Innlent

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Það er líklega full ástæða til að vara gangandi vegfarendur við hálkunni sem nú er. Erill var á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær og í fyrradag vegna hálkuslysa, án þess þó að alvarleg slys yrðu. Um var að ræða minniháttar beinbrot, mar og tognanir sem og höfuðhögg. Rólegt hefur hins vegar verið á slysadeildinni það sem af er degi, enda kannski fáir komnir á kreik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×