá á gjörgæsludeild í nótt. 18.4.2005 00:01 Atlantsolía opnar á Akranesi Atlantsolía opnar í dag sjálfsafgreiðslu fyrir díselolíu við höfnina á Akranesi. Þar verður svonefnd kraftdæla sem styttir áfyllingartíma verulega. Í tilkynningu frá félaginu segir að í undirbúningi sé að taka upp sama fyrirkomulag á fleiri stöðum úti á landi. 18.4.2005 00:01 Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. 18.4.2005 00:01 Ofbeldismanna leitað Lögreglan í Reykjavík leitar enn þriggja til fjögurra manna sem börðu tvo menn til óbóta í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Árásirnar virðast báðar hafa verið tilefnislausar og þekkja fórnarlömbin ekkert til árásarmannanna. 18.4.2005 00:01 Árekstur strætisvagns og jeppa Strætisvagn og jeppabifreið lentu í árekstri í Vesturbænum fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var áreksturinn, sem átti sér stað á mótum Dunhaga og Tómasarhaga, minniháttar og urðu engin slys á fólki. 18.4.2005 00:01 Þrjú kynferðisbrotamál um helgina Þrjú kynferðisbrotamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina og átti ungt fólk alls staðar hlut að máli. Meint brot voru öll framin í heimahúsum og með þeim hætti að karlmenn notuðu sér ölvunarástand kvenna til þess að ná fram vilja sínum við þær, gegn vilja þeirra. 18.4.2005 00:01 Fundað vegna ólátabelgjanna Áhöfn Kaupmannahafnarvélar Iceland Express situr þessa stundina á fundi með stjórn félagsins um ólátabelgina sem voru um borð á laugardag. Sex farþegar vélarinnar hótuðu hverjum öðrum og áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. 18.4.2005 00:01 Sameining Samfylkingar og VG? Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fátt standa í vegi fyrir að Vinstri grænir og Samfylkingin geti sameinast í einn flokk. Ungir Vinstri grænir vilja hins vegar slíta R-lista samstarfinu og bjóða fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01 Standa við Biblíubreytingarnar Einar Sigurbjörnsson prófessor, sem situr í þýðingarnefnd Hins íslenska biblíufélags, segir nefndina standa við sínar breytingatillögur og að hann hefði jafnvel viljað ganga lengra. 18.4.2005 00:01 Orkumálastjóri í leyfi Þorkell Helgason orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi um tveggja mánaða skeið. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur í embætti orkumálastjóra umrætt tímabil. 18.4.2005 00:01 Boðin aðstoð gegn streitu Annað slagið koma upp aðstæður vegna mönnunar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þetta segir lögmaður á skrifstofu starfsmannamála. Hann segir ýmsa starfsemi í gangi sem standi starfsfólki til boða ef streita og álag hrjá það. </font /></b /> 18.4.2005 00:01 Mun meiri veikindi starfsmanna LSH Samanburður sem sviðsstjórar Landspítala háskólasjúkrahúss hafa gert á fjarvistum starfsmanna spítalans í janúar og febrúarmánuði í fyrra og á sama tíma í ár sýndu að umtalsvert meira var um veikindi starfsmannanna í ár heldur en í fyrra, að sögn Eydísar Sveinbjarnardóttur starfandi hjúkrunarforstjóra. Hún sagði því ekki að neita að mikið vinnuálag væri á spítalanum. 18.4.2005 00:01 3,6% erlendir ríkisborgarar 10.636 erlendir ríkisborgarar voru með lögheimili hér á landi 1. desember í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta eru um 3,6% landsmanna. Íbúum með erlent ríkisfang hefur fjölgað um helming síðasta áratug en þeir voru 1,8% þjóðarinnar árið 1995. 18.4.2005 00:01 Héðinsfjarðargöng ekki töfralausn Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði telur að einungis með afnámi hrepparígs, opnu hugarfari, bjartsýni og framsýni verði hægt að skapa raunhæfan valkost á Norðurlandi við höfuðborgarsvæðið og bendir á að bættar samgöngur með Héðinsfjarðargöngum séu ekki einar og sér allra meina bót. 18.4.2005 00:01 Stjórnin segi af sér Stjórn Verkstjórasambands Íslands hefur skorað á stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins að segja af sér. Segir í ályktun að ávöxtun sjóðsins hafi verið óviðunandi í samanburði við aðra sjóði og sá slaki árangur sé óafsakanlegur. 18.4.2005 00:01 Mjúkir andlitsdrættir eru málið Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun. </font /></b /> 18.4.2005 00:01 Engin dagsetning ákveðin "Við gerðum ráð fyrir að hefja viðræður að nýju í þessum mánuði en engin dagsetning hefur verið ákveðin," segir Davíð Oddssson, utanríkisráðherra, en tafir hafa orðið á viðræðum íslenska og bandarískra embættismanna um framtíð varnarsamnings landanna tveggja. 18.4.2005 00:01 Bessastaðabóndinn í stjórn Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi að Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu var kjörin í stjórn Landssambands kúabænda á aðalfundi sambandsins á dögunum. 18.4.2005 00:01 Athugasemdir við Biblíuna óskast Hið íslenska biblíufélag hefur sent frá sér athugasemd þar sem minnt er á að sú kynningarútgáfa sem nú liggur fyrir af þýðingu Nýja testamentisins er tillaga en ekki endanlegur texti. Öllum er velkomið að senda inn athugasemdir og hefur frestur til þess verið framlengdur til 5. maí. 18.4.2005 00:01 Umsóknin verði dregin til baka Samband ungra Sjálfstæðismanna vill að ríkisstjórn Íslands dragi umsókn Íslands um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til baka. Í ályktun sem sambandið var að senda frá sér segir að kostnaðurinn við aðildarferlið, og þá kosningarbaráttu sem heyja þurfi vegna aðildar, sé gríðarlegur. 18.4.2005 00:01 Sorpustöðin ekki opnuð að nýju Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hafnaði í dag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráð skyldi leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Stöðinni var lokað í ársbyrjun við takmarkaða hrifningu Grafarvogsbúa en um 25.000 íbúar eru á svæðinu. 18.4.2005 00:01 Vill leiða flokkinn áfram Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst áfram bjóða sig fram til formanns á komandi landsþingi flokksins sem haldið verður í október næstkomandi þrátt fyrir erfið veikindi sín undanfarin misseri. 18.4.2005 00:01 Lokahnúturinn á morðrannsókn Rannsókn lögreglunnar á láti hálfsextugs manns í desember er lokið en niðurstaðna gagna úr rannsókninni er beðið. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir málið verða sent ríkissaksóknara þegar gögnin berist. 18.4.2005 00:01 Kennarar í Versló án samnings Kennarasamband Íslands hefur fundað tvisvar með samninganefnd ríkisins vegna kjarasamnings kennara í Verzlunarskóla Íslands sem rann út í lok janúar. 18.4.2005 00:01 Hetjur hryllilegs stríðs fá orður Rússneska sendiráðið veitti tveimur íslenskum sjómönnum heiðursorður í gær. Þeir voru á bandarískum skipum og fluttu vistir til sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. 18.4.2005 00:01 Óvíst um heimför flugdólganna Óvíst er hvernig sex flugfarþegar, sem létu dólgslega í vél Iceland Express á laugardag, munu komast aftur heim til Íslands. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdarstjóri Iceland Express, átti fund með áhöfn flugvélarinnar í morgun og segir hann flugdólgana hafa verið með hótanir í garð starfsfólks flugfélagsins, auk hrópa og kalla sem hafi haft áhrif á aðrar flugfarþega. 18.4.2005 00:01 Gæti greitt fyrir Sundabraut Til greina kemur að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans í að fjármagna Sundabraut og önnur samgönguverkefni sem eru ekki í vegaáætlun. Þetta kom fram í svari Halldórs Ásgrímssonar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, samflokksmanns hans. 18.4.2005 00:01 Ekki í óþökk heimamanna Sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður ekki knúin fram með ráðherraskipun. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar í gær. 18.4.2005 00:01 Ráðningu frestað Tillögu um að ráða Árnýju Sigurðardóttur sem forstöðumanns heilbrigðiseftirlits var frestað á fundi Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar í gær eftir að sjálfstæðismenn óskuðu eftir áliti borgarlögmanns á nýju skipuriti Umhverfissviðs. 18.4.2005 00:01 18.4.2005 00:01 18.4.2005 00:01 Hvar á að rækta íslenskan skóg Hvar á að rækta skóg á Íslandi í framtíðinni og hvar ekki? Um þetta hefur náðst víðtæk sátt milli stjórnvalda, skógræktarfélaga og annarra umhverfissamtaka og var hún innsigluð í dag. 18.4.2005 00:01 Varlega í skuldbindingar "Mér finnst afar varhugaverðar þær raddir sem heyrast að verðgildi Símans geti allt að fimmfaldast að útboði loknu," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra. Hann fagnar þeim áhuga sem almenningur í landinu hefur sýnt á að eignast fyrirtækið en segir að fara verði varlega í ályktanir um stóran hagnað þeirra sem þátt munu taka. 18.4.2005 00:01 Kaupa 25 nýja bíla Gert er ráð fyrir að embætti Ríkislögreglustjóra kaupi 25 nýja lögreglubíla á þessu ári og eyði til þess um hundrað milljónum króna. 18.4.2005 00:01 Rannsókn á öllum einkavæðingum Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. 18.4.2005 00:01 Ósammála um sameiningu Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að draumur sinn um sameiningu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sé nær því að rætast nú en áður. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir ástæðu fyrir því að flokkarnir séu í tvennu lagi. 18.4.2005 00:01 Fjölgað um helming í Samfylkingu Stuðningsmenn Ingibjargar söfnuðu rúmlega þrjú þúsund nýjum Samfylkingarmönnum og stuðningsmenn Össurar tvö þúsund. Tvö þúsund að auki komu í gegnum skrifstofu. Samfylkingarmönnum hefur fjölgað um rúman helming frá áramótum, úr þrettán þúsund í tuttugu. </font /></b /> 18.4.2005 00:01 Bjartsýni á samstarf R-listans Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b /> 18.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stæra sig af árásum á heimasíðu Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. 19.4.2005 00:01
Samrýmist stefnu skólans Háskólinn í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að þiggja lóðina í Vatnsmýrinni og segir rektor staðsetninguna samrýmast stefnu skólans. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar segist sátt og óskar skólanum velfarnaðar. 19.4.2005 00:01
Fjárlaganefnd skoðar bankaskýrslu Fjárlaganefnd samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2003 um sölu ríkisbankanna. 19.4.2005 00:01
Lettar í farbanni afskiptir Yfirtrúnaðarmaður á Káranhjúkum er ósattur við framkomu GT verktaka í garð tveggja Letta sem fyrirtækið réði tli vinnu upp á Kárahnjúka. Hann segir að mennirnir hafi fengið sextíu þúsund krónur greiddar síðan þeir um miðjan febrúar. 19.4.2005 00:01
7000 nýskráningar í Samfylkinguna Gríðarleg smölun stuðningsmanna formannsefnanna í Samfylkingunni hefur skilað sjö þúsund nýjum flokksmönnum sem er aukning um tæp 54 prósent frá áramótum. Þá voru skráðir flokksmenn u.þ.b. þrettán þúsund en eru nú rétt um tuttugu þúsund eftir að frestur til að skrá sig í flokkinn, til að geta tekið þátt í formannskjörinu, rann út á föstudag. 18.4.2005 00:01
Rannsókn á sölu Búnaðarbankans Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vill að Alþingi láti fara fram opinbera rannsókn á sölu Búnaðarbankans á sínum tíma og skili þjóðinni skýrslu um málið. 18.4.2005 00:01
UVG vill slíta R-lista samstarfinu Stjórn Ungra Vinstri-grænna í Reykjavík vill að R-lista samstarfinu verði slitið að loknu yfirstandandi kjörtímabili og að flokkurinn bjóði fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01
Slasaðist mikið á Mýrum Erlendur ferðamaður slasaðist mikið þegar bíll, sem hann var farþegi í, flaug út af þjóðveginum við Arnarstapa á Mýrum í gærkvöldi og skall harkalega niður langt utan vegar. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og flutti hann á slysadeild Landspítalans þar sem hann lá á gjörgæsludeild í nótt. 18.4.2005 00:01
Atlantsolía opnar á Akranesi Atlantsolía opnar í dag sjálfsafgreiðslu fyrir díselolíu við höfnina á Akranesi. Þar verður svonefnd kraftdæla sem styttir áfyllingartíma verulega. Í tilkynningu frá félaginu segir að í undirbúningi sé að taka upp sama fyrirkomulag á fleiri stöðum úti á landi. 18.4.2005 00:01
Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. 18.4.2005 00:01
Ofbeldismanna leitað Lögreglan í Reykjavík leitar enn þriggja til fjögurra manna sem börðu tvo menn til óbóta í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Árásirnar virðast báðar hafa verið tilefnislausar og þekkja fórnarlömbin ekkert til árásarmannanna. 18.4.2005 00:01
Árekstur strætisvagns og jeppa Strætisvagn og jeppabifreið lentu í árekstri í Vesturbænum fyrir stundu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var áreksturinn, sem átti sér stað á mótum Dunhaga og Tómasarhaga, minniháttar og urðu engin slys á fólki. 18.4.2005 00:01
Þrjú kynferðisbrotamál um helgina Þrjú kynferðisbrotamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina og átti ungt fólk alls staðar hlut að máli. Meint brot voru öll framin í heimahúsum og með þeim hætti að karlmenn notuðu sér ölvunarástand kvenna til þess að ná fram vilja sínum við þær, gegn vilja þeirra. 18.4.2005 00:01
Fundað vegna ólátabelgjanna Áhöfn Kaupmannahafnarvélar Iceland Express situr þessa stundina á fundi með stjórn félagsins um ólátabelgina sem voru um borð á laugardag. Sex farþegar vélarinnar hótuðu hverjum öðrum og áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. 18.4.2005 00:01
Sameining Samfylkingar og VG? Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fátt standa í vegi fyrir að Vinstri grænir og Samfylkingin geti sameinast í einn flokk. Ungir Vinstri grænir vilja hins vegar slíta R-lista samstarfinu og bjóða fram sér næsta vor. 18.4.2005 00:01
Standa við Biblíubreytingarnar Einar Sigurbjörnsson prófessor, sem situr í þýðingarnefnd Hins íslenska biblíufélags, segir nefndina standa við sínar breytingatillögur og að hann hefði jafnvel viljað ganga lengra. 18.4.2005 00:01
Orkumálastjóri í leyfi Þorkell Helgason orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi um tveggja mánaða skeið. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur í embætti orkumálastjóra umrætt tímabil. 18.4.2005 00:01
Boðin aðstoð gegn streitu Annað slagið koma upp aðstæður vegna mönnunar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þetta segir lögmaður á skrifstofu starfsmannamála. Hann segir ýmsa starfsemi í gangi sem standi starfsfólki til boða ef streita og álag hrjá það. </font /></b /> 18.4.2005 00:01
Mun meiri veikindi starfsmanna LSH Samanburður sem sviðsstjórar Landspítala háskólasjúkrahúss hafa gert á fjarvistum starfsmanna spítalans í janúar og febrúarmánuði í fyrra og á sama tíma í ár sýndu að umtalsvert meira var um veikindi starfsmannanna í ár heldur en í fyrra, að sögn Eydísar Sveinbjarnardóttur starfandi hjúkrunarforstjóra. Hún sagði því ekki að neita að mikið vinnuálag væri á spítalanum. 18.4.2005 00:01
3,6% erlendir ríkisborgarar 10.636 erlendir ríkisborgarar voru með lögheimili hér á landi 1. desember í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta eru um 3,6% landsmanna. Íbúum með erlent ríkisfang hefur fjölgað um helming síðasta áratug en þeir voru 1,8% þjóðarinnar árið 1995. 18.4.2005 00:01
Héðinsfjarðargöng ekki töfralausn Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði telur að einungis með afnámi hrepparígs, opnu hugarfari, bjartsýni og framsýni verði hægt að skapa raunhæfan valkost á Norðurlandi við höfuðborgarsvæðið og bendir á að bættar samgöngur með Héðinsfjarðargöngum séu ekki einar og sér allra meina bót. 18.4.2005 00:01
Stjórnin segi af sér Stjórn Verkstjórasambands Íslands hefur skorað á stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins að segja af sér. Segir í ályktun að ávöxtun sjóðsins hafi verið óviðunandi í samanburði við aðra sjóði og sá slaki árangur sé óafsakanlegur. 18.4.2005 00:01
Mjúkir andlitsdrættir eru málið Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun. </font /></b /> 18.4.2005 00:01
Engin dagsetning ákveðin "Við gerðum ráð fyrir að hefja viðræður að nýju í þessum mánuði en engin dagsetning hefur verið ákveðin," segir Davíð Oddssson, utanríkisráðherra, en tafir hafa orðið á viðræðum íslenska og bandarískra embættismanna um framtíð varnarsamnings landanna tveggja. 18.4.2005 00:01
Bessastaðabóndinn í stjórn Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi að Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu var kjörin í stjórn Landssambands kúabænda á aðalfundi sambandsins á dögunum. 18.4.2005 00:01
Athugasemdir við Biblíuna óskast Hið íslenska biblíufélag hefur sent frá sér athugasemd þar sem minnt er á að sú kynningarútgáfa sem nú liggur fyrir af þýðingu Nýja testamentisins er tillaga en ekki endanlegur texti. Öllum er velkomið að senda inn athugasemdir og hefur frestur til þess verið framlengdur til 5. maí. 18.4.2005 00:01
Umsóknin verði dregin til baka Samband ungra Sjálfstæðismanna vill að ríkisstjórn Íslands dragi umsókn Íslands um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til baka. Í ályktun sem sambandið var að senda frá sér segir að kostnaðurinn við aðildarferlið, og þá kosningarbaráttu sem heyja þurfi vegna aðildar, sé gríðarlegur. 18.4.2005 00:01
Sorpustöðin ekki opnuð að nýju Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hafnaði í dag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráð skyldi leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Stöðinni var lokað í ársbyrjun við takmarkaða hrifningu Grafarvogsbúa en um 25.000 íbúar eru á svæðinu. 18.4.2005 00:01
Vill leiða flokkinn áfram Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst áfram bjóða sig fram til formanns á komandi landsþingi flokksins sem haldið verður í október næstkomandi þrátt fyrir erfið veikindi sín undanfarin misseri. 18.4.2005 00:01
Lokahnúturinn á morðrannsókn Rannsókn lögreglunnar á láti hálfsextugs manns í desember er lokið en niðurstaðna gagna úr rannsókninni er beðið. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir málið verða sent ríkissaksóknara þegar gögnin berist. 18.4.2005 00:01
Kennarar í Versló án samnings Kennarasamband Íslands hefur fundað tvisvar með samninganefnd ríkisins vegna kjarasamnings kennara í Verzlunarskóla Íslands sem rann út í lok janúar. 18.4.2005 00:01
Hetjur hryllilegs stríðs fá orður Rússneska sendiráðið veitti tveimur íslenskum sjómönnum heiðursorður í gær. Þeir voru á bandarískum skipum og fluttu vistir til sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. 18.4.2005 00:01
Óvíst um heimför flugdólganna Óvíst er hvernig sex flugfarþegar, sem létu dólgslega í vél Iceland Express á laugardag, munu komast aftur heim til Íslands. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdarstjóri Iceland Express, átti fund með áhöfn flugvélarinnar í morgun og segir hann flugdólgana hafa verið með hótanir í garð starfsfólks flugfélagsins, auk hrópa og kalla sem hafi haft áhrif á aðrar flugfarþega. 18.4.2005 00:01
Gæti greitt fyrir Sundabraut Til greina kemur að ráðstafa hluta af söluandvirði Símans í að fjármagna Sundabraut og önnur samgönguverkefni sem eru ekki í vegaáætlun. Þetta kom fram í svari Halldórs Ásgrímssonar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, samflokksmanns hans. 18.4.2005 00:01
Ekki í óþökk heimamanna Sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður ekki knúin fram með ráðherraskipun. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar í gær. 18.4.2005 00:01
Ráðningu frestað Tillögu um að ráða Árnýju Sigurðardóttur sem forstöðumanns heilbrigðiseftirlits var frestað á fundi Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar í gær eftir að sjálfstæðismenn óskuðu eftir áliti borgarlögmanns á nýju skipuriti Umhverfissviðs. 18.4.2005 00:01
Hvar á að rækta íslenskan skóg Hvar á að rækta skóg á Íslandi í framtíðinni og hvar ekki? Um þetta hefur náðst víðtæk sátt milli stjórnvalda, skógræktarfélaga og annarra umhverfissamtaka og var hún innsigluð í dag. 18.4.2005 00:01
Varlega í skuldbindingar "Mér finnst afar varhugaverðar þær raddir sem heyrast að verðgildi Símans geti allt að fimmfaldast að útboði loknu," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra. Hann fagnar þeim áhuga sem almenningur í landinu hefur sýnt á að eignast fyrirtækið en segir að fara verði varlega í ályktanir um stóran hagnað þeirra sem þátt munu taka. 18.4.2005 00:01
Kaupa 25 nýja bíla Gert er ráð fyrir að embætti Ríkislögreglustjóra kaupi 25 nýja lögreglubíla á þessu ári og eyði til þess um hundrað milljónum króna. 18.4.2005 00:01
Rannsókn á öllum einkavæðingum Forsætisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún fylgist sérstaklega með söluferli Landssímans. Formaður Vinstri-grænna segir hins vegar að ítarlega opinbera rannsókn þurfi á öllum einkavæðingum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega sölu Búnaðarbankans. 18.4.2005 00:01
Ósammála um sameiningu Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að draumur sinn um sameiningu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sé nær því að rætast nú en áður. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir ástæðu fyrir því að flokkarnir séu í tvennu lagi. 18.4.2005 00:01
Fjölgað um helming í Samfylkingu Stuðningsmenn Ingibjargar söfnuðu rúmlega þrjú þúsund nýjum Samfylkingarmönnum og stuðningsmenn Össurar tvö þúsund. Tvö þúsund að auki komu í gegnum skrifstofu. Samfylkingarmönnum hefur fjölgað um rúman helming frá áramótum, úr þrettán þúsund í tuttugu. </font /></b /> 18.4.2005 00:01
Bjartsýni á samstarf R-listans Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b /> 18.4.2005 00:01