Innlent

Fróði flutti fyrirvaralaust

Starfsmenn Fróða þurftu að pakka saman og flytja fyrirvaralaust í dag af Seljavegi upp á Höfðabakka. Ósamkomulag er á milli Fróða og Eikar Fasteignafélags um leigutíma núverandi húsnæðis. Starfsmönnum var tilkynnt um flutningana í hádeginu en þeir hefja störf á nýjum vinnustað á þriðjudag. Starfsmenn ritstjórna tímarita fyrirtækisins voru að pakka saman síðdegis í dag en enginn úr framvæmdastjórn fyrirtækisins var við þegar Stöð 2 bar að. Gullveig Sæmundsdóttir, ritstjóri Nýs lífs, sagði það hafa borið brátt að að skipta um húsnæði. Aðspurð hversu brátt segir hún að það hafi verið ákveðið fyrr um daginn. Hún kvaðst ekki vita hvort einhver leiðindi eða ágreiningur séu uppsrettan að þessu.  Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, sagðist ekki kippa sér mikið upp við flutningana þótt með stuttum fyrirvara sé því þetta sé í sjötta sinn á þremur árum sem hann skiptir um vinnustað. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×