Innlent

Teknir á óskráðum vélsleðum

Lögreglan á Ísafirði handsamaði tvo sextán ára unglingspilta í gær þegar þeir voru að aka um bæinn á vélsleðum. Þeir voru hins vegar of ungir til að aka slíkum tækjum og auk þess þarf bílpróf á vélsleða, en það höfðu þeir auðvitað ekki. Þá er bannað að aka vélsleðum innanbæjar og loks voru sleðarnir óskráðir. Haft var samband við foreldra þessara „fjölbrotadrengja“ og þeir beðnir að hafa vit fyrir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×