Innlent

Ákærði mætti ekki til dóms

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur rúmlega þrítugum karlmanni fyrir að mæta ekki til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem átti að taka fyrir framhaldsmeðferð í máli á hendur honum vegna ráns sem hann framdi í lok síðasta árs. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir margs konar önnur afbrot sem hann hefur framið undanfarið ár. Meðal þeirra eru nokkrar ákærur fyrir skjalafals, umferðarlagabrot, vopnalagabrot og þjófnaði. Málum gegn manninum verður framhaldið 11. maí, svo framarlega að hann lætur sjá sig í dómssal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×