Innlent

Gengur illa að fá fullnægingu

Engin þjóð á eins mikið af titrurum og Íslendingar og engri þjóð finnst eins gaman að leika sér með kynlífsleikföng. Rúmur helmingur þjóðarinnar nýtur þess að horfa á klám með maka sínum en Íslendingum gengur hins vegar bölvanlega að fá fullnægingu. Smokkaframleiðandinn Durex hefur svipt hulunni af kynlífshegðan jarðarbúa. Í könnun sem 350 þúsund jarðarbúar tóku þátt í kemur í ljós að engin þjóð á eins mikið af titrurum og Íslendingar. 52 prósent landsmanna segjast eiga slík tæki en næstir koma Norðmenn og Bretar. Könnunin leiðir í ljós, og kemur fáum á óvart, að konur nota slík tól fremur en karlar. Sá líkamspartur sem Íslendingar eru hrifnastir af er rassinn en norrænir frændur okkar hrífast meira af augum fólks og útgeislun. Helsta tilbreyting flestra í kynlífi er að horfa á klám, en Íslendingar skera sig úr þar, því þó svo að 55 prósentum landsmanna finnist skemmtilegt að horfa á slíkar myndir með maka sínum finnst fleirum, eða 56 prósentum Íslendinga, gaman að nota kynlífsleikföng í rúminu. Og landanum finnst þetta allt saman voða skemmtilegt því Íslendingar stunda kynlíf að jafnaði tvisvar í viku og eru þar á meðal efstu þjóða. En þó að enginn eigi eins mikið af kynlífleikföngum og Íslendingar og fáir stundi kynlíf jafnoft og þeir er djúpt á fullnægingunni hjá landanum. Samkvæmt könnuninni fær ekki nema þriðjungur Íslendinga fullnægingu alltaf þegar hann stundar kynlíf. Á þeim lista eru Íslendingar á meðal þeirra allra lélegustu. Það má því segja að við séum á lista hinna viljugu en okkur tekst sjaldan að komast alla leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×