Innlent

Norsk loðnuskip á Íslandsmiðum

Um það bil tuttugu norsk loðnuskip eru komin á miðin austur af landinu og hafa nokkur þeirra þegar fengið afla. Þau mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslenskri lögsögu, samkvæmt samningi Norðmanna og Íslendinga um nýtingu stofnsins, en aflann mega þau aðeins veiða í nót en ekki flottroll sem gefið hefur góða raun hjá íslensku skipunum. Búist er við að norsku skipin landi einhverjum afla á Íslandi en haldi svo til Noregs með fullfermi þegar því verður náð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×