Fleiri fréttir

Gríðarleg þýðing samgöngubótanna

Fyrirhugaðar samgöngubætur á Vestfjörðum hafa gríðarlega þýðingu fyrir byggð í fjórðungnum, að mati Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Norðvesturkjördæmis.

Hlynntur niðurfellingu

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er mjög hlynntur því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins.

Grenndarkynning barst alltof seint

Nágrannar rússneska sendiráðsins við Garðastræti 35 eru margir hverjir ósáttir við þá sjónmengun sem stafar af timburkofum sem hafa verið þar í byggingu undanfarið eitt og hálft ár.

Sviknir um þúsund krónur á tímann

Áætla má að meira en fimm prósent verkamanna í byggingariðnaði á suðvesturhorninu séu útlendingar sem ekki njóta fullra réttinda. Margir þeirra fá aðeins 400-600 krónur á tímann.</font /></b />

Í stolnum lögreglubúning

Maður nokkur var handtekinn í stolnum lögreglubúningi rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt. Búningnum sagðist hann hafa stolið á búningalager í Þjóðleikhúsinu.

Engan glannaskap

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna vill fara varlega með málefni Ríkisútvarpsins.

Afnotagjöld óviðunandi

Í þingsályktunartillögu Frjálslynda flokksins sem nú er til umræðu á Alþingi segir að núverandi fjármögnun Ríkisútvarpsins með afnotagjöldum og auglýsingatekjum sé óviðunandi.

Tryggja verður frelsi RÚV

Svanfríður Jónasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í útvarpsráði, segir að tryggja verði frelsi Ríkisútvarpsins fari það á fjárlög.

Afnotagjöld RÚV felld niður

Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð af samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Þingflokksformanni Framsóknarmanna líst best á nefskatt í staðinn.

Dulbúið orð yfir flugstöð

Samgöngumiðstöð er dulbúið orð yfir flugstöð, segir formaður Samtaka um betri byggð og óttast að slík bygging muni festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Formaður Hollvinasamtaka flugvallarins fagnar hins vegar áformunum.

Tóku þriðja lægsta tilboði

Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðunum sem bárust í Suðurstrandarveg og gengið til samninga við verktaka sem átti þriðja lægsta boð.

Íslensk kona lést á Kanaríeyjum

68 ára gömul íslensk kona lést í bílslysi á Kanaríeyjum í fyrradag. Konan var að ganga yfir götu þegar ekið var á hana. Hún hét Sigurbjörg Bjarnadóttir og bjó í Neskaupstað. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn.

Fjórir á sjúkrahús eftir árekstur

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur við bæinn Fiskilæk í Mela-og Leirársveit í gærkvöld. Bifreiðarnar rákust beint framan á hvor aðra. Í öðrum var par og nota varð klippur til að ná þeim út úr bifreiðinni. Óttast er að þau séu illa slösuð að sögn lögreglu.

Jökulfell: Veðrið óvenju slæmt

Sjópróf fóru fram í Færeyjum í gær vegna sjóslyssins þegar Jökulfell sökk aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Í þeim kom fram að veðrið á þessum slóðum hefði verið mun verra en áður var talið og ölduhæð meiri.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæði Ísfirðinga verður opið til klukkan fimm í dag. Þar er nógur snjór og gott færi og allar lyftur opnar. Göngubrautir verða tilbúnar klukkan tólf. Á Ísafirði er logn og léttskýjað og níu stiga frost.

Eftirlitið samkvæmt reglum

Jóel undir Lætinum, umboðsmaður Samskipa sem fylgdist með sjóprófum á ástæðum þess að Jökulfell sökk, segir að eftirlit skipverja með farminum, 2000 tonnum af stáli, hafi verið reglum samkvæmt.

Vann prófmál gegn Skífunni

Gunnlaugur Briem trommuleikari vann í gær dómsmál gegn Skífunni. Málið snýst um rétt Skífunnar til að gefa út hljóðfæraleik Gunnlaugs á alls kyns safnplötum, án þess að greiða Gunnlaugi sérstaklega fyrir. Þetta mál var prófmál og snérist um eina útgáfu geisladisks sem gefin var með pulsupökkum í stórmörkuðum.

Amnesty óskar eftir andlitum

Amnesty International á Íslandi hefur fengið 233 einstaklinga til að leggja andlit sitt við herferð fyrir alþjóðlegum vopnaviðskiptasáttmála. Stefnt er að því að fá 1000 Íslendinga til að styðja herferðina með því að setja andlit sitt á alþjóðlega vefsíðu átaksins.

Töluverð ófærð í borginni

Töluverð ófærð hefur verið í borginni í dag vegna ofankomu, og þá sérstaklega í Grafarvogi, og óskaði gatnamálatjóri eftir aðstoð lögreglu við koma þar skikki á málin. Bílar hafa verið að festast og sérstaklega í íbúðargötum. Fjórir árekstrar hafa átt sér stað í borginni sem rekja má til færðarinnar en engin slys hafa orðið á fólki.

Lögreglubifreið stórskemmdist

Ein bifreið lögreglunnar í Hafnarfirði embættisins er óökufær eftir gærkvöldið þar sem ökumaður annars fólksbíls keyrði þá inn í hlið hennar. Lögreglubíllinn var stórskemmdur að sjá, að sögn vegfaranda sem hafði samband við fréttastofuna, en lögreglumennirnir sem í bifreiðinni voru sluppu ómeiddir að sögn varðstjóra á vakt.

Þjóðvegurinn styttist um 50 km

Þjóðvegurinn milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fimmtíu kílómetra á næstu átta árum samkvæmt stefnumörkun sem samgönguráðherra hefur kynnt. Þrír firðir á sunnanverðum Vestfjörðum verða brúaðir og göng grafin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Harður árekstur í Borgarnesi

Harður árekstur varð við Fiskilæk í Leirársveit á föstudagskvöldið þegar tveir bílar skullu beint framan á hvorn annan.

Beraði kynfæri sín

Maður, sem talinn er vera á bilinu tuttugu til þrjátíu ára, beraði kynfæri sín á Austurvegi á Ísafirði síðdegis á fimmtudaginn.

Skafrenningur, snjóblinda og hálka

Færð var ekki sem best á höfuðborgarsvæðinu í gær. Færð í efri byggðunum í Grafarvogi var slæm og mikið fjúk. Íbúar áttu í vandræðum með akstur en lögreglan í Reykjavík veitti þeim hjálp sem þurftu.

Lettar í vinnu án leyfa

Vinnumálastofnun hefur kært fyrirtækið GT-verktakar til sýslumanns á Seyðisfirði. Fyrirtækið er með fjóra Letta í vinnu á Kárahnjúkum án dvalarleyfa eða atvinnuleyfa. Samkvæmt talsmanni GT-verktaka telur fyrirtækið sig vera réttum megin við lögin.

Bílvelta við Hvammstanga

Bifreið fór út af vegi og valt rétt fyrir þrjú í gærdag við Hvammstanga í Hrútafjarðarhálsi.

Íslensk kona lést

Íslensk kona lést í fyrradag eftir að ekið var á hana á Kanaríeyjum

Bestu myndir ársins valdar

Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands var opnuð í Gerðarsafni í dag. Um er að ræða nokkurs konar fréttaannál fyrir síðasta ár sem gerð eru skil á 200 ljósmyndum. Þetta er í tíunda sinn sem félagið stendur fyrir slíkri sýningu í Gerðarsafni en á henni eru jafnframt veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins.

Fjöldi húsa við Laugaveg rifinn

Borgarstjórn hefur samþykkt niðurrif á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg. Það er þó algerlega á huldu hvernig þær byggingar munu líta út sem fylla munu skörðin.

2/3 vöruflutninga hjá Flugleiðum

Tveir þriðju hlutar vöruflutninga í flugi milli Íslands og annarra landa eru nú í höndum Flugleiða eftir að félagið keypti flugfélagið Bláfugl í vikunni.

Ódýrara að dópa en drekka

Að mati áfengisheildsala ætti fjármálaráðherra að endurskoða álögur ríkisins á áfengi í stað þess að hvetja heildsala til að gera betur. Þá segir hann að nú sé orðið ódýrara að dópa en drekka á Íslandi. 

Hefur lifað þrjár aldir

Jóhanna Þóra Jónsdóttir hefur lifað þrjár aldir. Hún fæddist á 19. öld, lifði alla 20. öldina og hélt í dag upp á 105 ára afmæli sitt á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.

Í andlegum tengslum við hesta

Þýskur „hestahvíslari“ hefur flust hingað til lands til að geta unnið með íslenska hestinn í upprunalandinu. Aðferðirnar felast meðal annars í því að tala við hestinn og ná góðum andlegum tengslum við hann.

Verðlaunað fyrir umfjöllun um Ólaf

Það voru þau Árni Þórarinsson, Kristinn Hrafnsson og Bergljót Baldursdóttir sem hlutu verðlaun Blaðamannafélags Íslands á Hótel Borg í gærkvöldi

Röskva vann mann af Vöku

Sú óvenjulega staða er komin upp í Stúdentaráði HÍ eftir kosningar í gær að enginn listi hefur hreinan meirihluta. Listi Vöku, sem gjarnan er kenndur við hægrimenn, tapaði manni til Röskvu, gjarnan kenndri við vinstri menn, þannig að báðir listar fengu fjóra menn. Háskólalistinn hélt sínum manni og er því kominn í oddaaðstöðu.

Teknir á óskráðum vélsleðum

Lögreglan á Ísafirði handsamaði tvo sextán ára unglingspilta í gær þegar þeir voru að aka um bæinn á vélsleðum. Þeir voru hins vegar of ungir til að aka slíkum tækjum og auk þess þarf bílpróf á vélsleða, en það höfðu þeir auðvitað ekki. Þá er bannað að aka vélsleðum innanbæjar og loks voru sleðarnir óskráðir.

Handtekinn með mikið magn vopna

Riffill, öxi og hnífar voru meðal vopna sem lögreglan í Reykjavík fann í bíl manns sem er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán í borginni í gær og þrjú sjoppurán fyrr í vikunni.

Sýslumaður fær á baukinn

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði fær alvarlega á baukinn vegna slælegra vinnubragða í dómi Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara yfir tveimur smákrimmum í morgun. Strákarnir, sem báðir voru 17 ára þegar brotin voru framin í nóvember árið 2003, brutust inn í félagsmiðstöð í Hafnarfirði og stálu þaðan skjávarpa, auk þess sem annar þeirra ók drukkinn.

Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður

Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður.

Talstöðin talmeinastöð?

Hin nýja útvarpsstöð, Talstöðin, sem tók til starfa í morgun er hvergi skráð með síma. Fyrirtæki með sama nafn er til húsa í Kópavogi. Þar starfa nokkrir talmeinafræðingar.

Þjóðahátíð í Perlunni

Þjóðahátíð Alþjóðahússins verður haldin í Perlunni þann 19. febrúar næstkomandi en markmiðið er að kynna fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi og auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna.

Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur

Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins.

Landsþing hjá frjálslyndum

Frjálslyndi flokkurinn hefur boðað til landsþings 4.-5. mars á Kaffi Reykjavík. Búist er við að núverandi stjórn flokksins, Guðjón A. Kristjánsson formaður, Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður og Margrét Sverrisdóttir ritari, verði öll endurkjörin.

Skyndihjálp ætti að vera skyldufag

"Ef ég hefði ekki tekið þetta skyndihjálparnámskeið hefði ég að líkindum frosið og ekki orðið að neinu gagni," segir Anton Gylfi Pálsson, sem hlaut nafnbótina Skyndihjálparmaður ársins við athöfn í Smáralind í gær.

Aldrei fleiri erlendir blaðamenn

Rúmlega 60 erlendir blaðamenn hafa tilkynnt komu sína hingað til lands vegna matarhátíðarinnar Food and fun hér á landi en hátíðin hefst þann 16. febrúar og stendur í fjóra daga.

Sjá næstu 50 fréttir