Innlent

Fjármagn fyrir meðferð ópíumfíkla

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir jákvætt að fjármagn fáist frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu til að halda áfram lyfjameðferð þrjátíu ópíumfíkla. Fjörutíu ópíumfíklar eru í lyfjameðferðinni. Tuttugu milljónir verða veittar á tveimur árum sem er áætlaður kostnaður fyrir lyfjameðferð þrjátíu fíkla. Þórarinn segir meðferðartíma fíklanna ófyrirséðan og það þurfi að taka einn dag í einu. Hann segir fjörutíu ópíumfíkla vera í meðferð og því verði haldið áfram og hafa þeir komist að sem sækjast eftir slíkri meðferð. Samt sem áður segir Þórarinn ýmsa þætti verða áfram til umræðu á milli ráðuneytisins og SÁÁ því þeir hafi ýmsar óskir og væntingar. Þar á meðal umræðan um hvort eigi að setja meiri peninga í áfengis- og vímuefnameðferðir því enn standa eftir ýmis vandamál í heilbrigðisþjónustunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×