Innlent

Haförn í Húsdýragarðinum

Komið var með stóran og mikinn haförn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á dögunum en hann fannst austur í Grafningi þar sem hann hafði flogið á raflínu. Við áreksturinn fór „Erna“, en það heiti fékk fuglinn við komuna í bæinn, úr lið á vinstri væng. Erna kom við á Dýraspítalanum í Víðidal áður en hún kom í garðinn og þar var hún röntgenmynduð og gert að meiðslum hennar. Þar kom líka í ljós að þetta væri assa sem væri fimm ára og 6,7 kg að þyngd. Hafernir geta orðið allt að 7 kg að þyngd. Hún er því nokkuð vel á sig komin og eftir að umbúðir af væng hennar voru fjarlægðar fimm dögum síðar var talið best að setja hana í nýuppsett fuglabúr þar sem minkarnir hafa öllu jafna til umráða. Þar nær assan að þjálfa upp öflug flugtök aftur. Össunni verður mögulega sleppt næstu daga en á meðan er mikilvægt að þeir gestir sem koma til að sjá þennan tignarlega fugl sýni honum tillitssemi meðan á dvöl fuglsins stendur. Hafernir eru nefnilega einstaklega ófélagslyndir og hræðast manninn. Auk hafarnarins dvelja fjórir fálkar í endurhæfingu í Húsdýragarðinum. Þeir ránfuglar hafa eins og assan lent í hremmingum í náttúrunni og fá nú aðhlynningu þangað til sérfróðir fuglafræðingar segja til um hvenær þeir séu tilbúnir út í lífið aftur.
MYND/Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×