Innlent

Snjóflóðavarnir auknar á Ísafirði

Í undirbúningi er gerð viðamikilla snjóflóðavarna fyrir Holtahverfi í Skutulsfirði. Talið er að kostnaður við framkvæmdirnar verði ekki undir 500 milljónum og er hlutur Ísafjarðarbæjar í þeim framkvæmdum 50 milljónir króna, eftir því sem segir á vef Bæjarins besta. Framkvæmdir gætu hafist á næsta ári. Umhverfisráðherra staðfesti hættumat vegna ofanflóða við Holtahverfið fyrir tæpum tveimur árum. Samkvæmt því eru mörg hús sem standa næst fjallinu Kubba á hættusvæði. Á svæðinu er fyrir lítill varnargarður en framkvæmdirnar sem nú eru fyrirhugaðar eru af allt annarri stærðargráðu. Meðal annars er gert ráð fyrir að allt að 25.000 fermetra svæði raskist við gerð jarðvegsgarðs sem verður allt að 19 metra hár. Almenningi mun gefast kostur á að gera athugasemdir áður en hafist verður handa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×