Innlent

Skoða aðstæður við Kárahnjúka

Ítalska verkalýðshreyfingin kemur til Egilsstaða í kvöld og fer að Kárahnjúkum á morgun og eyðir þar deginum. Forystumennirnir koma svo suður á föstudag. Ítölsku verkalýðsfélögin og Alþjóðabyggingasambandið hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna heimsóknarinnar þar sem bent er á að samkomulag við Impregilo hafi verið undirritað í Rómarborg í nóvember 2004. Heimsóknin til Impregilo á Kárahnjúka er liður í undirrituðu alþjóðlegu samkomulagi og á að færa til sanns vegar vilja Impregilo um að eiga gott samstarf við verkalýðsfélögin sem feli í sér að allt sé á hreinu. Takmarkið er að gefa ítölsku verkalýðsfélögunum og alþjóðabyggingasambandinu tækifæri til að kynnast og ganga úr skugga um hvernig málum er háttað á Kárahnjúkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×