Innlent

Samráð á kjarnfóðurmarkaði?

Fimmtíu íslenskir bændur sem staddir eru í Danmörku þessa dagana ætla að kanna til hlítar hvernig það megi vera að kjarnfóður fyrir kýr sé allt að helmingi ódýrara í Danmörku en á Íslandi. Þessu vilja þeir ekki una, ekki síst með tilliti til vaxandi samkeppni af erlendum mjólkurvörum, og ætla að leita allra leiða til að ná verðinu niður. Tvö fyrirtæki hér á landi flytja inn hráefni til kjarnfóðurgerðar fyrir íslenska bændur og eru verðskrár þeirra mjög áþekkar. Það ber óneitanlega keim af samráði en um það vilja bændur ekki tjá sig á þessu stigi málsins. Eins og fréttastofan greindi frá í síðustu viku er mjólkurverð hér á landi allt að tvöfalt hærra til neytenda en í Danmörku. Að hluta til stafar það af mjög harðri samkeppni stórverslanakeðja í Danmörku um þessar mundir þar sem bændur og mjólkurstöðvar taka þátt í samkeppninni, og hins vegar vegna dýrari aðfanga hér á landi en í Danmörku en þar er kjarnfóðurkostnaðurinn snar þáttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×