Innlent

Röskva vann mann af Vöku

Sú óvenjulega staða er komin upp í Stúdentaráði HÍ eftir kosningar í gær að enginn listi hefur hreinan meirihluta. Listi Vöku, sem gjarnan er kenndur við hægrimenn, tapaði manni til Röskvu, gjarnan kenndri við vinstri menn, þannig að báðir listar fengu fjóra menn. Háskólalistinn hélt sínum manni og er því kominn í oddaaðstöðu. Samkvæmt kerfinu þýðir þetta að Vaka fær átta menn, Röskva átta og Háskólalistinn tvo. Vaka hefur um skeið haft hreinan meirihluta og er í raun enn sterkust, þótt það hafi ekki nægt til að ná fleiri fulltrúum. Fylgi við Vöku var 46,6 prósent en 37,9 við Röskvu. H-listinn fékk 12,5 prósent og hið nýja framboð, Alþýðulistinn, 3 prósent og þar með engan fulltrúa í Stúdentaráð. Annars var kjörsókn afar léleg eða 37,6 prósent. Einnig var kosið til svonefnds Háskólafundar og fengu Vaka og Röskva þrjá menn hvor fylking en fyrir kosningarnar hafði Vaka átt fjóra fulltrúa en Röskva tvo.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×