Innlent

Hefur lifað þrjár aldir

Jóhanna Þóra Jónsdóttir hefur lifað þrjár aldir. Hún fæddist á 19. öld, lifði alla 20. öldina og hélt í dag upp á 105 ára afmæli sitt á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Jóhanna fæddist í Fnjóskadal þann 12. febrúar árið 1900. Hún er elst allra Akureyringa en þar hefur hún búið síðan 1934. Jóhanna þakkar langlífi sitt fyrst og fremst Guði og reglusömu líferni. Hún segist aldrei hafa reykt eða drukkið en samt skemmt sér eins og aðrir þegar hún var ung. Jóhanna segist hafa það gott á Hlíð en þrátt fyrir það séu dagarnir stundum lengi að líða. Hún sér og heyrir illa og getur ekki lesið eða horft á sjónvarp. Birgir Helgason, sonur hennar, er sérstakur maður að sögn Jóhönnu. Hann kemur til hennar á hverjum degi til að spjalla. Þrátt fyrir gott líf þar sem einu sinni var dansað undir harmonikkuleik, og góða starfsævi í Menntaskólanum á Akureyri er Jóhanna ekki alveg sátt við sinn háa aldur. „Ég veit ekki til hvers maður er látinn verða svona gamall þegar maður er ekki til neins,“ segir hin 105 ára gamla Jóhanna Þóra Jónsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×