Fleiri fréttir

Fok víða um land

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grindavík í nótt til að hemja fok af þaki fjárhúss í svonefndu Bakkalá fjárhúsahverfi. Þeir náðu að hefta frekara fok, eftir því sem best er vitað, og mun enga kind hafa sakað.

Ekið á hross og hreindýr

Fjögur hross drápust en ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar stórum sendibíl var ekið á hrossahóp á þjóðveginum í Víðidal í Austur-Húnavatnssýslu í gær. Bíllinn skemmdist mikið.

Snjóflóðahætta á Patreksfirði

Sex íbúðarhús voru rýmd á Patreksfirði nú fyrir hádegið vegna snjóflóðahættu en flóð féll úr hlíðinni fyrir ofan bæinn í morgun og niður á götuna Mýrar. Engin hús eða mannvirki eru þar sem flóðið féll þótt það sé innan byggðarinnar.

Sjúkrarúmum fjölgað vegna flensu

Starfsfólk Landspítalans vinnur nú hörðum höndum að því að fylla hvern krók og kima í húsnæði spítalans af sjúkrarúmum til að geta hýst þá sjúklinga sem streyma inn vegna flensu og annarra pesta.

Engin beiðni frá þýsku lögreglunni

Engin beiðni hefur enn borist frá þýsku fíkniefnalögreglunni um aðstoð starfsbræðra hennar á Íslandi við að upplýsa smyglmálið sem tengist togaranum Hauki. Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík hefst því ekkert sérstakt að í málinu að svo komnu.

Álagningarhlutfall verði lækkað

F-listinn í borgarstjórn vill að álagningarhlutfall fasteignagjalda í Reykjavík verði lækkað þannig að raunhækkun fasteignagjalda verði ekki umfram hækkun launavísitölu. Fasteignamat á sérbýli hækkaði um áramót um 20% og um 14% í fjölbýli og ákvað borgarstjórnarmeirihlutinn í ljósi þess að hækka ekki sjálft álagningarhlutfall fasteignagjalda.

Andvirði æfingagjalda í söfnun

Stjórn Knattspyrnufélags Siglufjarðar hefur ákveðið að innheimta ekki æfingagjöld yngri flokka vegna vorannar 2005 og hvetur þess í stað foreldra barna hjá félaginu að hringja í söfnunarsíma og láta andvirði æfingagjalda renna til landssöfnunarinnar “Neyðarhjálp úr Norðri” vegna hamfaranna í Asíu.

Impregilo vildi ekki funda með ASÍ

Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Alþingis í morgun til þess m.a. að fjalla um ágreining ASÍ og Impregilo. Gert var ráð fyrir að fulltrúar ASÍ og Impregilo yrðu samtímis á fundinum en þegar til kastanna kom neituðu fulltrúar Impregilo með öllu að sá háttur yrði hafður á og fengu það í gegn.

Nær til átta milljón heimila

Tveir íslenskir athafnamenn hafa tryggt sér dreifingarrétt á nýrri sjónvarpsstöð sem áformað er að muni ná til átta milljóna heimila í Skandinavíu fyrir árslok 2006. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 750 milljónir króna á fimm árum. 

Samstarf við Norðurljós skilyrði

Hallgrímur Thorsteinsson segir fimm milljóna króna lán sem Arnþrúður Karlsdóttir fékk hjá Jóhannesi Jónssyni hafa verið bundið skilyrðum um að Útvarp Saga færi í samstarf við Norðurljós. Arnþrúður segir lánið hins vegar engum skilyrðum hafa verið bundið. 

520 þúsund safnað í Grundarfirði

Rúmlega 520 þúsund krónur söfnuðust þegar söfnunarfólk frá „Neyðarhjálp í norðri“ gekk í hús í Grundarfirði í gærkvöldi og á skemmtun sem haldin var í veitingahúsinu Krákunni. Þykir þetta góður árangur í ljósi þess að fjölmargir höfðu áður gefið í símasöfnunina en bættu við það framlag.

65 milljónum veitt til smáeyja

Ríkisstjórn Íslands mun á næstu þremur árum verja um 65 milljónum króna, jafnvirði einni milljón dollara, til verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda í smáeyþróunarríkjum.

20 milljónir vegna ópíumfíkla

Samkomulag hefur náðst á milli SÁÁ og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um greiðslur vegna lyfjakostnaðar við meðferð ópíumfíkla sem SÁÁ sinnir. Samkvæmt því greiðir ráðuneytið SÁÁ 20 milljónir króna á tveimur árum vegna þrjátíu fíkla.

Í sjálfheldu á Gjábakkavegi

Björgunarsveitir voru kallaðar út með skömmu millibili upp úr hádegi til að aðstoða fólk sem sat í sjálfheldu í bílum sínum á Gjábakkavegi og komst ekkert vegna hálku. Útlendingar voru í öðrum jeppanum en jeppinn sem var sendur þeim til hjálpar lenti líka í vandræðum. Ekkert amaði að fólkinu.

Hættustigi aflýst á Patreksfirði

Aflýst hefur verið hættustigi vegna snjóflóðahættu við Urðargötu á Patreksfirði og er íbúum sem þurftu að rýma heimili sín í morgun heimilt að fara heim á ný. Snjóeftirliti verður þó haldið áfram og fylgst grannt með snjóalögum.

Jón skipaður slökkviliðsstjóri

Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skipaði í morgun Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra svæðisins. Hann var settur í starfið þegar Hrólfur Jónsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri, varð yfirmaður framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Jón Viðar, sem var svo skipaður í morgun, hefur verið varaslökkviliðsstjóri síðan í desember árið 1991.

Mikið álag á spítölum

Fresta hefur þurft skurðaðgerðum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi vegna mikils álags þar um þessar mundir. Mikið hefur verið um veikindi undanfarna daga og inflúensan sem gengið hefur yfir landsmenn er nú í hámarki. Á fimmtudag þurfti að leggja 50 sjúklinga inn á bráðadeildir Landspítalans umfram skráð rúm.

Snjóflóðahætta á Patreksfirði

17 íbúum í sex íbúðarhúsum við Mýrar og Urðargötu á Patreksfirði var gert að rýma heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu.

Neituðu að mæta ASÍ

Fulltrúar Impregilo höfnuðu því að mæta fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar fyrir félagsmálanefnd Alþingis í gærmorgun og bað nefndin því fulltrúa ASÍ því um að koma frekar á þriðjudaginn.

365 heitir það heillin

Íslenska útvarpsfélagið og Frétt hafa verið sameinuð undir nýju nafni, 365, sem skiptist í 365 - ljósvakamiðla og 365 - prentmiðla.

Sinfó spilar undir hjá Domingo

Samkomulag hefur tekist við Sinfóníuhljómsveit Íslands um að leika undir hjá hinum heimsþekkta óperusöngvara, Placido Domingo, í Egilshöll í mars. Þar með telja tónleikahaldarar að þeir hafi rutt síðustu tálmunum úr vegi fyrir því að halda stórtónleikana eins og áætlað var.

Lög um fóstureyðingar brotin

Farið verður yfir verkferla á kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna konu sem gagnrýnir skort á eftirfylgni með líðan þeirra sem gangast undir fóstureyðingu. Hún fullyrðir ennfremur að lög um fóstureyðingar séu brotin hér á landi. 

Fimmtungur með þunglyndiseinkenni

Einn af hverjum fimm unglingum í 9. og 10. bekk hefur alvarleg þunglyndiseinkenni. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn. Skilnaðarbörn og börn sem búa í dreifbýli hafa meiri þunglyndiseinkenni en önnur börn.

Í fullu starfi og á eftirlaunum

Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna.

Alcan vill bætur frá olíufélögunum

Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál.

Í lífshættu vegna sambýlismanns

Nálgunarbann sem sett var á ofbeldisfullan sambýlismann konu hafði lítið að segja og var hún í lífshættu af hans völdum. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gleymdi kæru sem hún lagði fram eftir að maðurinn beitti hana alvarlegu ofbeldi.

Neituðu að sitja fyrir svörum

Fulltrúar Impregilo neituðu að sitja fyrir svörum hjá Félagsmálanefnd Alþingis í morgun ef fulltrúar frá verkalýðshreyfingunni yrðu viðstaddir. Gert hafði verið ráð fyrir því að þeir sætu samtímis fyrir svörum en horfið frá því að kröfu ítalska verktakafyrirtækisins.

Landsfundur Samfylkingar í vor

Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. 

Nemendur Ölduselsskóla safna

Landssöfnunin „Neyðarhjálp úr norðri“ fékk öflugan stuðning frá sex til níu ára börnum í dag. Til dæmis söfnuðu börn á frístundaheimili ÍTR í Ölduselsskóla tæpum sextán þúsund krónum með sölu á bleikum pönnukökum og súkkulaðismákökum.

Fróði flutti fyrirvaralaust

Starfsmenn Fróða þurftu að pakka saman og flytja fyrirvaralaust í dag af Seljavegi upp á Höfðabakka. Ósamkomulag er á milli Fróða og Eikar Fasteignafélags um leigutíma núverandi húsnæðis.

Eðlilegt að klára byrgðir

Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, fundar með forsvarsmönnum Mjallar-Friggjar á mánudaginn, en fyrirtækið framleiðir klór í Kópavogi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi.

Netbankinn styrkir fatlaða

Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins hefur endurnýjað tölvubúnað sinn fyrir styrk sem Netbankinn veitti. Styrkurinn kom að góðum notum þar sem tölvukennsla og tölvunotkun er orðin vaxandi þáttur í endurhæfingarstarfi þjónustumiðstöðvarinnar.

Sundabraut bíður enn

Frestað var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í vikunni afgreiðslu á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um Sundabraut.

Fjármagn fyrir meðferð ópíumfíkla

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir jákvætt að fjármagn fáist frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu til að halda áfram lyfjameðferð þrjátíu ópíumfíkla. Fjörutíu ópíumfíklar eru í lyfjameðferðinni.

Framkvæmdastjórar ráðnir

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að ráða framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva borgarinnar frá og með 1. mars næstkomandi. Ráðin verða Aðalbjörg Traustadóttir, Hafdís Gísladóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Ragnar Þorsteinsson.

Minna veitt en árið áður

Heildarafli síðasta árs var 1.723 þúsund tonn, heldur minni en afli ársins 2003 sem var 1.979 þúsund tonn 2003.

Þarf að greiða þrjátíu milljónir

Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur til að greiða rúmar þrjátíu milljónir í sekt og í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og brotum um virðisaukaskatt. Eins árs fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd.

Minni gjöld á fasteignir

F-listinn í borgarstjórn mótmælti í vikunni hugmyndum Reykjavíkurlistans um hækkun fasteignagjalda. Listinn telur að óbreytt álagningarhlutfall fasteignagjalda leiði til of mikillar hækkunar vegna 20 prósenta hækkunar fasteignamats.

Ræddi við forsetann

Tómas Ingi Olrich afhenti í byrjun vikunnar Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi.

Árekstur jeppa og fólksbíls

Rétt fyrir klukkan tíu síðasta miðvikudagsmorgun lentu saman hvítur Toyota Land Cruiser jeppi og grár VW Golf fólksbíll á mótum Arnarnesvegar og Bæjarbrautar í Garðabæ.

25 kíló á kjaft

Sala kindakjöts jókst um 13,5 prósent milli áranna 2003 og 2004, eða um 860 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Sala síðasta árs jafngildir því að hver Íslendingur hafi borðað um 25 kíló af kindakjöti.

Gæti borgað sjúkrahús á 12 árum

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs harmar hugmyndir um að bjóða landsmönnum nýjan Landspítala fyrir einkavæðingu Símans, en lýsir um leið fullum stuðningi við aukin fjárframlög í þágu bættrar heilbrigðisþjónustu.

Græddum meira á ferðafólki

Tölur Seðlabanka Íslands sýna að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru 2,2 milljörðum meiri fyrstu níu mánuði ársins 2004 en á sama tíma árið áður.

Söfnunin nær hámarki

Landssöfnunin vegna hamfaranna í Asíu á öðrum degi jóla, Neyðarhjálp úr norðri, nær hápunkti í dag. Söfnunin er ein sú umfangsmesta sem hér hefur verið ráðist í, en að henni stendur fjöldi hjálparsamtaka auk fjölmiðla, félagasamtaka, fyrirtækja og almennings.

Eldsvoði í Mosfellsbæ

Slökkvilið var fyrir stundu kallað að Tröllateig í Mosfellsbæ. Tilkynnt var um talsverðan eld í íbúð í nýbyggingu. Bílar frá tveimur stöðvum voru sendir á staðinn en ekki var frekari upplýsingar að hafa um eldsvoðann.

Sjá næstu 50 fréttir