Háskólinn í Vatnsmýrina 19. apríl 2005 00:01 Háskólinn í Reykjavík mun byggjast upp í Vatnsmýrinni og verður því ekki Háskólinn í Reykjavík í Garðabæ. Þetta var niðurstaða forráðamanna Háskólans í Reykjavík sem kynnt var í gær. Áætlað er að hefja framkvæmdir í lok árs 2006 og að starfsemi hefjist á nýjum stað, á milli Hótels Loftleiða og Nauthólsvíkur, haustið 2008. Þá er gert ráð fyrir að nemendur verði um 3.000 og starfsmenn um 200. Valið stóð á milli Vatnsmýrarinnar og Urriðaholts í Garðabæ. Sverrir Sverrisson, formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík, sagði að eftir að forráðamenn skólans hefðu farið yfir kostina tvo á grundvelli vinnu þriggja óháðra ráðgjafa; Línuhönnunar, VSÓ ráðgjafar og sérfræðinga frá Rickes Associates í Boston, hafi þetta verið samhljóða niðurstaða. Það sé þeirra trú að þarna sé framtíð skólans betur borgið. Þeir þættir sem hafðir voru að leiðarljósi hafi verið tækniþróun, nýsköpun og samstarf. Í Vatnsmýrinni verði stutt í vísindagarða sem eiga að rísa og í Háskóla Íslands, en Sverrir reiknar með samstarfi skólanna í framtíðinni. "Við reiknum með að rannsóknastofnanir komi til okkar, þannig að þetta verður þekkingarsvæði. Þarna verður góður garður fyrir rannsóknir og eflingu á vísindastarfi og þekkingu í framtíðinni." Í fréttatilkynningu segir að framtíðarsýn Háskólans í Reykjavík sé að byggja upp alþjóðlega menntastofnun sem verði fyllilega sambærileg við bestu háskóla erlendis í viðskiptafræði, lögfræði, stjórnendamenntun, verkfræði, tölvunarfræði, tæknifræði, kennslufræði og á fleiri sviðum. Staðsetning í Vatnsmýrinni styðji við þá framtíðarsýn. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni og segist sannfærð um að þetta hafi verið rétta valið. Nú munu hefjast formlegar viðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu háskólans og tengdrar starfsemi á svæðinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að meðal þess sem eigi eftir að semja um sé stærð svæðisins sem skólinn fái til yfirráða og hversu mikið hann muni greiða í gatnagerðargjöld til borgarinnar.Við Nauthólsvíkina Konur í Sjálfstæðisflokknum hafa sagt útivistarsvæði hverfa fái skólinn þarna lóð. Borgarstjóri segir ætlunina að stækka útivistarsvæðið við Nauthólsvík um fimm Austurvelli. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík mun byggjast upp í Vatnsmýrinni og verður því ekki Háskólinn í Reykjavík í Garðabæ. Þetta var niðurstaða forráðamanna Háskólans í Reykjavík sem kynnt var í gær. Áætlað er að hefja framkvæmdir í lok árs 2006 og að starfsemi hefjist á nýjum stað, á milli Hótels Loftleiða og Nauthólsvíkur, haustið 2008. Þá er gert ráð fyrir að nemendur verði um 3.000 og starfsmenn um 200. Valið stóð á milli Vatnsmýrarinnar og Urriðaholts í Garðabæ. Sverrir Sverrisson, formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík, sagði að eftir að forráðamenn skólans hefðu farið yfir kostina tvo á grundvelli vinnu þriggja óháðra ráðgjafa; Línuhönnunar, VSÓ ráðgjafar og sérfræðinga frá Rickes Associates í Boston, hafi þetta verið samhljóða niðurstaða. Það sé þeirra trú að þarna sé framtíð skólans betur borgið. Þeir þættir sem hafðir voru að leiðarljósi hafi verið tækniþróun, nýsköpun og samstarf. Í Vatnsmýrinni verði stutt í vísindagarða sem eiga að rísa og í Háskóla Íslands, en Sverrir reiknar með samstarfi skólanna í framtíðinni. "Við reiknum með að rannsóknastofnanir komi til okkar, þannig að þetta verður þekkingarsvæði. Þarna verður góður garður fyrir rannsóknir og eflingu á vísindastarfi og þekkingu í framtíðinni." Í fréttatilkynningu segir að framtíðarsýn Háskólans í Reykjavík sé að byggja upp alþjóðlega menntastofnun sem verði fyllilega sambærileg við bestu háskóla erlendis í viðskiptafræði, lögfræði, stjórnendamenntun, verkfræði, tölvunarfræði, tæknifræði, kennslufræði og á fleiri sviðum. Staðsetning í Vatnsmýrinni styðji við þá framtíðarsýn. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni og segist sannfærð um að þetta hafi verið rétta valið. Nú munu hefjast formlegar viðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu háskólans og tengdrar starfsemi á svæðinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að meðal þess sem eigi eftir að semja um sé stærð svæðisins sem skólinn fái til yfirráða og hversu mikið hann muni greiða í gatnagerðargjöld til borgarinnar.Við Nauthólsvíkina Konur í Sjálfstæðisflokknum hafa sagt útivistarsvæði hverfa fái skólinn þarna lóð. Borgarstjóri segir ætlunina að stækka útivistarsvæðið við Nauthólsvík um fimm Austurvelli.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira