Fleiri fréttir

Útskýrir aðdraganda Íraksmáls

Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi:

Hættan metin úr fjarska

Snjóflóðavakt hefur verið á Veðurstofunni í Reykjavík síðan snemma í gærmorgun, og helst er fylgst með Vestfjörðum þar sem ekki hefur verið svona mikill snjór í fjöllum síðan 1995. 

Veður versnar á Vestfjörðum

Veður fer nú versnandi á norðanverðum Vestfjörðum og er búið að rýma átta hús í Bolungarvík eftir að þrjú snjóflóð féllu úr Traðarhyrnu, en þau stöðvuðust rétt ofan við byggðina. Þrjú hús hafa verið rýmd á Ísafirði og nokkrir bæir í Önundarfirði og Dýrafirði vegna snjóflóðahættu þar. Auk þess hafa nokkur athafnasvæði verið lýst hættusvæði.

Legudeild fyrir flensusjúklinga

Enn er lítið lát á fárveiku fólki sem streymt hefur inn á Landspítala háskólasjúkrahús undanfarna daga af völdum inflúensu og annarra umgangspesta.

Rífandi gangur í útsölum

Sigurður Jónsson forstjóri Samtaka verslunar og þjónustu kvaðst hafa tekið stöðuna hjá nokkrum þeirra í síðustu viku og svo virtist sem rífandi gangur væri í þeim.

Rifbrotinn og allur lurkum laminn

Nói Marteinsson, bifreiðastjóri á Tálknafirði, var hætt kominn í gær þegar flutningabíllinn sem hann ók fór út af veginum í blindbyl og niður 150-200 snarbratta hlíð. Bíllinn er gjörónýtur. Nói rifbrotnaði og er lurkum laminn eftir að hafa barist í bílhúsinu niður í árfarveg, þar sem bíllinn stöðvaðist. </font /></b />

Óheilbrigðir viðskiptahættir

"Þetta er óréttlátt gagnvart öðrum bjóðendum og óheilbrigðir viðskiptahættir," segir Bergþór Jónsson annar eigenda verktakafyrirtækisins Mótás sem hefur sent bæjarráði Garðabæjar skriflegar athugasemdir við útboð á byggingarlóðum við Bjarkarás í Garðabæ.

Bíldekk skall á rútu

"Það sluppu allir ómeiddir því dekkið lenti sem betur fer bara utan á rútunni en fór ekki inn í bílinn, það hefði getað kostað mannslíf," segir Sveinn Sigurbjarnarson eigandi rútu sem varð fyrir bíldekki sem losnaði af tengivagni sem var að koma úr gagnstæðri átt í Fagradal í Suður-Múlasýslu á laugardag.

Nám á háskólastigi tekið út

Menntamálaráðherra hefur gert þriggja ára áætlun um úttekt á námi á háskólastigi. Tilteknar deildir og námsleiðir í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum á Bifröst verða teknar út, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Tollstjóri greiði bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tollstjórann í Reykjavík til að greiða Kolbrúnu Björndsdóttur grasalækni 200 þúsund krónur í miskabætur fyrir að leggja hald á jurtir sem hún hafði pantað frá Bretlandi árið 2001.

Fá allt að 400 þúsund ofan á laun

Dæmi eru um að fyrrverandi ráðherrar sem gegna sendiherrastöðu geti haft allt að fjögur hundruð þúsund krónur ofan á laun sendiherra sem eru um milljón á mánuði.

Ófært í fjárhús vegna snjóflóðs

Björgunarsveitin Kópur á Bíldudal þurfti að aðstoða fjáreiganda inni í Auðahringsdal við að gefa sauðfé sínu í gær, þar sem snjóflóð hafði fallið á veginn heim að bænum, svo þangað var ófært.

Dómstóll fjallar um mál Fischers

Japanskur dómstóll mun á miðvikudag fjalla um það hvort Bobby Fischer verður vísað frá Japan og hann fluttur til heimalands síns, Bandaríkjanna. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ætla að nota þetta tækifæri og krefjast þess að tekin verði afstaða til tilboðs íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer landvistarleyfi.

Skiptastjóri FF til Lúxemborg

Sigurður Gizurarson, skiptastjóri í gjaldþrotamáli Frjálsrar fjölmiðlunar, ætlar sjálfur að leita upplýsinga í Lúxemborg um dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar og hugsanlegar eigur þeirra þar.

Sérsniðin lífeyrislög hneyksli

Þingmaður Vinstri-grænna segir að það hafi verið vitað þegar eftirlaunafrumvarpið var samþykkt á þingi árið 2003 að samkvæmt því gætu fyrrverandi ráðherrar þegið eftirlaun á sama tíma og þeir gegndu starfi á vegum hins opinbera. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gerir ekki athugasemdir við að þeir njóti góðra lífeyriskjara sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir þjóðina. </font /></b />

Rætt um orkumál vegna stóriðju

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fór til fundar við forsvarsmenn orkufyrirtækja á Norðurlandi í gær. Meðal þeirra eru forsvarsmenn Norðurorku og fulltrúar Akureyrarbæjar, Húsavíkur og Lauga. Friðrik segir rætt hafi verið um ástand og horfur í orkumálum.

Davíð og Halldór einir um ákvörðun

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið.

Hannes tekur við af Sigurði

Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í vor en hann var nýverið kjörinn maður ársins í viðskiptalífinu af tímaritinu Frjálsri verslun. Hannes Smárason verður starfandi stjórnarformaður.

Tveir af fjörutíu hafa sótt um fé

Aðeins tveir grunnskólar af fjörutíu í Reykjavík hafa sótt um fjármagn til að bæta nemendum upp það tjón, sem hlaust af verkfalli grunnskólakennara. Dæmi eru um að bæði kennarar og foreldrar setji sig á móti því að kennslustundum barnanna fjölgi, segir formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

Vill styrkja þá eldri í vinnu

Félagsmálaráðherra stefnir að því að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Kannanir sýna neikvæð viðhorf í garð þessa aldurshóps.

Erfiðast að finna bílastæði

Erfiðasti hlutinn af meðferð margra sjúklinga er að finna bílastæði við Landspítalann við Hringbraut. Einn af stjórnendum spítalans segir vandann aukast með hverju ári og að hann verði ekki leystur fyrr en nýr spítali verði byggður.

Gengur illa að fá fullnægingu

Engin þjóð á eins mikið af titrurum og Íslendingar og engri þjóð finnst eins gaman að leika sér með kynlífsleikföng. Rúmur helmingur þjóðarinnar nýtur þess að horfa á klám með maka sínum en Íslendingum gengur hins vegar bölvanlega að fá fullnægingu.

Ótti um snjóflóð

53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið.

Bókhaldið ófært

Jón H. Snorrason segir fyrst og fremst stjórnendur hjá Frjálsri fjölmiðlun og öðrum félögum tengdum fyrirtækinu vera til rannsóknar hjá embættinu.

Yfir hundrað íbúa rýmdu hús sín

Fimmtíu íbúar úr fimmtán húsum við Urðarstíg, Mýrar og Hóla á Patreksfirði þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu og leituðu íbúar til ættingja og vina í bænum. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd auk eins sveitabæjar og fimmtán hús voru rýmd í Ísafjarðarbæ.

Rúmlega 100 manns rýmdu hús sín

Lokið er rýmingu húsa sem ákveðnar hafa verið á Vestfjörðum. Alls hafa 103 íbúar í 37 húsum þurft að yfirgefa heimili sín í dag vegna snjóflóðahættu.  49 á Patreksfirði, 23 á Ísafirði, Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 á Bolungarvík og tveimur bæjum þar við. Almannavarnir munu fylgjast grannt með þróun mála í nótt.

Súðavík flutt

Tíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Í kjölfar flóðanna var nýtt þorp reist, litlu innar í Álftafirði, þar sem ekki er hætta á að snjóflóð falli. Flutningur byggðarinnar var þrekvirki. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður og Pétur Sigurðsson ljósmyndari voru á ferð í Súðavík í vikunni. </font /></b />

Maður lærir að lifa með þessu

Missir Sigríðar Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins Arnar Gestssonar var mikill. Dóttir þeirra og foreldrar Þorsteins fórust í flóðinu. Parið unga flutti í burtu í kjölfarið en sneri svo aftur heim. Sigríður segir gott að búa í Súðavík en ekki líður sá dagur að hún hugsi ekki til atburðanna fyrir tíu árum. </font /></b />

Evrópumálin verða stærsta verkefnið næstu 5 til 10 árin

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki aðild að Evrópusambandinu. Í ítarlegu viðtali segir hann Samfylkinguna hafa glutrað niður möguleika á stjórnarþátttöku í síðustu kosningabaráttu. Hann gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir framkomu sína við forseta Íslands og segir Íslendingum ekki geðjast að Bush Bandaríkjaforseta.

Dregið úr yfirtíð hjá Akureyrarbæ

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt nýjar vinnureglur um yfirvinnu starfsmanna bæjarins en samkvæmt þeim heyrir föst yfirvinna sögunni til og aðeins verður greitt fyrir unna yfirvinnu. Samkvæmt nýju vinnureglunum má yfirvinna ekki fara yfir 600 klukkustundir á yfirstandandi ári og ekki yfir 500 klukkustundir á næsta ári.

Björgunarsveit leitaði fimm manna

Björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði kom fimm vélsleðamönnum til bjargar í gærkvöldi. Beiðni um aðstoð barst á fimmta tímanum í gær frá vélsleðamanni sem hafði orðið viðskila við fjóra félaga sína en mennirnir voru á leið frá Siglunesi í Héðinsfjörð. Mjög slæmt skyggni var á þessum slóðum og djúpur snjór.

Hálka og þung færð víða

Hálka og þung færð er víða. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja og snjókoma suðvestanlands og á Vesturlandi. Það er hálka á Holtavörðuheiði og á Norðurlandi og hálka og éljagangur er á Vestfjörðum. Kleifaheiði er þungfær og þæfingur á Hálfdáni.

Rúður brotnuðu í sprengingu

Þrír ungir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík, grunaðir um skemmdarverk. Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um sprengingu við Skipholt. Þar hafði verið sprengd heimatilbúin sprengja með þeim afleiðingum að skyggni við veitingastaðinn American Style skemmdist, rúður brotnuðu og fleira.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæði eru víða opin í dag. Bretta- og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið til klukkan fimm. Þar er troðinn, þurr snjór, eins stigs frost og logn. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir greinilegt að landsmenn kunni að meta að snjóað hafi undanfarnar vikur því að snjóbretta- og skíðaáhugi sé mikill.

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Það er líklega full ástæða til að vara gangandi vegfarendur við hálkunni sem nú er. Erill var á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær og í fyrradag vegna hálkuslysa, án þess þó að alvarleg slys yrðu. Um var að ræða minniháttar beinbrot, mar og tognanir sem og höfuðhögg. Rólegt hefur hins vegar verið á slysadeildinni það sem af er degi, enda kannski fáir komnir á kreik.

225 milljónir hafa safnast

110 milljónir króna söfnuðust í söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, viðamestu söfnun landsins, sem hófst á þriðjudag og lauk í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvanna þriggja í gærkvöld. Alls hafa safnast 225 milljónir til þeirra samtaka sem verja munu söfnunarfénu í þágu þeirra sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Asíu.

Hálka víðast hvar um landið

Hálka er suðvestanlands og éljagangur og snjóþekja á Vesturlandi. Þungfært er á Holtavörðuheiði og mjög slæmt veður. Á Norðurlandi er víða hálka og éljagangur.

Sprengjumönnum sleppt

Lögreglan hefur sleppt þremenningunum sem sprengdu sprengju við veitingastaðinn American Style í nótt. Við yfirheyrslur gátu þeir litlar skýringar gefið á athæfinu en sögðu að ekki hafi verið um heimatilbúna sprengju að ræða heldur öfluga rakettu sem prikið hefði verið tekið af.

Kostnaðarsamur mokstur á Akureyri

Talsvert fannfergi er nú á Akureyri og er kostnaður bæjarfélagsins við snjómokstur ærinn. Það má áætla að hann kosti bæjarbúa árlega um 40 milljónir króna samkvæmt fréttavef Akureyrar en árið 2004 nam kostnaðurinn um eða yfir 48 milljónum.

Kertalogi orsök brunans

Bruni á Akureyri í fyrrinótt orsakaðist af kerti sem brann niður án þess að íbúinn yrði þess var fyrr en of seint. Kertið brann í gegnum borð sem það stóð á. Nágranni sýndi mikið snarræði og bjargaði stúlkunni sem þar bjó út undir bert loft en hún var að reyna að skríða út úr reykjarkófinu af sjálfsdáðum.

Snjóblásari utan í bíl

Árekstur varð á Seyðisfirði um tvöleytið í gær þegar snjóblásari fór utan í fólksbíl. Snjóblásarinn var að aka inn á veg rétt fyrir utan bæinn og sá ekki bíl sem kom þar aðvífandi.

Óhapp við umferðarljós

Betur fór en á horfðist í allhörðum árekstri á Akureyri upp úr klukkan 14 í gær þegar tveir bílar skullu saman á umferðarljósum við Glerárgötu og Tryggvabraut. Flughált var á Akureyri í gær.

Sprengdu þakskyggni

Þrír tvítugir piltar voru handteknir í Reykjavík klukkan kortér fyrir eitt í fyrrinótt eftir að hafa sprengt rakettu fyrir utan veitingastaðinn American Style í Skipholti.

Frjósamari vegna breytts litnings

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað þriggja milljóna ára gamlan litning í erfðamengi mannsins sem hefur að hluta til snúist á haus en þeir sem bera þennan breytta litning eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Þetta hefur líklega gerst við blöndun ólíkra tegunda.

Sjá næstu 50 fréttir